Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.2004, Blaðsíða 41

Freyr - 01.03.2004, Blaðsíða 41
Kjaranefnd Lífeyrismál bænda Búnaðarþing 2004 beinir því til stjómar Bændasamtaka Islands að taka lífeyrismál bænda til sér- stakrar skoðunar og ganga sem fyrst til viðræðna við stjómvöld um hækkun á mótffamlagi í Líf- eyrissjóð bænda til samræmis við það sem um var samið í nýgerðum kjarasamningum. Jafnframt minn- ir þingið á ákvæði í sáttmála ríkis- stjómarinnar um lífeyrismál bænda. Samþykkt samhljóða. Tryggingaþörf og Bjargráðasjóður Búnaðarþing 2004 beinir því til stjómar Bændasamtaka Islands að láta meta tryggingaþörf í landbúnaði og hvers virði sú tryggingavemd er sem felst í starffækslu Bjargráða- sjóðs. Greinargerð um málið verði lögð fyrir búnaðarþing 2005. Greinargerð: I ffamhaldi af ályktun Búnaðar- þings 2002 fól stjóm Bændasam- taka Islands Emu Bjamadóttur að kanna, í samráði við Birgi Blön- dal, hvaða valkostir um trygging- ar væm í boði. Hún vann ágæta forkönnun málsins. Full þörf er á að þetta mál verði unnið til hlítar. Samþykkt samhljóða. Flutningskostnaður í LANDBÚNAÐI Búnaðarþing 2004 samþykkir að beina því til stjómar Bænda- samtaka Islands að bera saman skattheimtu og niðurgreiðslur á flutningi aðfanga og afúrða í land- búnaði hér á landi og í nágranna- löndunum. Greinargerð: Flutningur aðfanga og afúrða er stór útgjaldaliður í búrekstri. Leiði könnunin í ljós að um mis- munandi skattheimtu, afslætti eða niðurgreiðslur sé að ræða í saman- burðarlöndunum verði athugað hvort sama kerfi geti átt við hér á landi. Samþykkt samhljóða. Lánsfjármögnun í landbúnaði Búnaðarþing 2004 telur nauð- synlegt að fram fari gmndvallar- skoðun á því hvemig lánsfjárþörf landbúnaðarins verði best mætt. Þingið felur stjóm Bændasamtaka Islands að vinna að framgangi málsins og leggja drög að stefnu- mörkun fyrir búnaðarþing 2005. Greinargerð: A mörgum undangengnum búnaðarþingum hefúr verið fjall- að um málefni Lánasjóðs land- búnaðarins enda sér hann land- búnaðinum fyrir meirihluta af því j langtímafjármagni sem atvinnu- greinin þarf á hverjum tíma. Á ár- unum 1995 til 1997 höfðu Bændasamtök Islands fmmkvæði að endurskoðun á lögum um Stofnlánadeild landbúnaðarins. Vinnan fór fram í góðu samstarfi við landbúnaðarráðherra sem skipaði nefnd til að undirbúa breytingu deildarinnar í Fánasjóð landbúnaðarins. Fullyrða má að j þessi vinna skilaði góðum ár- j angri. M.a. í ljósi þess að fjármagns- markaðurinn hefur breyst mikið undangengin ár og viðhorf til inn- heimtu sjóðagjalda breytast, telur búnaðarþing nauðsynlegt að fram fari grandvallarskoðun á því j hvemig fjármagnsþörf landbún- | aðarins verði best mætt. Þar komi til skoðunar rekstrarlán jafnt sem fjármagn til lengri tíma. Að því er varðar Lánasjóð land- búnaðarins þarf einkum að skoða gmndvallaratriði, svo sem hvort ekki sé rétt að draga úr innheimtu sjóðagjalda til niðurgreiðslu vaxta svo og hvort ekki sé rétt að víkja frá þeirri reglu að lánveitingar skuli einungis tryggðar á 1. veð- rétti. Rétt er að minna á að Lánasjóð- urinn er í eigu ríkisins en í lögum hans er áskilið að arður af eigin fé skuli nýttur til að lækka vexti á út- lánum. Eigið fé er nálægt þrem milljörðum kr. og vandséð hvem- ig það getur nýst bændum með öðmm hætti en í gegnum lánveit- ingar. Eðlilegt er að forvinna málið fyrir næsta búnaðarþing og taka þá afstöðu til þeirra kosta sem í málinu kunna að vera. Samþykkt samhljóða. Umhverfis- og jarðrækt- arnefnd Skipulag ræktunarlands Búnaðarþing 2004 bendir á að land, sem auðunnið er til tún- og akurræktar, kann í framtíðinni að þykja verðmætara en nú. Búnað- arþing beinir því til umráðamanna þess konar lands að hafa þetta í huga. Greinargerð: Ræktað land og auðræktanlegt land er sist of mikið á íslandi. Ráðstöfun lands til mjög langs tíma, t.d. með skógrækt, getur fyrr eða síðar rekist á við þörf til ann- arrar ræktunar. Skógur þrífst hins vegar oft ágætlega á landi sem ekki verður ræktað með öðm móti. Samþykkt samhljóða. Kolefnisbinding með land- GRÆÐSLU OG SKÓGRÆKT Búnaðarþing 2004 beinir því til stjómar Bændasamtaka Islands að halda vöku sinni og skoða alla möguleika á aðkomu bænda við bindingu kolefnis í tengslum við Kyoto-bókunina um takmörkun á losun gróðurhúsalofttegunda. Freyr 2/2004 - 41 |

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.