Freyr - 01.03.2004, Blaðsíða 27
að þau meltast að ftillu í melting-
arveginum og hafa ekki sömu
langtímaáhrif og ýmis frumefni.
Byggið er sérstætt að því leyti að
það dreifír sér ekki villt og ekki
eru líkur á að aðrar jurtir víxlfrjó-
gist við það. Hins vegar verðum
við að gera okkur grein fyrir því
að eftir því sem meiri vamir em
settar upp vegnar ræktunarinnar
þeim mun minni líkur em á að
hún geti nýst bændum víðsvegar
um land til tekjuöflunar. Aðstæð-
ur til þessarar ræktunar em sér-
staklega hagstæðar á Islandi. Ef
íslenskir bændur geta framleitt
lyf, sem mannkynið þarf á að
halda með ódýrari og öruggari
hætti en hægt er annars staðar, þá
höfum við þar skyldum að gegna.
Við verðum samt að stíga varlega
til jarðar í þessu máli. Þá fjallaði
hann um úthlutun Byggðastofn-
unar á “7.500 ærgildunum” og
kvað hana ekki hafa verið hluta af
sauðíjársamningi og því ekki á
ábyrgð búvörusamninganefndar,
enda kom málið inn á seinni stig-
um í umfjöllun Alþingis. Við ætt-
um samt frekar að gleðjast yfir því
að stjómvöld skyldu hafa verið
reiðubúin til þess að reyna að
verja veikustu byggðimar með
þessum hætti á næstu ámm í stað
þess að öfúndast út í þá sem þarna
fengu úthlutun. Við verðum að
verja hagsmuni bænda í sambandi
við veiðilendur, en í rjúpnanefnd-
inni em gerólík sjónarmið á ferð.
Fulltrúar skotveiðimanna telja það
almannarétt á Island að fólk megi
veiða sér til matar og undir það
sjónarmið tekur Umhverfisstofn-
un. Veiðimannanna vegna er það
hins vegar skynsamlegt að bænd-
um sé falin stjóm og skipulag
veiðanna líkt og tíðkast í lax- og
silungsveiðinni. Amar Bjami Ei-
ríksson kvartaði yfir að menn hafi
ekki gengið í takt í mjólkursamn-
ingamálunum, en engar samn-
ingaviðræður em þar hafnar. Til
nefndarstarfs, eins og því sem
skilaði tillögum um stöðumat og
stefhumótun í mjólkurframleiðsl-
unni, getum við ekki gengið með
fyrirfram ákveðnar niðurstöður.
Nefndarstarfinu var ætlað að vera
þríþætt, þ.e. úttekt á gildandi
samningi, umræða um þá niður-
stöðu og tillögur um starfsskilyrði
næstu ára. Ef ætlunin er að að
vinna með hópi manna sem hafa
mismunandi sjónarmið og skoð-
anir þá verða menn að vera hrein-
skilnir og reiðubúnir til þess að
teygja sig til sátta. Sú niðurstaða,
sem fékkst í nefndarstarfinu, er
fyrst og fremst því að þakka.
Hann kvaðst viljandi ekki hafa
fjallað um starfsemi Framleiðni-
sjóðs í skýrslu sinni enda muni
formaður sjóðsins kynna skýrslu
hans fyrir þingfúlltrúum síðar í
vikunni. Þá eru einnig væntanleg-
ar fyrir þingið skýrslur um störf
Framkvæmdanefndar búvöru-
samninga og háskólaráðs Land-
búnaðarháskólans á Hvanneyri.
Að síðustu þakkaði hann hlý orð
ræðumanna í sinn garð og áréttaði
hversu mikilvægt það væri að svo
hæfir menn, sem nú gæfu kost á
sér til stjómarstarfa í Bændasam-
tökunum, væm reiðubúnir til star-
fa fyrir íslenska bændur. Hann
lýsti einnig ánægju sinni með það
að báðir formannsframbjóðend-
umir hygðust starfa áfram sem
bændur á búum sínum, næðu þeir
kosningu.
Uppstillingarnefnd til
STJÓRNARKJÖRS
Forseti kynnti síðan eftirfarandi
tillögu þingforseta um uppstill-
ingamefnd til stjómarkjörs:
Sigurður Loftsson, Arnar
Bjami Eiríksson, Kristín Linda
Jónsdóttir, Rögnvaldur Olafsson,
Jóhann Ragnarsson, Sigurgeir
Sindri Sigurgeirsson og Örn
Bergsson, sem verði formaður
nefndarinnar.
Molar
Kína þarf að flytja
INN KORN
Eftirspurn eftir korni í Kína er
nú mikið meiri en innlend fram-
leiðsla og þarf því að flytja inn
korn. Þetta mun hafa mikil sál-
fræðileg áhrif á alþjóðaviðskipti
með korn og getur hækkað verð
á því, m.a. í löndum ESB.
Kornframleiðsla í Kína á sl.
ári, 2003, er áætluð 435 milljón
tonn, hrísgrjón þar meðtalin.
Þetta er minnsta uppskera í
landinu í tíu ár og fullnægir ekki
eftirspurninni, sem er áætluð um
500 milljón tonn, m.a. vegna
vaxandi kjötneyslu.
Síðastliðið ár, er fjórða árið í
röð þar sem framleiðslan full-
nægir ekki eftirspurn í landinu,
en kornbirgðir i landinu nema nú
um 100 milljón tonnum sem er
einungis helmingur af kornbirgð-
um í Kína árið 2002.
(Norsk Landbruk nr. 1/2004).
SVÍNARÆKT í BANDA-
RÍKJUNUM
Stærstu svínabú í Bandaríkjun-
um eru: Smithfild Food 756 þús-
und gyltur, Premium Standard
Farms 225 þúsund gyltur, Sea-
bord Farms 213 þúsund, Prest-
age Farms 129 þúsund, Cargill
Farms 118 þúsund, lowa Select
Farms 100 þúsund og The Pip-
ston System 100 þúsund.
Auk þess eru sex svínabú
með yfir 60 þúsund gyltur.
Þess má geta að á íslandi eru
alls um 4000 fullorðin svín.
(Bondevennen nr. 3/2004).
Freyr 2/2004 - 27 |