Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.2004, Blaðsíða 11

Freyr - 01.03.2004, Blaðsíða 11
Halla Guómundsdóttir, bóndi og leikkona, Ásum í Gnúpverjahreppi flutti Ijóð á setningarhátið búnaðarþings 2004. skinna og dilkakjöts. Ef að dollar- inn færi í kr. 90, sem líklega má telja eðlilegt verð, þá myndi enn versna staða kjötgreinanna, þ.e. annarra en kindakjötsins. Islensk- ur búvörumarkaður er því háður markaðssveiflum á alþjóðamark- aði ekki síður en sveiflum í veður- fari, eins og fram koma í erindi Páls Bergþórssonar. Könnun Hag- stofúnnar á drykkjavörumarkaðn- um, sem sýndi 20% hækkun verðs, en þegar landbúnaðarhluta hans sleppti þá nam hækkunin 30%. Við þurfúm að byrja okkur í þessari umræðu með stöðugri birtingu upplýsinga um markaðs- málin, birta framleiðsluspár o.s.frv. Bændasamtökin hljóta að styðja baráttu verkalýðshreyfing- arinnar þess efnis að ólíðandi sé að vinnuafl sé flutt til landsins sem þiggi lægri laun en íslenskir samningar kveða á um og að sama skapi hljótum við að kreíjast stuðnings þeirra í baráttu okkar fyrir að ekki megi flytja til lands- ins vörur sem framleiddar eru með minni heilbrigðiskröfum og meiri umhverfismengun en hér. Endurnýjun mjólkursamnings verður vafalaust stærsta viðfangs- efni okkar á næstunni. I samning- unum þarf að leggja höfúð áherslu á langan aðlögunartíma án skerð- ingar á því sem fínna má í núver- andi samningi. Hátt verð á greiðslumarki í mjólk er hins veg- ar mikið áhyggjuefni. Greininni blæðir vegna eigin hagræðingar. Kúabændur verða að geta tekið ábyrgð á skuldasöfnun búa sinna. Við eigum hins vegar ekki að hefja aðlögun að alþjóðlegu um- hverfi sem verður kannski ein- hvem tímann seinna. Bændasam- tökin eiga kinnroðalaust að krefj- ast sanngjamrar umræðu um kjör bænda. Ræðumaður skýrði síðan ástæður þess að hann leitaðist nú eftir formennsku í Bændasamtök- unum og kvaðst mundu vilja nálg- ast starfið með þeim hætti að hann gæti starfað áfram sem bóndi en ekki setjast að fullu að inni á skrifstofu. Að síðustu þakkaði hann fráfarandi formanni fyrir góð störf fyrir samtökin. 2. Þórólfur Sveinsson. Ræðu- maður þakkaði fyrir vel heppnaða setningarhátíð og framlagðar skýrslur og gögn. Hann fjallaði um ástandið á kjötmarkaðnum og lagði áherslu á að takast mætti að skapa almenna samstöðu um að beita mætti samkeppnislögum með þeim hætti að koma í veg fyr- ir sölu á búvörum undir fram- leiðslukostnaðarverði. Núgildandi samkeppnislög virðast ekki megna að koma í veg fyrir þetta. Væntanlegir WTO-samningar kunna þó að draga eitthvað úr þessu. Það er eitt mikilvægasta at- riðið í stéttarbaráttu bænda að komið sé í veg fyrir að það ástand sem ríkt hefúr í þessum efnum vegna lagaumhverfísins vari áfram. Það styrjaldarástand, sem ríkt hefúr á kjötmarkaðnum, getur auðveldlega brotist út annars stað- ar líka. Ræðumaður vakti síðan athygli fulltrúa á framlagðri skýrslu um störf stjómar Lána- sjóðs landbúnaðarins. Vegna smæðar sjóðsins á markaðnum eru uppi hugmyndir um að leita samstarfs við Ibúðalánasjóð eða Lánasýslu ríkisins um hagkvæm- Freyr 2/2004 - 11 |

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.