Freyr

Volume

Freyr - 01.06.2002, Page 5

Freyr - 01.06.2002, Page 5
Blendingsrækt er mjög algeng I Bretlandi og víðar I Evrópu. Myndin sýnir breskar ær með lömb undan Suffolk hrútum. mikil áhrif á þann tíma sem þær geta varið til matreiðslu og þar með matarhætti heimilisins. Sá tími sem nú er notaður til mat- reiðslu mun minnka, fjölskyldu- stærðin lítur út fyrir að minnka, matarvenjur, matmálstímar og skammtastærðir þurfa að breytast í samræmi við það. Þróunin er sú að máltíðimar verða óformle- gri - fjölskyldan hættir að safnast saman við eldhúsborðið á ákveðnum tímum og spjalla og njóta matarins. Þetta er ekki að- eins þróun sem er að gera vart við sig í Bretlandi heldur um alla Evrópu. Hlutur verslunarinnar skiptir miklu máli í vömvali neytandans. Verslanakeðjum hefúr ijölgað á kostnað lítilla verslana, gjaman sérverslana. Samkeppnin milli verslana eykst, ekki eingöngu innan landa heldur einnig milli Evrópulandanna. I Bretlandi hefúr haslað sér völl bandarísk verslanakeðja sem byggir á nýj- um, daglegum tilboðum, frekar en því sem hefúr tíðkast hjá hinum evrópsku verslunum þ.e. að bjóða og leggja fram vöm sem nær athygli neytandans á útliti og framsetningu. Evrópskar versl- anakeðjur stefna í það að verða sífellt stærri. Þær keppa fyrst og fremst hver við aðra. A sama hátt verða vinnslufyrirtæki kjöts víða um Evrópu sífellt stærri og háðari viðskiptavinum sínum (versl- ununum). Þær leggja línumar fyrir framleiðslu á vömflokkum og þrýsta á stórar kjötvinnslur um að útvega þá með sem minnstum tilkostnaði. Bændumir, sem em fyrstir í ffamleiðslukeðjunni, hor- fast í augu við minnkandi tekjur. Styrkir Evrópusambandsins lækka og hluti af því, sem markaðurinn gefúr, fer í að styrkja viðkomandi vöm í sessi vegna aukinnar samkeppni ffá öðmm vömm. Búfjárhald er orðið aðeins lítið brot af öllum þeim þáttum sem hafa áhrif á kjötneysluna. Engu að síður skapar það hvemig var- an er ffamleidd viðhorf meðal neytenda. Það tengist umgengni og umhverfi við búféð (dýravel- ferðarsjónarmið), hvers konar fóðmnarhættir em valdir (heilsu- viðhorf), og af hve mikilli ná- kvæmni hlutimir em fram- kvæmdir (öryggissjónarmið). Mikilvægi þessara þátta er þó breytilegt eftir búfjártegund. Næsta umhverfí neytandans sjálfs (stærð heimilis, vinnutími, ffítími o.þ.h.) og samkeppni milli verslananna hefúr mikil áhrif á það hvað hann fær fýrir pening- inn. Hversu auðvelt er að mat- búa vömna hefúr líka eðlilega áhrif á verðið. Staðreyndin er sú að þrátt fýrir að tekjur heimil- anna hafi aukist fer minni hluti þeirra en áður til matarkaupa. Matarútgjöld lækka á listanum um nauðsynjar og sumir neytend- ur hafa efni á því að horfa fram hjá verði matvörunnar en spyija ffekar að því hvemig hún sé framleidd. í Bretlandi jukust tekjur um 13% á 10 ára tímabil- inu 1989-1999 en á sama tíma fór hlutdeild tekna sem eytt var til matarinnkaupa úr 19% í 17%. N EYTENDAKANNANIR Hægt er að meta viðhorf neyt- enda gagnvart vöm á þrennan hátt; með gæðakönnunum, magn- könnunum og raunverulegum sölutölum viðkomandi vöm. Gæðakannanir fela í sér bein samtöl við neytendur til að fá upp- lýsingar um hugmyndir þeirra og viðhorf er varða gæði vöm. Yfír- leitt er talað við eina manneskju í einu til að kanna viðhorf hennar en stundum er rætt við hóp. Hin síðari ár hafa slíkar kannanir verið notaðar með góðum árangri hjá MLC* (Meat and Lifestock Commission) í Bretlandi til að þróa markaðinn og leggja línumar um það hvemig vörunni er stillt upp fyrir neytandann. Magnkannanir em meira bein söfnun upplýsinga um kaup neyt- enda og em gjaman á formi beinna spuminga um viðhorf þeirra. Oft er þetta ffamkvæmt í Freyr 5/2002 - 5

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.