Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.2004, Blaðsíða 15

Freyr - 01.03.2004, Blaðsíða 15
markaðnum. Hann tók undir með Þórólfi Sveinssyni um að vinna þurfi að breytingum á samkeppn- islögum í þá veru að banna sölu á búvörum undir ffamleiðslukostn- aðarverði. Gott dæmi um hvaða afleiðingar slíkt getur haft er hvemig komið er fyrir “hvíta kjöt- inu” í dag. Þegar upp er staðið em það hins vegar neytendumir sem þurfa að borga brúsann þó að þeir fái til skamms tíma litið ódýrara kjöt. Búvörumarkaðurinn er kaupendamarkaður og þar er það látið óátalið af Samkeppnisstofn- un að einungis tveir aðilar séu að kaupa og hafí þannig öll tök fram- leiðenda í sínum höndum. Eina ráð framleiðenda er að reyna að ná samstöðu um verð til þess að streitast á móti, en það er síðan ekki heimilt samkvæmt sam- keppnislögum. Því þarf að skerpa ákvæði samkeppnislaga hvað þetta varðar og ekki síður að reyna að hafa áhrif á hugsunarhátt starfsmanna Samkeppnisstofnun- ar, sem greinilega skilgreina hlut- verk sitt mjög þröngt að þessu leyti. Þeir gerðu ekki einu sinni athugasemdir við það að framleið- andi hafi boðið kartöflur til sölu á sínum tíma fyrir kr. 4 á kg á sama tíma og pokinn utan um þær hafí kostað kr. 5, enda töldu þeir að slíkt hefði ekki skaðleg áhrif á samkeppni. Að síðustu lýsti hann því yfir að eftir hvatningu búnað- arþingsfulltrúa af Suðurlandi hefði hann ákveðið að gefa kost á sér i kjöri til stjómar Bændasam- takanna. 8. Örn Bergsson. Ræðumaður Qallaði í fyrstu um lífeyrismálin og störf sín í stjóm Lífeyrissjóðs bænda. Bændur þiggja mjög lágar lífeyrisgreiðslur, en það vandamál er sprottið af lágum launum þeir- ra. Það em hins vegar fleiri vanda- mál sem blasa við sjóðnum, en samkvæmt tryggingafræðilegri F.v.: Jóhann Ragnarsson, Laxárdal, Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson, Bakkakoti og Haraldur Benediktsson, Vestra-Reyni. úttekt á honum þá vantar enn 8,5% upp á að hann eigi fýrir framtíðarskuldbindingum sínum. Vonir standa hins vegar til að á næstu ámm náist að jafna þann mun. Greiðendum í sjóðinn fækk- ar stöðugt á sama tíma og þeim, sem þiggja úr honum lifeyri, fjölgar. Þá er meðaltími manna í sjóðnum fram að töku lífeyris að- eins 18 ár, sem veikir möguleika stjórnar sjóðsins til hámarks- ávöxtunar. Iðgjöldin á sl. ári námu um kr. 373 milljónum en lífeyrisgreiðslumar um kr. 600 miljónum. Stjóm sjóðsins hefúr boðað til fundar um málefni hans i apríl nk. þar sem prófessor Tryggvi Þór Herbertsson mun kynna úttekt á sjóðnum með hlið- sjón af þessari stöðu. I stefnuyfir- lýsingu ríkisstjómarinnar kemur hins vegar skýrt fram að hún ætli sér að bæta lífeyrisréttindi bænda og stjóm Bændasamtakanna verð- ur að ganga fast eftir efndum á henni. I þeim efnum hlýtur enn- fremur að verða tekið mið af þeim miklu úrbótum í lífeyrismálum sem verkalýðsfélögin eru að ganga frá við viðsemjendur sína um þessar mundir. Að síðustu bað hann fulltrúa að kynna sér fýrir- liggjandi skýrslu um starfsemi sjóðsins og sögu hans en hún ætti að auðvelda mönnum að átta sig á stöðu hans og þeim vanda sem sjóðurinn hefur við að glíma. 9. Sveinn Ingvarsson. Ræðu- maður lýsti í fýrstu yfir ánægju sinni með setningarathöfnina og taldi hana hafa mikið gildi fýrir þá sem fá þar tækifæri til að troða upp. Hafa ætti setningarathöfnina með þessum hætti á hverju ári. Þá fjallaði hann um mjólkursamning- inn og þakkaði þeim fúlltrúum sem staðið hefðu að álitsgerð þeirri um stöðumat og stefnu- mörkun í mjólkurframleiðslu sem verður lögð honum til grundvall- ar. Kvaðst hann ekki hafa átt von á svo jákvæðri útkomu þar og raun bar vitni og taldi miklu skip- ta að þessi sömu jákvæðu viðhorf Freyr 2/2004 - 15 |

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.