Freyr - 01.03.2004, Blaðsíða 23
grannar okkar í öðrum löndum
búa við og hversu vel þeim er þar
framfylgt, en í þeim efnum meg-
um alls ekki vera kaþólskari en
páfinn. Sumir hafa sett samasem-
merki við sölu ógerilssneyddrar
mjólkur við berklafaraldur. Segja
má að gæðastýringin í sauðfjár-
rækt sé hluti af þessum eftirlits-
iðnaði, en kostnaðinum við hana
verður ekki með neinu móti velt
út í verðlagið.
26. Gunnar Sæmundsson.
Ræðumaður lýsti í fyrstu ánægju
sinni með setningarathöfnina og
framsöguræður þar, auk þess sem
hann bauð nýja fulltrúa velkomna
til þings. Sérstaklega vildi hann
þakka Páli Bergþórssyni fyrir
stórmerkilegt erindi. Kvaðst hann
sjálfúr hafa orðið var við þessa
hækkun hitastigs því að nú orðið
rigndi á stundum í norðanáttinni í
Hrútafirði að vetrarlagi. Næst
fjallaði hann um sláturhúsamálin
og kvaðst hafa átt sæti í slátur-
húsanefndinni með þeim Aðal-
steini Jónssyni og Sigurgeiri
Sindra Sigurgeirssyni. Þótti hon-
um mjög miður sá fréttaflutningur
sem borist hefði um störf nefndar-
innar að þar hefði höfuðáherslan
verið lögð á úreldingu sláturhúsa.
Hann óskaði því eftir því að slát-
urhúsaskýrslunni yrði dreift til
fúlltrúa á búnaðarþingi. Því næst
þakkaði hann fúlltrúa svínabænda
fýrir ræðu hans. Sauðfjárbændur,
og afurðastöðvar þeirra, kvað
hann hins vegar ekki vera sak-
lausa af því sem hefúr verið að
gerast á kjötmarkaðnum, en máli
sínu til stuðnings vitnaði hann til
nýlegrar fréttar úr Morgunblaðinu
um fýrirliggjandi kröfur í þrotabú
Ferskra afúrða. Hér var ekki um
stórt fyrirtæki að ræða, en því var
haldið á floti af ákveðnum trúar-
brögðum. Margir bændur, bæði
sauðfjár- og kúabændur, eru nú
nánast við gjaldþrot vegna þessa.
Bændur þurfa að kynna sér hvaða
verð sláturleyfíshafínn bjóði og
hversu mikið treystir það sér til að
borga. Menn létu þama plata sig
og þeim var jafnvel talin trú um
að fyrirtækið væri rekið með
hagnaði allt fram á síðasta ár.
27. Bjarni Asgeirsson. Ræðu-
maður þakkaði í fyrstu fyrir góða
setningarathöfn og bauð nýja full-
trúa velkomna til þings. Hann
fjallaði síðan um sláturhúsamálin
og taldi að afurðastöðvamar ættu
ekki að fá starfsleyfí nema að þær
gætu sýnt fram á með óyggjandi
hætti að þær gætu borgað fyrir af-
urðimar. Það er ekki ásættanlegt
að hagræðingin nái einungis til
sláturhússins en ekki til bóndans.
Það er mikið óhagræði að því fyr-
ir marga bændur að þurfa að flyt-
ja fé um langan veg til slátrunar.
Þá fjallaði hann um sauðfjársamn-
inginn og taldi ekki rétt að taka
upp einstaka þætti hans nú, þrátt
fyrir að hann hafí alla tíð verið
meingallaður. Hugsanlega þarf þó
að breyta fyrirkomulaginu á
greiðslu ríkisins á stuðningi vegna
ullarinnar á þann veg að hann
glatist ekki bændum þó að Istex
hf. fari í þrot, en líklega er ekki
þörf á breytingum á sauðfjár-
samningnum vegna þess. Svo
virðist sem gæðastýringin nái ein-
ungis að sláturhúsdyrunum, en
eftir það hverfúr rekjanleiki afurð-
anna. Avinningur bóndans felst
hins vegar í hækkun beinna
greiðslna. Mikið hefur verið
hamast á bændum vegna ríkis-
stuðnings. Ríkisstuðningur við
landbúnað hefur verið hluti af
hagstjóminni í landinu og jafn-
framt til þess ætlaður að viðhalda
byggð í landinu, ekki síst vegna
ferðaþjónustunnar. Landið yrði
lítils virði ef byggð legðist af.
Mikið hefúr verið deilt um kjöt-
matið, en líklega verður aldrei
hægt að samræma það að fullu,
Karl Kristjánsson, Kambi II., Reyk-
hólasveit.
enda mat manna misjafnt á því
hvemig vel gerður skrokkur lítur
út. Betra væri þó að kjötmats-
mennimir væm starfsmenn ríkis-
ins en ekki sláturleyfishafanna
sjálfra.
28. Eggert Pálsson. Ræðumaður
hóf mál sitt með því að bjóða nýja
fulltrúa velkomna ti! þings. Nýr
mjólkursamningur er stærsta mál-
ið sem framundan er. Hafa verður
hann einfaldan sniðum og við
megum ekki fara fram úr sjálfum
okkur í sambandi við alþjóða-
skuldbindingar. Hann taldi það
galla á sauðíjársamningnum að
beinar greiðslur skyldu skerðast
vegna álagsgreiðslna og að þeir
sem selt hafí rétt sinn skuli njóta
hlutdeildar í þeim. Hann lýsti sig
sammála því að máli nr. 22 yrði
vísað til Landssamtaka sauðijár-
bænda. Þá íjallaði hann um gæða-
stýringuna og taldi slæmt að ein-
ungis kr. 5 milljónir skyldi vera
varið til landbótasjóðs sem muni
hrökkva skammt. Bændasamtökin
Freyr 2/2004 - 23 |