Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.2004, Blaðsíða 12

Freyr - 01.03.2004, Blaðsíða 12
Fjórir fulltrúar Landssambands kúabænda, f.v.: Sigurður Loftsson, Steins- holti, Þórólfur Sveinsson, Ferjubakka, Kristín Linda Jónsdóttir, Miðhvammi og Birna Þorsteinsdóttir, Reykjum. ari fjármögnun hans. Landssam- band kúabænda leggur áherslu á að heija þegar athugun á ýmsum grunnþáttum í starfsemi sjóðsins, s.s. hvort við viljum áfram inn- heimta til hans sjóðagjöld, hvort áfram þurfi að skilyrða öll lán við fyrsta veðrétt o.s.frv. Því næst fjallaði ræðumaður um það sam- komulag sem væri í burðarliðnum á almennum vinnumarkaði, en þar væru stórbætt lífeyrisréttindi launafólks lykilatriði með hækk- un mótframlags úr 6% í 8% á nokkrum árum. Þetta er ekki í takt við bág lífeyrisréttindi bænda og því verður að tryggja hærra mót- framlag til hans í framtíðinni. Hann spurði stjóm Bændasamtak- anna jafnframt hvort hún hafí átt kost á að koma að þeim samning- um sem nú virtust á borðinu á hin- um almenna vinnumarkaði? Líf- eyrisréttur er almennt mjög léleg- ur hjá bændum og Bændasamtök- in verða að svara stöðugt auknum áhuga bænda á úrbótum í þeim efnum. Að síðustu skýrði hann síðan ástæður þess að hann gæfí kost á sér til formennsku í Bænda- samtökum Islands og kvaðst, líkt og mótframbjóðandinn, mundu nálgast starfíð með þeim hætt að hann gæti starfað áfram sem bóndi og ekki flytja til Reykjavík- ur. 3. Sigríður Bragadóttir. Ræðu- maður þakkaði í fyrstu framlagðar skýrslur, bauð nýja þingfulltrúa velkomna til þings og lýsti ánægju sinni með fjölgun kvenna í þeirra röðum. Því næst fylgdi hún úr hlaði skýrslu “Lifandi landbúnað- ar” til þingsins, en verkefnið hefði orðið til innan Jafnréttisnefndar Bændasamtakanna. Ymislegt hef- ur verið reynt í þeim efnum í gegnum tíðina með takmörkuðum varanlegum árangri. Sótt hefur verið um styrk vegna verkefnisins í Starfsmenntasjóð Leonardo, ásamt LBH og Byggðastofnun og samstarfsaðilum í Danmörku, Tékklandi og Lettlandi. Ámi Jó- steinsson, atvinnuráðgjafí Bænda- samtakanna, hefúr unnið að frá- gangi umsóknarinnar, en svars við henni er að vænta í lok apríl nk. Fyrir búnaðarþingi liggur jafn- framt beiðni um fjárframlag til verkefnisins. I verkefninu felst þjálfunaráætlun fyrir konur í land- búnaði þar sem komið verður upp einhvers konar menntagrunni sem verði gerður aðgengilegur með námskeiðum af ýmsum toga og fleiri aðferðum. Þá Qallaði hún um sláturhúsamálin og reglugerð um sauðfjársláturhús. Hún efaðist um réttmæti þess að úrelda slátur- hús um land allt og benti á að vinna í þeim gæfí bændum víða mikilvægar tekjur. Þá skapar þetta fólki víða erfíðleika við að verða sér úti um slátur í sláturtíð- inni. Fólk hættir því að taka slátur, sem lækkar matarreikninginn, og verkþekking glatast. Sviðahausar nýtast ekki við hangandi fláningu. Fækkun og stækkun sláturhúsa er ætlað að koma á hagræðingu í greininni og hækka afurðaverð til bænda, en mörg þeirra sláturhúsa, sem nú hafa útflutningsleyfí, þarfnast mikilla endurbóta og því eðlilegt að menn spyrji hvenær komi að verðhækkun til bænda. Er virkilega nauðsynlegt að öll sauðfjársláturhús hafi útflutnings- leyfí? Mönnum hefur verið talin trú um að þetta séu reglur ffá Evr- ópusambandinu, en hafa þessar reglur þá hugsanlega verið sam- þykktar hér á fölskum forsendum. Þá skapar fækkun sláturhúsa bændum erfiðleika vegna lengri flutningaleiða með hættu á sæmri meðferð sláturfjár og jafnvel lambadauða. Hún lagði að síð- ustu áherslu á að reglugerðin um sauðfjársláturhús yrði endurskoð- uð með hinn mannlega þátt og byggðasjónarmið að leiðarljósi. 4. Bjarni Stefánsson. Ræðumað- ur upplýsti þingheim um stöðuna í loðdýraræktinni, en þróunin þar undanfarin 4-5 ár hefúr einkennst af bættum í gæðum framleiðsl- 112 - Freyr 2/2004

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.