Freyr

Volume

Freyr - 01.06.2002, Page 16

Freyr - 01.06.2002, Page 16
Njóli 00-601 á Þorgautsstöðum III Hvítársíðu. (Ljósm. Lárus G. Blrgisson). bestu hrúta í Hvítársíðu eins og víða annars staðar og má þar nefna Stöpul 00-567 á Þorgauts- stöðum II og Loðinn 00-578 á Gilsbakka, báðir feikna læra- sterkir með vel lagaðan bak- vöðva. A Gilsbakka voru jafn- framt tveir ágætir synir Mjölnis 94-833, þeir Bakki 00-576 og Breiðnefur 00-572. í Stafholtstungum bar af Prúð- ur 00-037 frá Stafholtsveggjum undan Mola 93-986. Prúður er feikna harðholda með frábær bak-, mala- og lærahold. Annar Molason bar af á sýn- ingu í Hraunhreppi sem er Þeng- ill 00-307 frá Stóra-Kálfalæk, kostir hans eru þeir sömu og bróður hans frá Stafholtsveggj- um. Frá Dýrastöðum var sýndur þroskamikill sonur Dals 97-838, sem heitir Dreki 00-598, hann er hreinhvítur, samræmisgóður og Mjaldur 00-410 á Snorrastöðum. (Ljósm. Lárus G. Birgisson). | 16-Freyr 5/2002 holdugur í afturparti. Móðurfaðir Dreka er Skjanni 92-968. Snæfellsnes Mikil þátttaka var sem endra- nær í sýningarhaldi á Snæfells- nesi. Samtals voru sýndir 203 hrútar, þar af 198 veturgamlir eða hartnær helmingi fleiri en árið áður. Veturgömlu hrútamir vom vel fram gengnir því að þeir vom 83,8 kg að meðaltali og feikilega vel valdir því að 193 af þeim fengu I. verðlaun. Eins og oftast áður var stærsta sýningin á Vesturlandi í Kolbeins- staðahreppi og vom skoðaðir alls 94 hrútar í hreppnum, þar af 92 veturgamlir þó ekki allir á sam- eiginlegri sýningu. Af athyglis- verðum hrútum skal helst nefha Mjaldur 00-410 frá Snorrastöðum en hann er hreinhvítur, útlögumik- ill og lærasterkur, undan Mjaldri 93-985. Glymur 00-711 frá Jörfa er þroskamikill, jafnvaxinn með feiknagóð bak- og malahold. Albróðir hans, Blær 00-585 í Mið- Görðum, er einnig öflugur hrútur og heldur lærasterkari en aðeins slakari á baki og mölum. Þessir hrútar em synir Læks 97-843. Frosti 00-511 frá Syðri-Hauka- tungu ber sterk einkenni frá foður sínum, Prúð 94-834, sem em frá- bær mala- og lærahold, en móður- faðir hans er Bjartur 93-800. Einn hrút enn skal nefna, sem vakti vemlega athygli á sameigin- legri sýningu í Kolbeinsstaða- hreppi, ekki skar hann sig úr fyrir góða gerð, því að hann var lægst

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.