Freyr - 01.03.2004, Blaðsíða 6
Frá setningu búnaðarþings 2004. F.v.: Guðni Ágústsson, landbúnaðarráð-
herra, Margrét Hauksdóttir, kona hans, Sigurður Helgason, forstjori Flug-
leiða og Haraldur Haratdsson, forstjóri Áburðarverksmiðjunnar.
ekki einungis við að framleiða bú-
vörur. Athafnir hans skapa og við-
halda íjölmörgum gildum og gæð-
um sem þjóðin og erlendir ferða-
menn vilja njóta þegar þeir ferðast
um landið. Þau gildi eru e.t.v. tek-
in sem sjálfsögð en þau verða
seint aðskilin frá störfum bónd-
ans. Þau eru að viðhalda landkost-
um, græða landið, reisa skóga og
nýta auðlindir vatna og veiðiáa. I
sveitum landsins er einnig varð-
veittur mikilvægur hluti af menn-
ingararfi þjóðarinnar. Ef við miss-
um sveitirnar þá glötum við sjálf-
um okkur.
Eg hef að undanfömu verið
ásakaður um sveitarómantík. En
ég segi, ef sveitarómantík er
glæpur þá vil ég gerast síbrota-
maður. Eg hygg að þjóðin standi
þar með mér svo sem ásókn henn-
ar í sveitirnar bera vitni um. Aðrar
þjóðir, sem gengið hafa nærri
náttúru sinni, öfunda okkur af
landi okkar. Ég stend jafnt með
neytandanum og bóndanum og
þeim hagsmunum sem hvorir
tveggja eiga í að viðhalda styrk ís-
lensks landbúnaðar.
Ég hef ekki talað fyrir skerð-
ingu á athafnafrelsi manna, búum
fækkar og þau stækka, það er þró-
unin. En ég tel ekki sjálfsagt að
stuðningur ríkisvaldsins við fram-
leiðsluna fylgi óbreyttur á þeirri
braut. I hagkvæmni stærðarinnar
eru mörk og ég tel að ríkisstuðn-
ingur við mjólkurframleiðslu eigi
að dragast saman eftir að þeim
mörkum er náð.
Þessi sjónarmið voru rædd í
stefnumótunarnefndinni og um
þau voru skiptar skoðanir. Ég ótt-
ast að í styrkleika kúabúskaparins
kunni að liggja veikleiki landbún-
aðarins í heild þegar horft er til
framtíðar.
Landbúnaður er í örri þróun allt
í kringum okkur. A síðasta ári
urðu þar grundvallarbreytingar á
sameiginlegri stefnu ESB varð-
andi ríkisstuðning, þar sem dregið
er úr eða lagður niður ríkisstuðn-
ingur við búvöruframleiðslu og
hann færður yfir á önnur gildi, t.d.
landstærð, í samræmi við hugsun-
ina um Qölþætt hlutverk landbún-
aðarins, t.d. byggð og umhverfi.
Þetta gerist í ESB sökum þrýst-
ings frá samningum WTO, sem
einnig eru áhrifavaldar á okkur
hér á landi. Ég tel það vera til far-
sældar að við hefjum okkar eigin
aðlögun að því sem koma skal á
eigin forsendum frekar en að
lenda í nauðvörn á forsendum
annarra. Um þau mál þarf að fara
fram upplýst umræða til að sem
víðtækust sátt geti orðið um þróun
landbúnaðarins.
Ég hef þvi í hyggju að heíja
vinnu við grænbók landbúnaðar-
ins, þ.e. stefnumótunarbók um al-
menna þróun starfsumhverfís
landbúnaðarins og opinberan
stuðning við fjölþætt hlutverk
hans næstu 15-20 árin. Megin-
markmiðið hlýtur að vera að auka
sveigjanleika í landbúnaði og
landnýtingu almennt með áherslu
á aðlögunar- og samkeppnishæfhi
landbúnaðarins. Ég tel farsælast
að nálgast viðfangsefnið út frá
heildarstefnumörkun fyrir land-
búnaðinn.
Landbúnaðurinn býr yfir mikl-
um mannauði, jafnt meðal bænda
og í stofnunum landbúnaðarins.
Framsókn landbúnaðar felst ekki
síst í þekkingu. Ég vil stuðla að
öflugri landbúnaði með því að
sameina krafta Landbúnaðarhá-
skólans á Hvanneyri og RALA
með aukna samþættingu rann-
sókna og mennta að markmiði. Ég
sé fýrir mér að með þeirri endur-
skipulagningu skapist jákvæður
grundvöllur fyrir endurskoðun á
fyrirkomulagi Ieiðbeiningaþjón-
ustunnar.
Ég vil einnig leggja drög að
nýju skipulagi stjómsýslu- og eft-
irlitsverkefna landbúnaðarins og
hef kynnt hugmyndir mínar um
Landbúnaðarstofnun. Bændur
þurfa einnig sín megin að styrkja
stöðu sína og stilla saman strengi,
| 6 - Freyr 2/2004