Freyr - 01.03.2004, Blaðsíða 16
Jóhannes H. Ríkharðsson,
Brúnastöðum í Fljótum.
endurspeglist í sjálfum samningn-
um. Hann taldi hins vegar ógnun
felast í væntanlegum alþjóða-
samningum og kvað WTO-samn-
ingana geta verið mjög hættulega
íyrir svæði eins og Island og mjög
íþyngjandi að vita ekki á þessari
stundu um endanlega útkomu
þeirra. í þessari samningalotu
verðum við að draga fram sér-
stöðu okkar og nýta okkur alla
sóknarmöguleika. En hvað er það
sem drífur WTO-samningana
áfram? Öllum má vera ljóst að að-
staða til framleiðslu á búvörum er
mjög misjöfn eftir hnattstöðu.
Koma verður í veg fyrir það að
með tilstuðlan WTO takist Qöl-
þjóðlegum auðhringum að skapa
sér tækifæri til þess að ná undir-
tökum í matvælaframleiðslu
heimsins. Sú framleiðsla má ekki
öll færast yfir á ódýrustu svæðin,
án tillits til áhrifa á umhverfíð og
þau samfélög sem þrífast annars
staðar á hnettinum. Það gæti orðið
erfítt að byggja ræktunarmenning-
una upp á ný eftir að hafa rifíð
hana niður með slíkum hætti. Ey-
land eins og ísland ætti að eiga
góða möguleika til þess að spyma
við fótum og verjast innflutningi,
en til þess að það megi takast
verðum við að geta sýnt fram á að
land okkar sé hreint hvað varðar
ýmsa sjúkdóma og byggja það á
athugunum sem gerðar hafa verið
með skipulegum hætti. Á vegum
yfirdýralæknis hefur verið hafín
undirbúningsvinna við slíka
skýrslugerð, en hún er þó enn sem
komið er með þeim annmörkum
að þar er ekki ijallað um sjúk-
dóma i sauðfé. í skýrslunni er lýst
hvemig standa má að slíkri athug-
un og hvaða kostnaður verði
henni samfara. Hann lagði jafn-
framt til að allsherjamefnd íjallaði
um málið í störfum sínum. Að síð-
ustu lýsti hann því yfír að hann
hafi, að áeggjan búnaðarþingsfull-
trúa af Suðurlandi, ákveðið að
gefa kost á sér til áframhaldandi
setu í stjóm Bændasamtakanna á
næsta kjörtímabili.
10. Egill Sigurðsson. Ræðumað-
ur þakkaði í fyrstu fyrir góða setn-
ingarathöfn og greinargóðar
skýrslur og gögn. Hann spurðist
siðan nánar fyrir um hugmyndir
stjómar um að nýta hluta arðs af
rekstri Hótel Sögu til þess að
mynda einhvers konar sjúkrasjóð
fyrir bændur, en upplýsingar þar
um virtust ekki að finna meðal
fundargagna. Hann lýsti hins veg-
ar stuðningi við málið, en áréttaði
að þama þurfí að standa vel að
kynningu og mótun úthlutunar-
reglna. Bændur eiga hins vegar
ekki í aðra sjóði að venda í þess-
um efnum og þessar hugmyndir
samræmast skoðunum þeirra sem
vilja að þessi eign sé nýtt til að
bæta kjör bænda. Þá lýsti hann
undmn sinni á því að ekki hafí
enn tekist að selja hótelin í eigu
Bændasamtakanna, enda væru
stöðugt að berast fréttir af nýjum
hótelum sem væm á teikniborðinu
hjá landsmönnum. Hann skoraði
því á næstu stjóm að ganga í þetta
verk og nýta arðinn af því til að
bæta bág lífeyriskjör bænda. Því
næst fjallaði hann um árekstra
samkeppnislaga og búvörulaga og
nauðsyn þess að inn í samkeppn-
islög komi ákvæði sem séu ásætt-
anleg fyrir landbúnaðinn hvað
varðar sölu á vöram undir fram-
leiðslukostnaði. Þá spurði hann
um reglur þær sem stjóm Bænda-
samtakanna var falið að vinna að
varðandi aðild lögaðila að sam-
tökunum. Á hvaða stigi er vinna
við gerð þeirra? Því næst fjallaði
hann um athugasemd Aðalsteins
Jónssonar vegna þingmáls nr. 22
og benti á að Sauðfjárbændafélag
Rangárvallasýslu hefði óskað eftir
því að þetta mál yrði lagt fyrir
þingið. Hann kvaðst hins vegar
sammála Aðalsteini í því að betra
væri að stefnumörkun í málefnum
hinna einstöku búgreina færi fram
innan þeirra sjálfra en ekki á bún-
aðarþingi. Að síðustu fjallaði
hann um landbótaáætlanir og lýsti
furðu sinni yfir því að einungis
væri gert ráð fyrir kr. 5 milljóna
framlagi vegna landbótaáætlana í
tengslum við gæðastýringu í sauð-
Qárrækt og taldi þar litla alvöra
fylgja máli.
11. Jóhannes H. Ríkharðsson.
Ræðumaður þakkaði í fyrstu fyrir
setningarathöfnina sem hann kvað
vel til þess fallna að hrista mann-
skapinn vel saman í upphafí þings.
Hann kvaðst kjörinn til þings sem
fulltrúi vistforeldra en starfa í raun
í fjóram búgreinum, þ.m.t. bæði
sauðfjár- og nautgriparækt. Vand-
ræðin á kjötmarkaðnum hafa legið
þungt á mönnum og þeim líður illa
að vera bjargarlausir við að koma
á þau böndum. Samkeppnislögin
hafa reynst handónýt í því sam-
bandi. Af þessu verðum við að
draga lærdóm fyrir framtíðina.
Innan fagfélaga okkar verjum við
116 - Freyr 2/2004