Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.2004, Blaðsíða 28

Freyr - 01.03.2004, Blaðsíða 28
Ræða Ara Teltssonar við setningu búnaðarþings 2004 Nýkjörnir Búnaðarþings- fulltrúar koma nú sam- an til fyrsta Búnaðar- þings þriggja ára kjörtíma. Þeir 49 fulltrúar, sem hér eru saman komnir, eru annars veg- ar kjörnir á grunni búnaðar- sambanda og hins vegar af bú- greinasamtökum. Fyrirkomu- lag kjörsins á að tryggja að sjónarmið jafnt landshluta sem búgreina eigi sér málsvara á þinginu. Við verðum þó að muna að Búnaðarþing er þing heildarsamtaka íslenskra bænda og á því sem slíkt að bera hagsmuni og þarfir bændastéttarinnar sem heildar fyrir brjósti. Undanfarin ár hefur veðurfar verið tiltölulega hlýtt miðað við meðaltal síðustu áratuga. A nýaf- stöðnu Fræðaþingi landbúnaðar- ins kom fram að spáð er að sum- arhiti hérlendis hækki enn um eina til tvær gráður á næstu 50 ár- um, auk þess sem styrkur koltví- sýrings í andrúmsloftinu mun hækka. Öryggi þessarar spár er talið yfir 90% sem hvetur til að þau tækifæri, sem landbúnaðurinn fær við breytt veðurfar, séu rædd og nýtt eftir föngum og er það á dagskrá þingsins. Þótt við nýtum okkur tækifæri samfara breyttu veðurfari verðum við að hafa í liuga að vandamál kunna einnig að fylgja, m.a. með sneggri veðurbreytingum og harð- ari veðrum hérlendis. Þá er það mat þeirra sem gerst þekkja að hnattræn áhrif veðurfarsbreyting- anna séu mjög neikvæð. Talið er að þessar breytingar séu af manna völdum og okkur sem öðrum þegnum þessa heims ber að haga gerðum okkar þannig að sem minnstar breytingar verði á loft- hjúpi jarðar. Sala búvara A nýliðnu ári var sala búvara meiri en verið hefur nokkru sinni hérlendis. Einkum jókst sala á kjöti og varð magnaukning um 6% á ársgrunni. Sú aukning var raunar öll í hvítu kjöti en sala þess jókst um nær 14%. Framleið- endaverð alls kjöts lækkaði milli ára þannig að bændur fengu um 350 milljónum kr. minna í heild fyrir kjötframleiðslu ársins 2003 miðað við árið á undan. Þannig hafa bændur landsins þurft að tjármagna af eigin fé og launahlut sinum allan kostnað og vinnu við þá 1200 tonna framleiðsluaukn- ingu sem varð á árinu 2003. Þar við bætist svo að sláturleyfíshafar og vinnsluaðilar töpuðu einnig verulegum fjármunum vegna of- framboðs og undirboða á markaði þannig að í heild var árið landbún- aðinum erfiðara en mörg undan- farin ár. Við hljótum því að spyrja okkur hvort unnt hefði verið að sjá atburðarásina fyrir og lág- marka skaðann og einnig hvað læra megi af þessari dýrkeyptu reynslu. Orsakavaldar virðast einkurn tveir. Annars vegar að al- gjörlega óheft samkeppni á bú- vörumarkaði er vegna langs fram- leiðsluferils dæmd til að leiða af sér miklar verðsveiflur og lágt meðalverð. Hins vegar liggur fyr- ir að aðgengi að lánsfjármagni til kjötframleiðslu hefur verið of auðvelt og lánastofnanir annað hvort hafit óraunhæfar eða engar hugmyndir um möguleika kjöt- markaðarins. Lífskjör hérlendis hafa batnað verulega á síðustu árum, mælt sem hlutfall breytinga launavísi- tölu og neysluvísitölu. Þótt kjör margra bænda hafi vissulega einn- ig batnað hafa þeir þó dregist aft- ur úr í launakapphlaupi þjóðfé- lagsþegnanna. Margt veldur því. I harðnandi samkeppnisum- hverfi er staða smáfyrirtækja, sem búin okkar vissulega eru, oft erfið þegar kemur að markaðssetningu afurðanna. Þetta hafa bændur í ná- grannalöndunum reynt að leysa með öflugum samvinnufélögum sem annast vinnslu og sölu afurð- anna. Mjólkurframleiðendur hér- lendis hafa valið þetta félagsform í rekstri afurðastöðva með góðum árangri en samvinnufélög hafa verið á undanhaldi í annarri af- urðameðferð. Þá er það einnig ljóst að tækni- framfarir og stækkun rekstrarein- inga hafa aukið búvörufram- leiðslu í hinum vestræna heimi svo að offramboð er þar á mörg- unr búvörum. A slíkum markaði er erfitt að ná viðunandi verði. Þjóðir Vestur-Evrópu hafa stutt landbúnað sinn umfram flesta aðra til að mæta háum fram- leiðslukostnaði. Þessi stuðningur hefur í vaxandi mæli orðið versl- unarvara sem dregur úr gildi hans til lækkunar á framleiðslukostnaði ogjöfnunar kjara. Eg hef átt þess kost á undan- fömum ámm að fylgjast með þró- un landbúnaðar í nágrannalöndum okkar, ekki síst í Danmörku, Sví- þjóð og Þýskalandi, sem em með- al stærri búvöruframleiðenda inn- 128 - Freyr 2/2004

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.