Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.2004, Blaðsíða 26

Freyr - 01.03.2004, Blaðsíða 26
Einar Ófeigur Björnsson, Lóni II. i Kelduhverfi. væru reiðubúnir til þess að starfa fyrir þá að viðlíka einurð og Ari Teitsson hefði gert. Sú umræða sem hér hefur farið fram um hvort taka eigi upp viss ákvæði sauðfjársamningsins sýna okkur fram á nauðsyn þess að breyta verkaskiptasamningunum milli Bændasamtakanna og búgreinafé- laganna í þá veru að þau hafi fullt forræði í eigin málum þannig að við getum hætt að eyða tíma bún- aðarþings í umQöllun um þau. Að síðustu fjallaði hann um stjómar- kjör og fonnannskosningu sem framundan væru og bar í brjósti þá von að allir myndu koma heilir frá þeirri baráttu. Það ríður á að þeir, sem kosningu hljóta, nái að viðhalda samstöðunni innan Bændasamtakanna með áfram- haldandi samvinnu búgreinanna um sameiginleg hagsmunamál þeirra og fólksins sem byggir sveitir landsins. 35. Sigurgeir Þorgeirsson. Ræðumaður svaraði fyrirspumum sem til hans var beint í umræðun- um. Hann kvaðst skilja óánægj- una með pappírsflóðið en benti á að kerfíð vegna umsókna um þró- unarstyrki væri allt gert upp í sér- stökum verkefnaflokkum og því væri mun dýrara og óhagkvæmara fyrir Bændasamtökin að hand- flokka í umslögin. Talsvert virðist hins vegar bera á því að bændur sæki um þróunarstyrki vegna ým- issa framkvæmda án mikillar ígrundunar. Því þyrfti hugsanlega að lengja umsóknarfrestinn. Hann kvaðst bera fulla ábyrgð á því að reikningum vegna nautgripa- merkjanna hafí verið skuldajafnað við beingreiðslur. Hér er um opin- bera ákvörðun og skylduþátttöku að ræða og því ekki mikill grein- armunur á þessu og skuldajöfnun opinberra gjalda, auk þess sem þetta sparar Bændasamtökunum ómælda vinnu sem aftur skilar sér i lægra verði merkjanna. Hann harmaði að ekki hafí enn tekist að ganga frá útfærslu reglna um fé- lagsaðild lögaðila að Bændasam- tökunum, en hét úrbótum fyrir næsta búnaðarþing. Síðasta bún- aðarþing lagði áherslu á aukna upplýsingamiðlun til bænda um alþjóðamálin og því taldi hann ósanngjamt að menn töluðu nú um hræðsluáróður vegna WTO- mála. Viss atriði WTO-samning- anna liggja þegar fyrir þó að við vitum ekki endanlega niðurstöðu samninganna í heild á þessum tímapunkti. Það er skylda okkar að kynna íyrir bændum mat okkar á því hverjar við teljum niðurstöð- umar verða. Evrópusambandið er þegar að sníða styrkjakerfi sitt að því sem þeir telja að muni verða niðurstaðan innan WTO. Þar með er hins vegar ekki sagt að við eig- um að hlaupa til og gera ótíma- bærar breytingar. Bændasamtökin höfðu enga aðkomu að þeim samningum, sem nú vom að nást á hinum almenna vinnumarkaði, en ein mikilvægasta kjarabótin þar er hækkun mótframlags í lífeyris- sjóð úr 6 í 8%. Þetta hlýtur að hvetja okkur til þess að gera kröfu um hækkun greiðslna ríkisins á mótframlagi til Lífeyrissjóðs bænda. Ríkisstjómin er með það í málefnasamningi sínum að bæta skuli lífeyrisréttindi bænda og við verðum að ganga hart eftir efnd- um á því ákvæði. 36. Ari Teitsson. Ræðumaður svaraði fýrirspumum sem beint var til hans í umræðunum, sem hann kvað hafa verið bæði góðar og málefnalegar. Stjóm Bænda- samtakanna hefur ítrekað rætt við landbúnaðarráðherra um efndir á áformum ríkisstjórnarinnar um bætt lífeyrisréttindi bænda. Við höfum nú fengið ný vopn í hend- umar í þeim efnum með þeim samningum sem gerðir vom á hin- um almenna vinnumarkaði. Varð- andi hugmyndir um að gerð verði úttekt á starfsemi Bændasamtak- anna þá benti hann á að ekki væm nema 4-5 ár síðan síðast var gerð ítarleg sérfræðiúttekt á rekstri, stjómun og viðfangsefnum sam- takanna, en í framhaldi af henni kom núgildandi skipurit samtak- anna. Þá benti hann á að erindi, sem haldin hafí verið á Fræða- þingi landbúnaðarins, um lofts- lagsbreytingar væri að finna í riti þar sem erindi á Fræðaþinginu em birt, en vissulega gæti verið ástæða til þess að birta útdrátt úr þeim í Frey eða Bændablaðinu. Síðasta búnaðarþing ákvað að leg- gja ORF-líftækni lið og því eiga Bændasamtökin þar nú hlut að máli og bera vissa ábyrgð. Horft hefur verið til verkefhisins sem nýjan möguleika í atvinnumálum landsbyggðarinnar. ORF hyggst rækta bygg með erfðabreyttum eiginleikum sem býður upp á margvíslega möguleika, s.s. fram- leiðslu rannsóknarpróteina og próteinlyfja, en þau em þess eðlis 126 - Freyr 2/2004

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.