Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.2004, Blaðsíða 38

Freyr - 01.03.2004, Blaðsíða 38
íslensks kjöts bæði hérlendis og erlendis. Eftir því sem slíkar full- yrðingar eru betur studdar stað- reyndum eru þær líklegri til að skila árangri í sölu. Töluverðar rannsóknir hafa verið gerðar á eiginleikum íslensks lambakjöts sem hafa skilað jákvæðum niður- stöðum í markaðslegu tilliti, svo sem varðandi meymi og villibráð- arbragð. Vísbendingar em um já- kvæða eiginleika kjöts af íslensk- um grasbítum hvað varðar fitu- sýrusamsetningu sem nánar þarf að skoða hvemig tengist beit og fóðmn. Ahrif fiskimjölsfóðrunar á fítusýrusamsetningu og fleiri efnaþætti kjöts, eins og joð- og seleninnihald, er sömuleiðis mál sem vert væri að skoða nánar og gæti tekið til allra kjöttegunda. Smærri styrkir til nemendaverk- efna geta verið góð viðbót við stærri rannsóknaverkefni, auk þess sem slíkt stuðlar að nýliðun á fagsviðinu. Áherslu þarf að leggja á vinnslu leiðbeiningaefnis er nýt- ist i markaðsstarfi. Samþykkt samhljóða. Framleiðslu- og mark- aðsnefnd Upprunamerking matvæla Búnaðarþing 2004 beinir því til umhverfisráðherra/Umhverfis- stofnunar að gerðar verði breyting- ar á reglum um merkingar matvæla þannig að upprunaland komi skýrt fram á merkingum vömnnar. Þá leggur búnaðarþing til að allar inn- lendar búvömr verði skýrt merktar skrásettu vörumerki. Greinargerð: Aukinn innflutningur landbún- aðarafúrða kallar á skýrar merk- ingar um upprunaland vömnnar. Neytendur verða að geta séð á merkingum matvæla hvaðan þær eru upprunnar. Gott dæmi er að eftir að inn- flutningur grænmetis var gefinn frjáls og tollar lækkaðir eða af- numdir hafa innlendir framleið- endur í auknum mæli aðgreint framleiðslu sína sem íslenska og merkt sérstaklega. Þetta á einnig við um aðra framleiðslu. Við þessu hafa innflutningsaðilar bmgðist á þann hátt að þeir hafa “íslenskað” merkingar á innflutt- um vömm og þannig gefið í skyn að varan gæti verið innlend að uppruna, án þess að geta þess sér- staklega. Dæmi um þetta em inn- fluttir sveppir merktir “Náttúra”. Hollt og Gott salat með mynd af íslensku landslagi o.fl. Hér er greinilega verið að villa um fyrir neytendum og því þörf á skýrari reglum. Samþykkt samhljóða. Endurskoðun SAUÐFJÁRSAMNINGS Búnaðarþing 2004 samþykkir að vísa máli 22 um endurskoðun sauðfjársamnings til Landssam- taka sauðijárbænda. Samþykkt samhljóða. Fjárveiting til landbótasjóðs Búnaðarþing 2004 skorar á landbúnaðarráðherra að sjá til þess að staðið verði að fúllu við fjárveitingu til Landbótasjóðs samkvæmt landgræðsluáætlun 2003-2014. Fimmtán milljónir kr. vantar nú þegar á að staðið hafi verið við framlög til sjóðsins á fjárlögum 2004 sem nauðsynlegt er að bæta úr með aukafjárveitingu á yfir- standandi ári. Samþykkt samhljóða. Kornmarkaður Búnaðarþing 2004 felur stjóm Bændasamtaka Islands að láta kanna fjárhagslegt umhverfi bygg- ffamleiðslu á Islandi miðað við ná- grannalöndin og möguleika mark- aðssetningar byggafurða innan- lands. Skýrðar verði reglur um við- skipti og meðferð vörunnar. Greinargerð: Komrækt eykst hröðum skref- um. Á síðasta ári var uppskera sem sló öll fýrri met. Til að kom- ræktin þróist áfram þarf að koma á virkum markaði með þær bygg- afúrðir sem ræktendur nýta ekki á sínum búurn. Gæta þarf þess að bændur séu upplýstir um þær tak- markanir er kunna að vera á flutn- ingi á vömnni milli bæja og hér- aða. Kanna þarf áhuga korn- bænda, hagsmunaaðila, fóðursala, fóðurkaupenda og fleiri. I ná- grannalöndum okkar er mjög virkur markaður og er rétt að kanna hvort af slíku gæti orðið hér. Samþykkt samhljóða. Úrelding gróðurhúsa Búnaðarþing skorar á landbún- aðarráðherra að hann beiti sér fyr- ir því að fjármagn fáist til úreld- ingar gróðurhúsa í blómarækt. Greinargerð: I aðlögunarsamningi, sem gerð- ur var við grænmetisframleiðend- ur árið 2002, er lagt fram fé til úr- eldingar gróðurhúsa fyrir allt að 30 milljónir króna á ári í 5 ár. Þeir fjármunir eru einungis ætlaðir þeim framleiðendum sem vom í grænmetisframleiðslu við upphaf samningstímans. Miklir rekstrar- erfiðleikar hafa verið í blómarækt undanfarin ár, m.a. vegna offram- leiðslu. Líkur em á að blómafram- leiðendur taki gróðurhús sín undir grænmetisrækt eða garðplöntu- framleiðslu ef svo heldur fram sem horfir. Vitað er um blóma- framleiðendur sem hafa sótt um beingreiðslur vegna grænmetis- framleiðslu fyrir ræktunarárið 2004. Slík þróun myndi kollvarpa markaðsaðstæðum í öllum fram- | 38 - Freyr 2/2004

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.