Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.2004, Blaðsíða 43

Freyr - 01.03.2004, Blaðsíða 43
Þingið telur að með breyttum lögum sé verið að auka friðun bú- svæða villtra dýra talsvert. Þar með er þrengt að annarri landnýt- ingu, bótalaust og án samráðs við umráðamenn viðkomandi land- svæða. Snertir þessi aukna friðun einkum nýtingu hlunninda, svo sem æðarvarps, ferðaþjónustu og ýmsa aðra atvinnustarfsemi sem fram getur farið á lögbýlum. Fagnað er því ákvæði frumvarps- ins að minkur verði nú skilgreind- ur sem meindýr. Mælst er til þeirr- ar breytingar á núgildandi lögum að Hreindýraráði verði á ný feng- in aukin völd og verkefni, einkum hvað varðar sölu og verðlagningu veiðileyfa. Til nánari skýringa á fyrrgreind- um athugasemdum er vísað til ít- arlegrar umsagnar Æðarræktarfé- lags Islands um lagafrumvarpið. Samþykkt samhljóða. Ræða Ara Teitssonar... Frh. afbls. 30 og bóndinn vörslumaður landsins. Slíkt gerist ekki nema í sátt við þjóðina og með stuðningi ríkis- valdsins sem birst hefúr í formi samninga ríkis og bænda og hefur slíkum samningum fjölgað á und- anfömum ámm. í ljósi breyttra aðstæðna hlýtur að koma til álita að bændur og rík- isvald geri heildarsamning um starfsskilyrði landbúnaðarins sem m.a. feli í sér faglegan stuðning við atvinnugreinina, stuðning við nýsköpun og þróun, stuðning við einstakar búgreinar og landnýt- ingu og nauðsynlega tollvernd vegna norðlægrar legu landsins. Markmið slíks samnings væm fjölþætt og gagnkvæm. Mikilvæg- ast er að búrekstur og úrvinnsla afúrða tryggi bændafjölskyldunum viðunandi afkomu og þjóðinni holl og ömgg matvæli á sanngjömu Kálæxlaveiki Búnaðarþing 2004 beinir því til stjómar Bændasamtaka Islands að markvisst verði unnið að útrým- ingu kálæxlaveiki úr náttúru landsins með öllum tiltækum ráð- um. Greinargerð: Kálæxlaveiki er sveppasjúk- dómur sem leggst á plöntur af krossblómaætt. Þessi sjúkdómur er algengur í nágrannalöndum okkar. Hér á landi hefúr hann til þessa eingöngu fúndist á garð- yrkjustöðvum, einkum þar sem jarðhiti er notaður. í haust fannst kálæxlaveiki í fyrsta sinn í fóður- kálsökmm og rófugörðum undir EyjaQöIlum og í austanverðum Flóa. Hér er um mjög skaðlegan sjúkdóm að ræða sem engin lækn- ing er við. Samþykkt samhljóða. verði. Búvaran verði áfram fram- leidd á sjálfbæran hátt í sátt við umhverfíð. Landsbyggðin styðjist í framtíð sem í fortíð við öfluga atvinnu- starfsemi byggða á nýtingu lands- ins gæða. Með þessi markmið að leiðar- ljósi á íslenskur landbúnaður bjarta framtíð. Að lokum Góðir þingfúlltrúar og gestir. Svo sem frarn hefúr komið mun ég láta af störfúm sem formaður Bændasamtaka Islands á þessu þingi. Eg er þakklátur bændum lands- ins fyrir að hafa treyst mér fyrir þessu vandasama en jafnframt gef- andi starfi í níu ár. Aðvitað hafa skipst á skin og skúrir í málefnum landbúnaðarins en flestu hefúr þó miðað áleiðis sem ekki síst má þakka samstöðu bændastéttarinnar sem heildar, öflugu stoðkerfi land- Molar ESB NÝTIR BETUR AK- URLENDI SITT Um árabil hefur ESB bann- að bændum í sambandinu að rækta nema 90% af akurlendi sínu. 10% hafa verið hvíld (í “tröð") vegna offramleiðslu á korni í ESB. Landbúnaðarráð- herrar sambandsins hafa nú ákveðið að minnka hvíldar- land um helming eða í 5% á þessu ári vegna minni korn- uppskeru en vænst var á sl. ári sem stafaði af miklum þurrkum og hita. Áætlað er að minni land í hvlld skili 7 millj- ón tonna uppskeruauka og það komi í veg fyrir að korn- verð hækki óhóflega. (Landsbygdens Folk nr. 51-52/2003). búnaðarins og góðri samvinnu við stjómvöld. Landsbyggðin hefur þó átt í stöðugri vamarbaráttu sem ein- skorðast ekki við landbúnaðinn. Það sýnir okkur að þjóðarhagur veltur á samspili margra atvinnu- greina og samstarfsvilja þjóðfé- lagsþegnanna. Hinn 1. febrúar sl. var haldið upp á 100 ára afmæli heimastjóm- ar á Islandi. Oumdeilt er að stofn- un þeirrar heimastjómar var gæfú- spor sem gaf þjóðinni möguleika á eigin frumkvæði og tækifæri til framfara á eigin forsendum, tæki- færi sem nýtast okkur til bættra lífskjara samhliða eflingu mennta og menningar. Ég vil að lokum bera fram þá von og ósk að þjóðin sýni áfram frumkvæði og framtak byggt á at- orku einstaklingsins eflda með samtakamætti ijöldans, þjóðfélag- inu og þegnum þess til heilla. Búnaðarþing 2004 er sett. Freyr 2/2004 - 43 j

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.