Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.2004, Blaðsíða 29

Freyr - 01.03.2004, Blaðsíða 29
an Evrópusambandsins. Ekki verður annað séð en að þar hafi harðar kröfiir um lækkandi bú- vöruverð kallað á hagræðingu og stækkun búa sem hefur leitt til aukinna fjárfestinga bænda og aukins vinnuálags án þess að tekj- ur hafí aukist. Þetta er ekki sú framtíð sem við viljum búa bænd- um landsins. ÞJÓÐARSÁTT UM ÍSLENSKAN LANDBÚNAÐ Um íslenskan landbúnað hefur á undanfömum árum ríkt þjóðar- sátt og kemur þar margt til. Verð margra búvara hefur lækk- að og þjóðin ver æ minni hluta af ráðstöfunartekjum sínum til kaupa á matvömm. Islenskar bú- vömr vega nú aðeins rúm 6 % í vísitölu neysluverðs og hefur þetta hlutfall lækkað á síðustu ár- um þrátt fyrir stöðugt aukna vinnslu varanna. Hlutur bóndans af endanlegu verði búvaranna minnkar sífellt og er nú innan við 1 % af gmnni vísitölu neysluverðs, mælt í krónum, en þó ömgglega mikilvægasti hluti verðmyndunar- innar ef horft er til heilsu og fæðu- öryggis. Gæði búvaranna em óumdeild og hróður þeirra hefur borist víða, ekki síst fyrir tilstuðlan okkar ágætu matreiðslumanna. Jafn- framt hefur áhugi á mat og matar- gerð aukist jafnt og þétt og er ný- afstaðin sælkeravika, byggð á ís- lenskri matargerð, lýsandi dæmi þar um. Opin umræða hefur farið fram um landbúnaðinn, gildi hans og annmarka. Aðgengi almennings að landi hefur víða verið bætt og sátt ríkir um landnýtingu eftir gerð síðasta sauðQársamnings sem fól í sér hvata til skipulegrar landnýtingar. Sátt um landbúnaðinn er for- senda þess góða samstarfs bænda og stjómvalda sem verið hefur Ari Teitsson, fráfarandi formaóur Bændasamtaka Islands I ræðustóli. síðasta áratug og þess stuðnings sem landbúnaðurinn hefur notið. Þannig hefur beinn stuðningur við landbúnaðinn haldist síðustu ár og tollvemd verið óbreytt. Stuðningur mældur í PSE er hér með því hæsta sem þekkist svo sem vænta má í landi á norðlæg- um slóðum með góð lífskjör og þar með háan framleiðslukostnað. Bændur og stjómvöld hafa haft góða samvinnu um vinnuferli í alþjóðasamningum. Þá hefur stuðningur við rann- sóknir og ráðgjöf í landbúnaði haldist betur en hjá nágrannaþjóð- unum og veralegum Ijármunum er varið til nýsköpunar á ári hverju. í heimsóknum mínum til bændasamtaka grannþjóðanna hef ég séð að sátt bænda og stjóm- valda er ekki sjálfgefín en land- búnaðinum hins vegar mikilvæg. Einn skugga ber þó á. Bændur og stjómvöld eiga í málaferlum vegna útfærslu þjóðlendulaga. Það hefur reynst bændum kostn- aðarsamara en ráð var fyrir gert og vonbrigðum hefur valdið að þjóðlendunefnd fjármálaráðherra skuli ekki hafa dregið úr kröfu- gerð sinni í kjölfar héraðsdóms varðandi þjóðlendur i Amessýslu. Fjölgun og stækkun friðlýstra svæða, án þess að möguleikar til áframhaldandi notkunar í þágu landbúnaðar séu ljósir, veldur bændum einnig áhyggjum. Raunar mun óhætt að fullyrða að eignarhald bænda á landi og réttur til nýtingar þess sé undir- staða viðunandi afkomu í land- búnaði á komandi tímum. Alþjódlegar reglur um við- SKIPTI MEÐ BÚVÖRUR Reglur um viðskipti með bú- vörur vora markaðar með samn- Freyr 2/2004 - 29 |

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.