Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.2004, Blaðsíða 5

Freyr - 01.03.2004, Blaðsíða 5
 ' L í r f Nýstjórn Bændasamtaka íslands, fremri röð f.v.: Sigurbjartur Pálsson, Har- aldur Benediktsson, form. og Jóhannes Sigfússon. Aftari röð f.v.: Gunnar Sæmundsson, Guðmundur Jónsson, Sveinn Ingvarsson og Sigríður Braga- dóttir. (Ljósmyndir: Áskell Þórisson). dal, Jónas Jónsson, bóndi og odd- viti, Kálfholti, Jóhannes Krist- jánsson, bóndi, Höfðabrekku, Þrá- inn Jónsson, bóndi Miklaholti, Sigurjón Friðriksson, fyrrverandi búnaðarþingsfulltrúi Ytri-Hlíð og fréttamenn og ljósmyndarar fjöl- miðla. Tónlistarflutningur. Reynir Jónasson flutti tónlist á milli atriða. Ræða formanns Bændasam- TAKA ÍSLANDS, ARA TEITSSONAR. Ræða formanns er birt í heild aftar í blaðinu. ÁVARPLANDBÚNAÐARRÁÐHERRA, Guðna Ágústssonar. Ráðherra hóf mál sitt með því að benda á að ör þróun ætti sér nú stað á nánast öllum sviðum þjóð- lífs og þjóðarbúskapar og margt væri jákvætt í því sambandi. Kapp er þó best með forsjá, erf- itt er að ráða í framtíðina en hún kemur oftast fyrr en menn ætla. Islenskur landbúnaður hefur ekki farið varhluta af þessum breyting- um og sumt verið til heilla en ann- að til tjóns en á þessu þingi verð- ur reynt að bera kennsl á ógnanir og tækifæri landbúnaðarins. Þar vil ég leggja mitt á vogarskálamar í þágu bjartrar framtíðar íslensks landbúnaðar. Þróun landbúnaðar ræðst ekki aðeins af innlendum áhrifavöldum heldur einnig af alþjóðlegum samningum og skuldbindingum. Við getum þó beitt okkur á al- þjóðavettvangi til að hafa áhrif á þessa þróun með öflugum og rök- fostum málflutningi. I þeim efn- um vil ég þakka ágætt samstarf ráðuneyta landbúnaðar og utan- ríkismála og samtaka bænda. Mikið hefur áunnist síðustu misseri í upplýstri umræðu um al- þjóðlegt starfsumhverfi landbún- aðarins sem stuðlar að farsælli að- lögum landbúnaðarins að þeim breytingum sem bíða hans. Styrk- ur íslensks landbúnaðar er ótví- ræður, hreinleiki náttúrunnar er ótvíræður og við erum laus við al- varlega dýrasjúkdóma sem herja víða um heim og ógna heilsu manna og búljár. Við getum fram- leitt búvörur sem eru fyrirmynd annarra að gæðum og hollustu. Þessu megum við ekki fórna. Hagræðing og hagkvæmni er nauðsynleg en við megum ekki falla í þá gryiju að hirða krónuna en tapa glórunni. Islenskur landbúnaður gegnir fjölþættu hlutverki. Margir hags- munir bænda og neytenda fara saman og í því felst sátt um hlut- skipti beggja. Öryggi, hollusta og gæði matvælanna eru mikilvæg- ustu neytendamálin en þetta gerist í beinu samhengi við framleiðslu- hættina. Eg hef í samræmi við það ver- ið að leggja áherslu á fjölskyldu- búskapinn nú þegar gerð nýs mjólkursamnings liggur fyrir þar sem stefnumótunarvinna hefur þegar farið fram. I þeirri skýrslu kemur fram að staða mjólkur og mjólkurafurða er hér sterk og vöruþróun öflug. Hagræðing hef- ur átt sér stað en krafa neytenda er að hlutur þeirra batni. Skulda- aukning kúabænda er eitt helsta áhyggjuefnið. Fjöldi kúabænda er nú kominn niður fyrir 900 en þeir voru um 1500 um 1990 og þessi þróun heldur áfram. Að hluta hefur hún verið nauðsynleg og óhjákvæmi- leg. Hins vegar velti ég fyrir mér hvort hún er sjálfbær og jákvæð út í hið óendanlega. Hversu fáir bændur eru nógu margir til að við- halda blómlegri byggð og lífi í sveitum? íslenski bóndinn gegnir ijöl- þættu hlutverki um land allt, en Freyr 2/2004 - 5 |

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.