Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.09.2001, Qupperneq 4

Freyr - 01.09.2001, Qupperneq 4
Hólaskóli eflir dreifbýlið Viðtal við Skúla Skúlason, skólameistara á Hólum Skúli Skúlason tók við starfi skólameistara Hólaskóla árið 1999, en hafði áður gegnt starfi deildarstjóra við fiskeldisbraut skólans frá árinu 1990. A liðnu sumri sótti blaða- maður Freys Hóla heim og leitaði fregna hjá Skúla af starfsemi skól- ans og spurði hann fyrst að því hverju það sœtti að nú he'ti skólinn Hólaskóli en til skamms tíma hefði hann heitið Bœndaskólinn á Hól- um. Nafnið Hólaskóli er hið uppruna- lega nafn á skólanum og má rekja það allt aftur til gamla latínuskólans sem stofnaður var í kjölfar þess að Hólar urðu biskupsstóll, árið 1106. Þessi breyting er til marks um þróun í starfsemi skólans, nánar til- tekið þá að það hefur orðið ákveðin útvrkkun á starfseminni, rétt eins og það hefur orðið breyting á land- búnaðinum og viðfangsefnum bænda á undanfömum ámm. Áherslan hefur flust á nýjar greinar frá hinu hefðbundna búnað- amámi. Þessi breyting fékk síðan staðfestingu með nýjum lögum um búnaðarfræðslu, sem sett vom árið 1999, og gáfu þeim stofnunum, sem undir þau heyra, ný tækifæri. Samkvæmt þeim var stofnaður Landbúnaðarháskóli á Hvanneyri, verksviði Garðyrkjuskólans á Reykjum og Hólaskóla breytt og samvinna þessara skóla aukin verulega. Hvaða greinar hafa þá fengið aukið vœgi hér? Það er í fyrsta lagi námsbrautin Hestamennska og hrossarækt, í öðru lagi Fiskeldisbraut og í þriðja lagi Ferðamálabraut. Þá höfðu, áð- ur en nýju lögin voru sett, verið auknar inntökukröfur í skólann og í samræmi við það höfum við verið að fá nemendur með sterkari bak- gmnn, þar á meðal með ágætis grunn í búfræði. Með nýju lögunum var auk þess veitt leyfi fyrir kennslu á háskóla- stigi í samstaifi við ýmsa háskóla, svo sem Háskóla Islands, Háskól- ann á Akureyri, Landbúnaðarhá- skólann á Hvanneyri og raunar einnig erlenda háskóla. Menn geta m.ö.o. fengið nám sitt hér metið inn í háskólanám. í framhaldi af nýjum lögum gekk í gildi ný námskrá skólans árið 2000. Efvið tökum þetta nú í sömu röð, þá nefndir þú fyrst námsbrautina Hestamennska og hrossarœkt. Já, hvað fjölda nemenda varðar og þátt í rekstri skólans þá er hún stærsta brautin og hefur verið það um árabil. Þar er nú boðið upp á þriggja ára nám. Á fyrsta ári út- skrifast nemendur sem „Hestafræð- ingar og leiðbeinendur”. Það líkist að mörgu leyti náminu á hrossa- Skúli Skúlason, skólameistari á Hól- um. (Freysmyndir). braut í gamla búfræðináminu. Á öðm ári em kenndar tamningar og menn útskrifast með „Diploma í búnaðarfræði" og prófgráðuna Tamningamaður. Hluti af því námi er fimm mánaða verknám. Síðan er þriðja árið reiðkennaranám og end- ar með „Diploma í búnaðarfræði" og prófgráðunni Reiðkennari og þjálfari. Námið er núna metið inn í Landbúnaðarháskólanám á Hvann- eyri. Hestabrautin er þannig blanda af framhaldsskóla- og háskóla- námi. Við skipulagningu þessa náms var haft náið samstarf við ýmis fé- lög og aðra sem vinna að hrossa- rækt. Það er mikill áhugi hjá þeim öllum á eflingu náms á þessu sviði. Náið samstarf er við Félag tamn- ingamanna og nám okkar veitir réttindi til inngöngu í félagið. Þá erum við í miklum tengslum við skóla, félög og samtök um íslenska hestinn erlendis. íslenska hestinn er nú að finna í yfir 20 löndum og við lítum á okkur sem tengilið við þessi lönd. I því sambandi má nefna að að jafnaði er um fjórðungur af nemendum okkar í hrossanáminu útlendur, og meirihluti þeirra reyndar stúlkur. Ég held að þar eignumst við marga góða talsmenn íslands og íslenska hestsins í öðr- um löndum.I raun er Hólaskóli ákveðin miðstöð Islandshesta- mennskunnar. Á hrossabrautinni eru ýmsar rannsóknir stundaðar og í gangi eru spennandi þróunarverkefni, m.a. verkefni með Hestamiðstöð ís- lands, um eflingu gæðamála í rekstri hrossabúa. Fiskeldisbraut Önnur námsbraut hér við skólann er fiskeldisbraut. Það er eins árs nám og útskrifast nemendur sem Fiskeldisfræðingar, með „Diploma 4 - pR€VR 10/2001
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.