Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.2004, Blaðsíða 24

Freyr - 01.03.2004, Blaðsíða 24
Jón Benediksson, Auðnum, S.-Þing. þurfa að beita sér fyrir því að þessi tjárhæð verði hækkuð veru- lega. Þá ijallaði hann um nýjan sjúkdóm sem nýverið hefði kornið upp í gulrófúm, fóðurkáli o.fl., kálaæxli, og varaði við því að sjúkdómurinn yrði landlægur. Kvaðst hann mundu taka málið upp við umhverfis- og jarðræktar- nefnd þingsins. Að siðustu fagn- aði hann því að veiðar á villtum mink væru nú flokkaðar með veiðum á músum og rottum, en taldi að bæta ætti villirefnum einnig í þann flokk. 29. Birna Þorsteinsdóttir. Ræðumaður þakkaði í fyrstu fyrir hlýjar kveðjur til nýrra fulltrúa á þinginu. Hún kvaðst vera fúlltrúi kúabænda á þinginu og sagði sér leiðast allt það rollutal sem þar færi fram og ætti ekki neitt erindi við þingið. Hún fagnaði tillögu sem fyrir þinginu lægi um endur- skoðun samstarfssamninga Bændasamtakanna við búgreina- samtökin. Búnaðarþing á ein- göngu að vera vettvangur fyrir sameiginleg mál búgreinanna. Mörg brýn mál liggja fyrir þing- inu, s.s. lífeyrismálin og sjúkra- sjóður, sem sárlega hefur vantað í gegnum tíðina. Þá lýsti hún ánægju sinni með það að fjárveit- ingum til verkefnisins “Dagur með bónda” hafi verið komið í fast form, en sjálf hefur hún verið „skólabóndi“ sl. 3-4 vetur. I þeim efnum er verið að vinna gott starf og “skólabændur” fá þar tækifæri til þess að hafa góð áhrif á ung- viðið, sem undantekningarlítið hlustar hugfangið á það sem þeir hafa fram að færa. „Skólabændur“ leggja aðal áhersluna á að sýna fram á jákvæða ásýnd landbúnað- arins. Bændur eiga að vera já- kvæðir, líkt og landbúnaðarráð- herra, en ekki sífellt kveinandi og kvartandi. Bændum er falin mikil ábyrgð sem vörslumenn landsins og þeir verða að skila því í betra ásigkomulagi til komandi kyn- slóða. Bændur þurfa að geta litið á býli sín með augum ferða- mannsins, en i þeim efnum hefur gott starf verið unnið á vegum verkefnisins “Fegurri sveitir” og er það miður ef það leggst af með öllu. Að síðustu fjallaði hún um fráveitumálin, en í þeim er víða pottur brotinn, og þar hafa mörg sveitarfélaganna staðið sig mjög illa í að aðstoða bændur við að koma þeim í viðunandi horf. 30. Jón Benediktsson. Ræðu- maður þakkaði í fyrstu íyrir fram- lagðar skýrslur og gögn og bauð nýja fúlltrúa velkomna til þings. Það er flókið viðfangsefni að reyna að ráða í það hvert stefnir í landbúnaðarmálunum meðan allt það sem snýr að alþjóðasamning- um er enn í fúllkominni óvissu. Það er erfitt nú að gera starfsum- hverfið þannig úr garði að það geti fallið að hugsanlegum niður- stöðum alþjóðasamninga á næstu árum, hverjar svo sem þær munu verða. Hann gat þess síðan að fyr- ir um níu árum hefði erlendur sér- fræðingur spáð nákvæmlega til um hver yrði þróunin í kjötmark- aðnum, þ.e. með samþjöppun í framleiðslunni. Eina svar bænda við því væri samþjöppun í úr- vinnslunni, en það ætti jafnt eins við í mjólkuriðnaðinum. Fullvíst má telja að samkeppnisyfírvöld muni setja sig á móti slíkum að- gerðum þó að þau hafi lítt skipt sér af samþjöppun í smásölunni. Kjötiðnaðurinn virðist þó sem betur fer vera að byrja að rísa úr öskustónni og ná fótfestu á nýjum forsendum og með nýjum starfs- aðferðum. Mjólkuriðnaðurinn á eftir að fara í gegnum allt þetta ferli og þar verður ugglaust harð- ur slagur. Spumingin með al- þjóðasamningana er ekki hvert stefnt verður heldur hversu langt verður gengið hvað innflumings- vemd varðar. Niðurstaðan verður hins vegar ömgglega minni stuðn- ingur við landbúnað, sem er í beinum tengslum við þær aðgerð- ir sem Evrópusambandið hyggst grípa til vegna stækkunar þess. Kornverð í Evrópu hefur þó hækkað vegna uppskembrests. Að síðustu fjallaði hann um afúrða- lánin, en það kom ekki í ljós fyrr en seint í ágúst sl. að Byggða- stofnun væri reiðubúin til þess að veita bakábyrgð fyrir afurðalánin, en Landsbankinn hækkaði engu að síður vexti þeirra í kjölfarið. Búvömlögin frá 1985 virðast gefa lánastofnunum nánast ótakmark- að veiðileyfi á sláturleyfishafana í þessum efnum vegna þeirra kvaða sem á þeim hvíla við að standa strax í skilum við framleiðendur. 31. Arnar Bjarni Eiríksson. Ræðumaður kvað umræður á bún- aðarþingi oft hafa verið skemmti- legri og óttaðist að hann væri ófær um að bæta þar úr. Hann kvartaði yfir forsjárhyggju þeirri, sem virt- | 24 - Freyr 2/2004

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.