Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.2004, Blaðsíða 39

Freyr - 01.03.2004, Blaðsíða 39
leiðslugreinum ylræktar og eyði- leggja þá hagræðingu sem þegar hefur skapast með úreldingu í grænmetisframleiðslu. Samþykkt samhljóða. Framleiðsluöryggi í ÍSLENSKUM LANDBÚNAÐI Búnaðarþing 2004 beinir því til landbúnaðarráðherra að skipuð verði nefnd til að kanna umgjörð og starfsskilyrði landbúnaðarins. Markmiðið verði að tryggja, eftir því sem unnt er, að íslenskir fram- leiðendur og neytendur búi við ákveðið ffamleiðsluöryggi. Sérstaklega verði hugað að eft- irfarandi: 1. Að sett verði hámarkshlutdeild einstaka framleiðslueininga innan hverrar framleiðslugrein- ar, byggt á öryggis- og um- hverfissjónarmiðum fyrir neyt- endur og framleiðendur. 2. Að opinbert eftirlit með bú- vöruframleiðslu verði sam- ræmt um land allt. Einnig að skilyrði starfsleyfa verði sam- ræmd í þeim greinum þar sem þeirra er krafist. 3. Að starfsleyfísskyld bú geti sýnt ffarn á að þau hafi nægi- legt land til dreifíngar á bú- fjáráburði eða að þau geti ráð- stafað honum á annan viðun- andi hátt í samræmi við ís- lenskar aðstæður og umhverf- issjónarmið. Samþykkt samhljóða. Endurskoðun samkeppnislaga Búnaðarþing 2004 skorar á iðn- aðar- og viðskiptaráðherra að samkeppnislög verði endurskoð- uð með tilliti til sérstöðu íslenskr- ar búvöruframleiðslu. Þá telur búnaðarþing að koma verði á virku eftirliti með því að búvörur verði ekki boðnar til sölu undir sannanlegu framleiðsluverði, nema til skamms tíma á mjög af- mörkuðum tilboðum. Greinargerð: Nauðsynlegt er að fram fari end- urskoðun á samkeppnislögum þar sem skoðuð verði skörun búvöru- laga við samkeppnislög. I norsku samkeppnislögunum, greinum 3-8, er tekið fram að bændum og ffam- leiðendasamvinnufélögum er ekki bannað að hafa samráð um verð og aðra skilmála við sölu á landbún- aðarafurðum, skógarafurðum, fiski og fiskafurðum. Með því að færa sambærilegt ákvæði inn í íslensku samkeppnis- lögin verða sköpuð eðlilegri starfs- skilyrði fyrir íslenskan landbúnað. I dag eru bændur skilgreindir sem J fyrirtæki sem starfa á sama sölust- igi og því sé þeim óheimilt að hafa samráð um verð og aðra þætti er snúa að afsetningu afurðanna. I ljósi þess hver sérstaða landbúnað- arins er gagnvart öðrum atvinnu- greinum og þeirra áforma að legg- ja af opinbera verðlagningu á hluta landbúnaðarafurða er mikilvægt að starfsskilyrði þessarar atvinnu- greinar verði ekki skert meira en orðið er. Á undanfömum áram hefur þróun á markaði fyrir landbúnað- arafurðir og þá einkum svína- og [ alifuglakjöt verið með þeim hætti að verð til ffamleiðenda hefur lækkað umfram það sem eðlilegt getur talist, þ.e. undir framleiðslu- kostnað. Ljóst er að framleiðslu- aukning er meginástæða þess að þessi þróun hefur átt sér stað en sú aukning hefur að mestu verið á I kostnað minni framleiðenda og j tapaðra útlána viðskiptabankanna. Kanna þarf til hlítar hvort fram- leiðendum hafi verið mismunað af viðskiptabönkunum með þeim hætti að útlánum til stærri fram- leiðenda hafi verið haldið áffam I þrátt fyrir að ljóst væri að tap væri viðvarandi hjá þessum aðilum. Þróunin á þessum markaði hef- ur skaðað framleiðendur verulega sem og kjötmarkaðinn allan og J ekki sér fyrir endann á þessari þróun. Fjölmargir aðilar hafa hætt rekstri sem hefur komið illa við margar ijölskyldur, en fyrirtæki í landbúnaði eru í flestum tilfellum Qölskyldufyrirtæki. Til samræmis við ofangreint er einkum bent á 10. gr. samkeppnis- laga þar sem fjallað er um bann við samkeppnishömlum, en þar segir m.a.: „Bann þetta tekur m.a. til samninga, samþykkta og sam- stilltra aðgerða sem áhrif hafa á verð, afslætti, álagningu eða önnur viðskiptakjör með beinum eða óbeinum hætti“. I sömu grein seg- ir einnig að bannið taki til samn- inga, samþykkta og samstilltra að- gerða sem „mismuna viðskiptaað- ilum með ólíkum skilmálum í sams konar viðskiptum og veikja þannig samkeppnistöðu þeirra." Spumingin er sú hvort þeir samn- ingar, sem viðskiptabankamir hafa gert við stærri framleiðendur, standist þessi ákvæði þar sem slík- ar lánveitingar hafi haldið rekstri þeirra á floti með undirboðum á markaði sem hafi skaðað greinam- ar í heild og þá einkum smærri að- ilana. Ljóst er að við þessar mark- aðsaðstæður tapa allir, framleið- endur, afurðastöðvar, verslunin og lánastofnanir. Neytendur hafa tímabundinn hag af ástandi sem þessu en til lengri tíma litið hljóta kjör þeirra hjá bönkunum að taka m.a. mið af töpuðum útlánum. Samþykkt samhljóða. Efling loðdýraræktar Búnaðarþing felur stjóm Bænda- samtaka Islands að beita sér, í sam- vinnu við samtök loðdýrabænda og aðra þá er málið varðar, fyrir því að hafin verði markviss sókn loðdýraræktar í landinu. Með samstilltu átaki er raunhæft að setja það markmið að tvöfalda umsvif greinarinnar á fimm til sjö ámm. Til að svo megi verða þarf að byggja áffam út frá þeim gmnni Freyr 2/2004 - 39 |

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.