Freyr - 01.06.2002, Side 10
Velskar ær með lömb I færanlegu gerði, tilbúnar til rúnings. Fjárhirðir með
tvo fjárhunda í baksýn heldur á lambi. Á þetta land er beitt fé allt árið, gefið
er með beit seinni hluta vetrar og flestar ærnar bera i april.
Breytingar til að
STYÐJA ÁKVEÐIN LANDSVÆÐ
í áætlun frá árinu 2000 sem
nær til 2006 (Agenda 2000) er
lögð mikil áhersla á uppbyggingu
eftir kúariðufaraldurinn. Gert
var ráð fyrir 10% minni neyslu
nautgripaafurða á árinu 2001 og
því lögð áhersla á að stofninn
minnkaði. Aukinn stuðningur er
nú á lífræna framleiðslu og færri
gripi á flatareiningu.
Breytingar á styrkjakerfi
TIL HÁLENDISBYGGÐA
Stór hluti dreifbýlisbyggðar í
Bretlandi er skilgreindur sem
Qalla- og hálendisbyggð. I nokk-
ur ár hafa bændur á slíkum
svæðum notið styrkja á hverja
kind eða nautgrip og hafa heild-
arbeingreiðslur numið þriðjungi
til fjórðungi nettótekna bænd-
anna. Um 35% beingreiðslnanna
kemur vegna staðsetningar býlis-
ins, hinn hlutinn kemur gegnum
umhverfisstyrki, ferðaþjónustu-
styrki og styrki vegna lífrænnar
ræktunar, auk ýmissa aðlögunar-
og sérstöðustyrkja.
Arið 2001 varð mikil breyting
á styrkjakerfi í fjalla- og hálend-
isbyggðunum þegar byrjað var að
greiða út á stærð landsvæðis en
ekki skepnufjölda. I fyrstunni
tapa viðkomandi bændur ekki
styrknum en til að tryggja sér há-
marksstyrkveitingu verða margir
að gera breytingar á rekstri sín-
um. Greiðslumar geta verið
vegna aðlögunar að takmörkun-
um sem settar vegna tillits til um-
hverfis, takmarkaðs fjölda búfjár
á flatareiningu, lífrænni fram-
leiðslu o.fl.
ALHEIMSVIÐHORF - BREYTINGAR
Á BEINUM STYRKVEITINGUM
Alþjóða viðskiptastofnunin
(World Trade Organization,
WTO) telur Evrópusambandið
greiða of mikið í beinan mark-
aðsstuðning vegna landbúnaðar-
vara. Það hefúr þó breyst, var
talið vera um 70% árið 1993 en
fór niður í 30% árið 2001 og
mun lækka áfram. Tilhneigingin
er í þá átt að mjakast yfir í um-
hverfisvænni styrki; úr stuðningi
á hvem grip yfir í stuðning á
stærð landsvæðis o.þ.h. Þetta
hófst, eins og áður hefur komið
fram, árið 2000 (Agenda 2000)
og á eftir að verða víðtækara.
Nefndir Evrópusambandsins
hafa sýnt mikinn áhuga á að fara
frá beinum framleiðslutengdum
styrkjum yfir í umhverfisvænt
styrkjakerfi. Bretland er að að-
laga sig að slíku styrkjakerfi og í
mars 2001 var ákveðið að horfa
til nýs og einfaldara styrkjakerfis
til bænda í fjalla- og hálendis-
byggðum og veita styrki út á við-
hald landslags, villts lífs í náttúr-
unni og menningararfs, auk fram-
leiðslunnar.
Með tilkomu styrkjakerfa til
jaðarsvæða í ársbyrjun 2000 opn-
uðust möguleikar fyrir mörg ríki
ESB að sækja um margbreytilega
styrki, einkum í tengslum við
náttúm og umhverfi. Hluti þess-
ara styrkja kemur frá núverandi
sjóðum til markaðsstuðnings sem
em á undanhaldi. I Englandi fer
þetta kerfi í gegnum ýmis ráðu-
neyti og svæðisskrifstofur úti í
| 10-Freyr 5/2002