Freyr - 01.03.2004, Blaðsíða 42
Bændur hafa eignarhald og umráð
yfir mestum hluta gróins lands og
ræktaðs lands, ásamt skóg- og
kjarrlendi á Islandi, og allt þetta
land gegnir hlutverki við bindingu
kolefnis
Samþykkt samhljóða.
Úrvinnslugjald
Búnaðarþing 2004 lýsir yfir
stuðningi við samstarf Bænda-
samtaka Islands og Urvinnslu-
sjóðs um mótun starfshátta í með-
ferð úrvinnslugjalds á heyplasti.
Greinargerð:
Urvinnslugjald á heyplast var
sett á með lögum nr. 162, 20. des-
ember 2002 og kom til fullrar
framkvæmdar 1. janúar sl. og
hefst söfnun á plasti 1. júlí nk.
Miklu máli skiptir að söfnunar-
leiðir séu skilvirkar og afsetning
einföld. Slíkt er forsenda fyrir
lækkun gjaldsins.
Skilagjald á plastið krefst vigt-
unar og endurgreiðslukerfis til
bænda sem hefur í för með sér
kostnaðarauka. Þess í stað er lýst
yfir stuðningi við að hafa kerfið
einfalt og gjaldið lægra.
Samþykkt samhljóða.
Veiðar á mink
Búnaðarþing 2004 skorar á um-
hverfisráðherra að leita allra leiða
til þess að útrýma villimink úr ís-
lenskri náttúru. Minkurinn er mik-
ill skaðvaldur og veldur ómældu
tjóni á fuglalífi og á seiðum og
fiski í ám og vötnum. Mikilvægt j
er að nýta þann meðbyr og skiln-
ing sem virðist vera í þjóðfélaginu
um að taka á þeim vanda sem
minkurinn er.
Greinargerð:
Skipuð hefur verið 9 manna
nefnd á vegum umhverfisráðherra
sem er að skoða mögulega herferð
á hendur minks í náttúru Islands.
Um leið og þessari nefndarskipan
er fagnað þá er sú ósk látin í ljós
að starfi hennar ljúki með tillög-
um um útrýmingu hans.
Samþykkt samhljóða.
Veiðar á ref
Búnaðarþing 2004 skorar á um-
hverfisráðherra að beita sér nú þeg-
ar fyrir þvi að útvega nægilegt fjár-
magn til þess að Umhverfisstofhun
geti staðið við að greiða sama hlut-
fall út á refaveiðar eins og áður.
Greinargerð:
A síðasta ári sendi Umhverfis-
stofnun út orðsendingu til sveitar-
félaga þar sem fram kom að 2003
myndi endurgreiðsla ríkisins
verða 30% af greiðslu fyrir skot-
veiði í stað 50%. Þetta eru óþol-
andi vinnubrögð sérstaklega í ljósi
þess að umhverfisráðherra skipaði
í desember 2003 nefnd sem skoða
á leiðir til að halda refastofninum
í skeíjum. Það yrði skelfilegt um-
hverfisslys ef ekkert eða lítið yrði
unnið af ref á þessu ári en nú þeg-
ar hafa mörg sveitarfélög sagt upp
ráðnum refaveiðimönnum.
Búnaðarþing ætlast til þess að
nú náist samstaða með þessum að-
ilum um hertar aðgerðir á þessu
sviði. Þá fagnar þingið skipan of-
angreindrar nefndar.
Samþykkt samhljóða.
VIRÐISAUKASKATTUR AF REFA-
OG MINKAVEIÐUM
Búnaðarþing 2004 beinir því til
fjármálaráðherra að hann beiti sér
fyrir því að virðisaukaskattur af
veiðum á mink og ref verði endur-
greiddur. Engin rök eru fyrir því
að sveitarfélög þurfi að greiða
virðisaukaskatt af þessari þjónustu
umfram aðra aðkeypta þjónustu,
t.d. snjómokstur og sorphirðu.
Samþykkt samhljóða.
Friðun rjúpunnar
Búnaðarþing 2004 ályktar að nú
þegar þurfi að móta stefnu um
vemd rjúpnastofnsins þegar yfir-
standandi veiðibanni lýkur. Hug-
myndir um sölubann á rjúpum tel-
ur búnaðarþing óraunhæfar og
leggst gegn þeim.
Til að tryggja velferð rjúpna-
stofnsins álítur búnaðarþing afar
nauðsynlegt að fækka verulega
refum, minkum og mávum, sem á
rjúpuna herja.
Samþykkt samhljóða.
Ágangur álfta
OG FÆKKUN ÞEIRRA
Búnaðarþing 2004 áréttar fyrri
ályktun sína frá 2003 um tjón af
völdum álfta og skorar á stjóm BI
að fylgja málinu eftir.
Greinargerð:
Náttúrufræðistofnun dregur í
efa að álftum hafi fjölgað. Bænd-
ur vita betur. Vandann verður að
viðurkenna og bæta úr áður en í
óefni er komið.
Samþykkt samhljóða.
Frumvarp til laga um vernd-
un Mývatns og Laxár
í Suður-Þingeyjarsýslu
Búnaðarþing 2004 samþykkir
að þar sem gott samkomulag hafði
náðst um frumvarp til laga um
vemdun Laxár og Mývatns áður
en bráðabirgðaákvæði III var bætt
við frumvarpið beri að fella
bráðabirgðaákvæðið brott og af-
greiða frumvarpið án þess.
Samþykkt samhljóða.
Frumvarp til laga um breyt-
INGU Á LÖGUM NR. 64/1994,
UM VERND, FRIÐUN OG VEIÐAR Á
VILLTUM FUGLUM OG VILLTUM
SPENDÝRUM, MEÐ SÍÐARI
BREYTINGUM
Búnaðarþing 2004 hefur fengið
til umsagnar frumvarp til laga um
breytingu á lögum nr. 64/1994 um
vemd, ffiðun og veiðar á villtum
fuglum og spendýmm, með síðari
breytingum.
142 - Freyr 2/2004