Freyr - 01.03.2004, Blaðsíða 14
Helgi Jóhannesson, Garði, Hrun.
uppbyggingu í greininni hafa hins
vegar verið bændum þungur
baggi. Skógarbændur áttu ágætt
samstarf við nefnd Bændasamtak-
anna sem gaf umsögn um jarða-
og ábúðarlögin, en samkvæmt
þeim eru miklar álögur lagðar á
bændur og landeigendur af ríki og
sveitarfélögum. Vonaðist hann til
að það verði nútímalegri útgáfa af
lögunum sem samþykkt verða á
Alþingi þegar þar að kemur. Næst
fjallaði hann um málefni Lána-
sjóðs landbúnaðarins og hinn
mikla mismun sem virtist orðinn á
lánshæfi á milli landshluta. Ræðu-
maður kvaðst hafa átt þátt í þeim
niðurskurði sjóðagjalda til sjóðs-
ins, sem samþykktur var í fyrra,
en það væri hins vegar einungis
áfangi á þeirri leið að afnema
sjóðagjöld til hans með öllu. Ef
niðurgreiða á lán hjá sjóðnum ætti
það helsta að vera í þeim tilgangi
að jafna lánshæfi milli landshluta.
Vinna þarf að hækkun jarðabóta-
framlaganna og aðstoða bændur
við að endurbyggja bú sín og
húsakost. Hann fagnaði tillögu
um úttekt á starfsemi Bændasam-
takanna sem hefði það að mark-
miði að færa stjóm þeirra nær nú-
tímanum. Þá gat hann þess að
Ami Snæbjömsson, ráðunautur,
hefði á fundi skógarbænda sl.
haust verið með athyglisverða
kynningu á fyrirtækinu Heilsu-
jurtum, sem framleiða afúrðir úr
hvönn, en í þeim efnum eru víða
ónýtt tækifæri fyrir íslenskan
landbúnað. I því samhengi má
nefna að líftækniiðnaður í Finn-
landi færir finnsku þjóðinni meiri
tekjur en allur timburiðnaður
landsins.
6. Aðalsteinn Jónsson. Ræðu-
maður fjallaði í fyrstu um vel
heppnaða setningarathöfn þings-
ins og árshátíð sauðfjárbænda
daginn áður. Atvinnuvegur, sem
heldur slíkar samkomur, hlýtur að
eiga bjarta framtíð. Islenskir
bændur sjá samfélaginu fyrir stór-
um hluta af neysluvömm þess.
6% aukning varð í neyslu kjötvara
á sl. ári, en engu að síður lækkuðu
tekjur bænda af framleiðslu þeima
um kr. 350 milljónir. Það er óá-
sættanleg þróun. Stöðugt þarf að
leita leiða til hagræðingar við
framleiðsluna, en einn liðurinn í
henni er fækkun sláturhúsa.
Ræðumaður kvaðst hafa átt sæti í
nefnd landbúnaðarráðherra um
framtíðarfyrirkomulag sauðfjár-
slátmnar, en þar komust menn að
þeirri niðurstöðu að ekki yrði hjá
því komist að fækka sláturhúsun-
um og því var lagt til fjármagn til
úreldingar þeirra. Þrátt fyrir þessa
hagræðingu var afurðastöðvaverð
kindakjöts lækkað, en það hljóta
að teljast viss svik. Staða margra
sláturleyfishafa hefúr verið afar
slæm og nrörg þeirra búið við við-
varandi tap. Þá urðu Ferskar af-
urðir gjaldþrota, en þar hafði við-
gengist hrein óráðsía í rekstri
með miklum skell fyrir framleið-
endur. Þá fjallaði hann um ullar-
málin, en Istex hefúr átt í erfið-
leikum með uppgjör við bændur,
þrátt fyrir umtalsverðan stuðning,
og bændur fengið ullina alltof
seint greidda. Mjög hefúr verið
deilt um ágæti núverandi sauðfjár-
samnings og hvort rétt sé að taka
vissa þætti hans til endurskoðunar
nú. Eftir að hafa leitað umsagnar
aðildarfélaganna sl. vetur, þar sem
tíu þeirra vildu engar breytingar,
tvö svömðu ekki, en sjö vildu taka
mjög mismunandi atriði hans til
endurskoðunar, varð það niður-
staða formannafundar LS að ekki
væri vilji til þess innan greinar-
innar að endurskoða samninginn
nú, heldur að beina kröftunum að
stefnumótun vegna næsta samn-
ings. Ræðumaður lýsti vonbrigð-
um sínum með þau erindi sem
lægju til gmndvallar máli nr. 22 á
þinginu, en þar væm búnaðar-
þingsfulltrúar að vísa beint til
búnaðarþings málum sem væm i
andstöðu við afstöðu viðkomandi
búgreinafélags. Þá fjallaði hann
um formannskosningar, og kvað
báða frambjóðenduma mjög hæfa
til starfans, en áminnti þingfull-
trúa um að sætta sig við þá lýð-
ræðislegur niðurstöðu sem fengist
í kosningunum. Að loknu kjöri
nýrrar stjómar Bændasamtakanna
er mikilvægt að samtökin og ís-
lenskir bændur standi saman sem
ein heild gagnvart samfélaginu.
Að siðustu þakkaði hann fráfar-
andi formanni fyrir gott og farsælt
starf fyrir Bændasamtökin.
7. Sigurbjartur Pálsson. Ræðu-
maður þakkaði í fyrstu fyrir góða
setningarathöfh og bauð nýja fúll-
trúa velkomna til þings. Sem full-
trúi Sambands garðyrkjubænda
kemur hann úr kartöflugeiranum,
en staðan á þeim bænum er ekkert
alltof glæsileg. Framleiðsluþáttur-
inn gengur ágætlega og menn ná
stöðugt betri tökum á framleiðslu
og geymslu varanna en verr geng-
ur hins vegar að ná fótfestu á
114 - Freyr 2/2004