Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.2004, Blaðsíða 19

Freyr - 01.03.2004, Blaðsíða 19
tíu árum voru framleiðendur í svínarækt 110 en í dag eru þeir einungis 17. Þetta er skelfileg þró- un og hann varaði kúabændur við að lenda í slíku. Ef 4-5 hætta í viðbót þá verður um algjört hrun að ræða því að það er styrkur af nágrönnum jafnvel þó þeir ljúgi hvor að öðrum. Fráfarandi for- maður Bændasamtakanna hefúr reynst svínabændum mikil stoð að undanfömu og kvaðst hann vænta sama bakhjarls í verðandi for- manni. Menn verða að læra af reynslu eins og þeirri með Mjólk- urfélag Reykjavíkur. Svipað virð- ist ætla að verða uppi á teningnum hjá Mata. Leggja verðu hart að KB-banka að búin, sem þeir reka nú, fari ekki á sama veg. Svína- bændur fengu synjun um að af- borganir lána hjá Lánasjóð land- búnaðarins yrðu færðar aftur fyrir eins og gert var fyrir sauðfjár- bændur. Ræðumaður kvaðst þó vera sammála þeirri afstöðu stjómar sjóðsins, enda eðlilegra að lána mönnum til skuldbreytinga frekar en að framlengja lánin. Ef menn eiga ekki fyrir nýjum leiðum þá verða menn að hugsa sinn gang varðandi rekstur sinn. Að síðustu tók hann undir með Sveini Ing- varssyni og kvað framtíð íslensks landbúnaðar ekki eingöngu velta á því hvað ákveðið væri á búnaðar- þingi heldur meira því sem samið væri um á alþjóðavettvangi. 16. Jóhannes Sveinbjörnsson. Ræðumaður kvað tillöguna um endurskoðun ákvæða sauðfjár- samnings búna að fara marga hrin- gi innan vébanda Landssamtaka sauðfjárbænda og því ekki þörf á frekari umræðu um hana á búnað- arþingi. Hann fjallaði næst um 3. þingmál, stefhumótun í landbún- aði í ljósi breyttra aðstæðna, og kvað það vera eitt mikilvægasta mál þingsins sem bæði snerti markaðsmálin og alþjóðasamning- ana. Hann kvaðst þeirrar skoðunar að gera þyrfti svokallaða s.v.ó.t- greiningu (styrkleiki-veikleiki- ógnir-tækifæri) fyrir hverja bú- grein fyrir sig með tilliti til að- stæðna hér á landi og í samkeppni- slöndunum. Við þurfum að búa okkur undir framtíðina en jafn- framt að líta til hennar með bjart- sýni. Að síðustu lýsti hann ánægju sinni með hversu margt hæft fólk hefði lýst yfir áhuga á að starfa í stjóm Bændasamtakanna, en fyrir það geta bændur verið þakklátir. 17. Gunnar Jónsson. Ræðumað- ur þakkaði í fyrstu fyrir góða setn- ingarathöfh og kvað í henni felast mikla uppörvun og hvatningu. Hann fjallaði síðan um sýn sína á Bændasamtökin og kvaðst eflaust nokkuð litaður af kjöri sínu sem fulltrúi sinnar búgreinar á þingið. Hlutverk Bændasamtakanna taldi hann eiga að vera að vinna í sam- eiginlegum hagsmunamálum landbúnaðarins en síður í sérhags- munamálum einstakra búgreina. Það veikir samtakamátt Bænda- samtakanna að þau séu að vasast í ítrustu samningagerð hverrar bú- greinar. Hann var þeirrar skoðunar að margir fæm offari í svokallaðri alþjóðavæðingu og svo virtist sem forsvarsmenn okkar væm á stund- um kaþólskari en páfinn í þeim efnum. Stundum er sem heyrist á máli þeirra að þeir ætli sér að vera á undan allri heimsbyggðinni í þeim efnum. Það þýðir þó ekki að stinga höfðinu í sandinn og horfast ekki í augu við þær breytingar sem em í farvatninu. Við þurfum hins vegar að reyna að halda sem mest í það sem við höfum áunnið okkur, byggt á sérstöðu okkar. Við verð- um að vera á varðbergi gagnvart hinum ítmstu markaðsöflum sem sjá hag sínum best borgið með innflutningi matvæla, án tillits til þess hvaðan þau koma og hvemig þau em ffamleidd. Markaðsöflin Svana Halldórsdóttir, Melum í Svarfaðardal. treysta því að lægra verð fái neyt- endur til þess að gleyma öllum kröfum um hollustu og gæði af- urðanna. Mikil vinna er framund- an í stefnumörkun fyrir landbún- aðinn. Islenska þjóðin á mikið undir landbúnaðinum komið enda fleiri sem lifa af framleiðslu sveit- anna en bændur einir. A þetta verðum við stöðugt að minna, ekki síst í tengslum við hugmyndir um að tvöfalda fjölda ferðamanna til landsins á næstu tíu ámm. Það er lítið spennandi að ferðast um sveitir landsins ef þar fer ekki fram blómlegur búskapur. Bændur og dreifbýlisfólk hefur lykilhlut- verki að gegna í framtíð ferða- þjónustunnar. Þá verða Bænda- samtökin að standa vörð í barátt- unni fyrir landeigendur. Fleira varðandi réttindi landeigenda er einnig til afgreiðslu á þessu þingi, s.s. veiðiréttarmál o.fl. 18. Svana Halldórsdóttir. Ræðu- maður gangrýndi fyrst formann Freyr 2/2004 - 19 |

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.