Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.2004, Blaðsíða 36

Freyr - 01.03.2004, Blaðsíða 36
búnaðinn sem landbúnaðarráð- herra hefur boðað. Samþykkt samhljóða. „ÁSÝND ÍSLANDSBYGGÐAR UM ALDAMÓT“. Átaksverkefni UM UPPBYGGINGU ÁTTHAGA- MYNDASAFNS MATS . WlBE LUND Leitað hefur verið þátttöku Bændasamtakanna við uppbygg- ingu aðgengilegs safns með myndum Mats Wibe Lund. Marg- ar mynda hans eru sem kunnugt er merkar heimildir um íslenskar sveitir. Ljóst er að framlög til þessa verkefnis fara ekki á fjár- hagsáætlun fyrir árið 2004 en ekki er útilokað að hægt sé að afla styrkja til þátttöku. Búnaðarþing leggur því til að málinu verði vís- að til stjómar. Samþykkt samhljóða. Frumvörp til jarðalaga OG ÁBÚÐARLAGA Búnaðarþing 2004 hefur fengið til umsagnar frumvörp til jarða- laga og ábúðalaga. Þingið leggur til að málinu verði vísað til milli- þinganefndar Bændasamtakanna sem hafði frumvörpin til umsagn- ar á vinnslustigi. Samþykkt samhljóða. Félagsmálanefnd Flutningur á starfsemi Bændasamtaka Íslands Búnaðarþing 2004 beinir því til stjómar Bændasamtaka íslands að móta stefnu sem lögð verði fyrir búnaðarþing 2005 um hvar ein- stök starfssvið Bændasamtakanna skuli vistuð í framtiðinni. Greinargerð: Fyrir liggur að Hótel Saga er til sölu. Á búnaðarþingi 2002 var samþykkt ákveðin stefiia um fram- tíðaraðsetur Bændasamtakanna. Búnaðarþing 2004 trlur tímabært að útfæra þessa stefnu nánar varð- andi ráðgjafarþjónustu Bændasam- takana sem og alla aðra starfsemi þeirra. Komi til þessara flutninga fer eðli málsins samkvæmt um leið ffarn ákveðin endurskoðun eða út- tekt á starfsemi samtakanna. Samþykkt samhljóða. Endurskoðun samstarfssamn- inga við búgreinasambönd Búnaðarþing 2004 samþykkir að fara í endurskoðun á samstarfs- samningum búgreinasamband- anna og Bændasamtaka Islands. Bændasamtök Islands munu ekki hafa frumkvæði að slíkri endur- skoðun en lýsa sig reiðubúin til að fara í þá vinnu óski búgreinasam- böndin eftir því. Einnig eru Bændasamtök íslands reiðubúin að standa að gerð samninga við þau búgreinasambönd sem engan samstarfssamning hafa. Búnaðar- þing leggur áherslu á að verka- skipting Bændasamtaka íslands og búgreinasambanda sé skýr. Samþykkt samhljóða. Tekjur búnaðarsambanda AF BÚNAÐARGJALDI Búnaðarþing 2004 beinir því til búnaðarsambanda að þau tryggi að þær tekjur sem þeim berast í formi búnaðargjalds skili sér til framleiðenda í formi þjónustu og / eða fjárframlaga. Samþykkt samhljóða. Lifandi landbúnaður Búnaðarþing 2004 samþykkir framlag til Lifandi landbúnaðar til næstu þriggja ára, 2004 til 2006. Lögð verði til skrifstofuaðstaða, eins og verið hefur, auk 700.000 kr. á ári í þrjú ár í rekstrarfé. Greinargerð: Sótt hefur verið um styrk í starfsmenntasjóð Leonardo. Framtíð Lifandi landbúnaðar velt- ur að verulegu leyti á afdrifum þeirrar umsóknar. Skilyrði fyrir að styrkur fáist er að mótframlag fá- ist frá innlendum aðilum. Samþykkt samhljóða. Samningur um vistun barna Á SVEITAHEIMILUM Búnaðarþing 2004 samþykkir að beina því til stjómar Bænda- samtaka Islands að aðstoða Landssamtök vistforeldra í sveit- um við að koma á rammasamn- ingi milli félagsmálayfirvalda sveitarfélaga og vistforeldra í sveitum vegna dvalar bama á veg- um félagsmálayfírvalda á sveita- heimilum. Greinargerð: Mjög misjafnt er hvemig staðið er að samningum um dvöl bama á vegum félagsmálayfírvalda á sveitaheimilum. Nauðsynlegt er að til sé staðlað samningsform um sem flesta þætti þessarar starf- semi. Þar þarf að koma fram með- al annars: *• Hvað á að greiða með baminu og hvaða kostnað á að fjár- magna með þeim greiðslum? * Hvemig fara skuli með ferða- kostnað? *■ Hvernig standa á að tóm- stundaiðkun? *■ Hvemig standa á að trygging- um? * Hver em réttindi og skyldur foreldra og fósturforeldra? * Ákvæði um tryggingu fyrir að skólayfirvöld í viðkomandi sveitarfélagi fái aukakostnað vegna dvalar bamsins í skóla greiddan og þau séu tilbúin að vista bamið í skóla. Samþykkt samhljóða. Sjúkrasjóður bænda Búnaðarþing 2004 samþykkir að stofna sjúkrasjóð Bændasam- taka Islands. Tilgangur sjóðsins er að koma bændum til aðstoðar, verði þeir eða böm þeirra fyrir al- varlegum slysum eða sjúkdómum. | 36 - Freyr 2/2004

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.