Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.2004, Blaðsíða 25

Freyr - 01.03.2004, Blaðsíða 25
ist ríkja hjá Bændasamtökunum, t.d. með sjálftöku þeirra af bein- greiðslum vegna nautgripamerkj- anna. Hann lýsti jafnframt óánægju sinni með að fulltrúar Bændasamtakanna og Landssam- bands kúabænda skyldu ekki hafa gengið alveg í takt við þá vinnu sem fram fór í nefnd um stöðumat og stefnumótun í mjólkurfram- leiðslunni sem er undanfari hinnar eiginlegu samningagerðar um nýj- an mjólkursamning. I þeim efnum hefði forysta Bændasamtakanna átt að fylgja búgreinafélaginu að málum og tala með þeim einum rómi. Slíkt má ekki endurtaka sig í hinni endanlegu samningagerð. íslenskir bændur uppfylla nú allar sinar skuldbindingar gagnvart nú- gildandi alþjóðasamningum og ef þeim verður breytt í framtíðinni er einsýnt að í þeim efnum verður gefinn töluverður aðlögunartími. Svo virðist hins vegar sem margir vilji gera einhvers konar WTO- samning við sjálfa sig. Það kerfi sem við nú búum við í mjólkinni virkar mjög vel en hann kvaðst hins vegar ekki skilja þá kúa- bændur sem væru að tala niður verð eigna sinna með því að tala um að kvótaverð væri alltof hátt. Að síðustu taldi hann það mikinn ljóð á starfsemi búnaðarþings að ákvæði um hlutfallskosningar til stjómar skuli ekki hafa komist inn í samþykktir Bændasamtakanna. 32. Þorsteinn Kristjánsson. Ræðumaður þakkaði fulltrúa svínabænda í fyrstu fyrir góða og hreinskilna ræðu. Ef viðhorf hans hefði ríkt á síðasta búnaðarþingi hjá forsvarsmönnum búgreinar- innar hefði það ugglaust sparað ís- lenskum bændum mikla Qár- muni. Bændur em vörslumenn landsins og verða að viðhafa ffumkvæði í þeim efnum. Huga þarf að stefnumótun í ljósi breyt- tra aðstæðna með hliðsjón af fjöl- þættri nýtingu landsins. Það verð- ur að koma einhverri skikkan á skipulagningu skotveiða því að víða er ágangur veiðimanna á lönd bænda alls óþolandi. Þegar rjúpnaveiðibanninu lýkur þurfum við að vera búnir að undirbúa og skipuleggja stofnun landeigenda- félaga vegna skotveiða. Vaxandi árekstrar hafa verið á milli bænda og skotveiðimanna undanfarin ár og ef ekki tekst að koma skipu- lagi á þessi mál svertir það ímynd landbúnaðarins í augum neytenda. Með þessu værum við líka að þjóna hagsmunum sjálfra veiði- mannanna, sem gætu gengið að tryggum veiðilendum í fullum rétti. Menn geta rétt ímyndað sér hvemig staðan væri í lax- og sil- ungsveiðinni í dag ef slík lög hefðu ekki verið sett um þau á sín- um tíma. Ekki ætti að þurfa að grípa til veiðibanns í framtíðinni ef við náum tökum á skotveiðinni, með stýringu álags og jöfnunar veiðanna um landið. Veiðiálag hefur verið að þjappast saman í ákveðnar sveitir vegna þess að einstakir bændur hafa gripið til þess ráðs að banna veiði í landi sinu sem hafi síðan jafnvel leitt til ofveiði á jörð nágrannans. Að síð- ustu Qallaði hann um sauðfjár- samninginn og kvað Landssamtök sauðfjárbænda hafa kannað hug félagsmanna sinna rækilega áður en þau hafí ákveðið að leggjast gegn breytingum á núverandi samningi og þess í stað að beina kröftunum að stefnumótun vegna nýs samnings. 33. Helgi Jóhannesson. Ræðu- maður fjallaði í fyrstu um málefni skjólstæðinga sinna, þ.e. garð- yrkjubænda. Hann lýsti sig sam- mála þeim sjónarmiðum að Bændasamtökin ættu að hafa for- sjá í sameiginlegum málum allra búgreina en félögin sjálf að sjá um sín sérmálefni. Blómaframleið- Baldvin Kr. Baldvinsson, Torfunesi i Köldukinn. endur hafa átt í miklum erfíðleik- um undanfarin ár, með viðvarandi taprekstri og ljóst að þar mun fljótlega koma að vissum enda- punkti verði ekkert að gert. Astæðumar eru fyrst og fremst samstöðuleysi bænda og óskyn- samlegar fjárfestingar. Fyrir bún- aðarþingi liggur nú að kjósa bændum nýja forystu og það er okkar að leggja henni línumar. Það hlýtur að teljast forgangs- verkefni í þeim efnum að skapa jákvæðari stemmingu í kringum landbúnaðinn því við slíkar að- stæður er auðveldara að vinna málefnum bænda brautargengi í samfélaginu. 34. Sigurður Loftsson. Ræðu- maður þakkaði í fyrstu fyrir góða setningarathöfn, en kvað umræð- umar nú hafa verið bæði rólegar og afslappaðar. Hann þakkaði frá- farandi fonnanni fyrir störf hans í þágu Bændasamtakanna og taldi að þrátt fýrir að hann hafí ekki alltaf verið honum sammála þá væri það bændum afar mikilvægt að eiga menn í sínum röðum sem Freyr 2/2004 - 25 |

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.