Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.2004, Blaðsíða 35

Freyr - 01.03.2004, Blaðsíða 35
Tafla 3. Flokkun aðgerða eftir forgangsröðun sveitarstjórna. Flokkur Kostnaöur aðgerða (Mkr) Fjöldi spennistöðva m/aðgerðum Fjöldi spennistöðva skv. ósk Kostnaður/ ósk (Mkr) Afar brýnar óskir 226 90 35 6,4 Sé brýnar óskir 1.068 381 110 9,7 Almennar óskir 648 250 42 15,4 Samtals 1.942 721 187 10,4 (Skýrsla nefndar um þrífösun rafmagns, bls. 2 og 10). vegna þrífösunar sem mun leiða til þess að hlutfallslega fleiri notendur tengjast þriggja fasa rafmagni en verið hefur fram til þessa. Nettengingar og fjarskipti Búnaðarþing 2004 ítrekar álykt- anir um fjarskiptamál frá 2001 og 2002. Ennfremur leggur þingið áherslu á að allir kostir varðandi öflugri rafræna tenginu byggða landsins verði grandskoðaðir. Gerð verði framkvæmdaáætlun um ffekari uppbyggingu og styrk- ingu kerfísins. Samþykkt samhljóða. Skipulagning SKOTVEIÐIHLUNNINDA Búnaðarþing 2004 felur stjóm BI að vinna að lagagrunni fyrir stofnun svæðisbundinna landeig- andafélaga sem annast geta skipu- lagningu skotveiða og gætt hags- muna landeiganda líkt og gert er við ár og vötn. Greinargerð: Skotveiðar em stundaðar hér á landi án skipulags og í mörgum tilvikum án velvilja landeiganda. Það getur tmflað eðlileg not þeir- ra af landi sínu og þar með geng- ið á rétt þeirra. Þessi félög geta auk þess gætt réttar landeigenda og stuðlað að hóflegri og eðlilegri nýtingu veiðistofna í fullu samræmi við anda umhverfísvemdunar nútím- ans. Þetta þjónar auk þess hags- munum skotveiðimanna sem ganga þar með að ömggum veiði- lendum í fúllum rétti. Þetta skipulag sem lagt er til getur einnig styrkt ferðaþjónustu í dreifbýli og vísa má til langrar og góðrar reynslu af starfsemi veiði- félaga samkvæmt lögum um lax- og silungsveiði. Samþykkt samhljóða. Tengivagnar og álögur Búnaðarþing 2004 felur stjóm BI að láta kanna hvort gjöld, sem lögð em á við nýskráningu kerra og vagna, þar með talin krafa um greiðslu vömgjalds, séu óeðlilega há. Frumvarp til laga um vatn- SVEITUR SVEITARFÉLAGA Búnaðarþing 2004 hefúr haft til skoðunar og umsagnar fmmvarp til laga um vatnsveitur sveitarfélaga. Þingið leggur til eftirfarandi breytingar á 1. gr. fmmvarpsins: Ur 2 mgr. falli niður orðin “enda sýni rannsóknir og kostnaðaráætl- anir að hagkvæmt sé að leggja veituna og reka hana.” Úr 4. mgr. falli niður orðin „sbr. 2. mgr.“. Að öðm leyti gerir þingið ekki athugasemdir við fmmvarpið. Samþykkt samhljóða. Tillaga um vegamál Búnaðarþing 2004 telur tíma- bært að gerð verði áætlun um það stórverkefni í vegagerð að ljúka endurbyggingu vegakerfís sveit- anna með bundnu slitlagi, þannig að fýrir tiltekinn tíma liggi nú- tímalegur vegur að hverju byggðu bóli á landinu. Greinargerð: Að undanfömu hefur verið efnt til ýmissa stórverkefna í vega- gerð. Má þar nefna bæði nýja vegi og jarðgöng milli byggðarlaga. Hér er vakin athygli á að líta verð- ur á endurbyggingu vegakerfís dreifbýlisins sem eitt af stórverk- efnunum í vegagerð. Samþykkt samhljóða. Tillaga til þingsályktunar UM NÝJAN GRUNDVÖLL BÚVÖRU- FRAMLEIÐSLUNNAR OG STUÐNING VIÐ BYGGÐ í SVEITUM Mál til umsagnar frá landbún- aðamefnd Alþingis Búnaðarþing 2004 hefúr kynnt sér „Tillögu til þingsályktunar um nýjan grundvöll búvörufram- leiðslunnar og stuðning við byggð í sveitum.“ Veigamikill þáttur í tillögunni er að taka beri upp svonefndan búsetutengdan gmnnstuðning við landbúnaðinn og búsetu í sveitum. Búnaðarþing leggur áherslu á að ekki verði dregið úr núverandi stuðningi við landbúnaðinn, held- ur komi til þessa verkefnis nýtt fjármagn. Að öðm leyti tekur þingið ekki afstöðu til efnisatriða tillögunnar, en gera má ráð fyrir henni sem innleggi Vinstri hreyfíngarinnar - græns framboðs í fyrirhugaða stefnumótunarvinnu fyrir land- Freyr 2/2004 - 351

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.