Freyr - 01.06.2002, Side 24
kattlágfættur með sívalan bol og
frábær hold á baki, á mölum og í
lærum en ull er gölluð. Hlaut hann
einnig 84,5 stig samtals.
I fyrrum Glæsibæjarhreppi var
settur efstur Þokki 00-209 á Neðri-
Vindheimum frá Ytri-Bægisá,
undan Reka 96-120 og nr. 95-064.
Þokki hefur mikla ffambyggingu
og er ágætlega holdfylltur hvar
sem á er tekið. Hlaut hann alls
83,5 stig. Annar i röð og með
sama stigafjölda var Spakur 00-
207 á Neðri-Vindheimum, undan
Fána 98-201 og nr. 95-300. Hann
hefur gríðarlega miklar útlögur,
ágæt bakhold og hreinhvíta ull.
A Akureyri í búi Ama Magnús-
sonar reyndist vera sá einstakl-
ingur sem hæst stigaðist allra vet-
urgamalla hrúta á búnaðarsam-
bandssvæðinu. Var það Prúður
00-693, undan Mola 99-691 og
Breiðleit 96- 286. Föðurfaðir
Prúðs er Lokkur 98-688 en hann
dæmdist bestur hrúta í Eyjafírði
haustið 1999 og faðir Lokks,
Hnöttur 96-684, dæmdist bestur
1997. Móðir Prúðs, Breiðleit, á
ættir að rekja til Kokks 85-870
og Kalda 82-899, auk þess að
vera í gegnum fjárstofn Ama ná-
skyld Lokki 98-688 sem gerir
Prúð nokkuð skyldleikaræktaðan.
Prúður hefur feikilega miklar út-
lögur, mjög holdfylltar malir, ffá-
bær lærahold og hefur mikla
hreinhvíta ull. Hann hlaut samtals
86,0 stig eða það sama og hann
hlaut sem hæst dæmdi lambhrút-
ur á svæðinu haustið 2000.
í Eyjafjarðarsveit stigaðist hæst
Gnýr 00-062, Staóarbakka, Hörgárbyggð, Eyjafirði. (Ljósm. Ólafur G.
Vagnsson).
frá Staðarbakka undan Óðni 97-
754 og Þmmu 97-733. Drengur er
mjög lágfættur og hefur miklar
útlögur, breitt spjald og fram-
úrskarandi holdfyllingu um herð-
ar, á baki, mölum og í lærum. Ull
er hins vegar mjög gulkuskotin.
Drengur hlaut alls 85 stig og var í
öðm sæti á búnað-
arsambandssvæðinu. í öðm sæti í
sveitinni var Oddur 00-066 á
Staðarbakka, undan Hrafni 99-022
og Oddu 97-756. Oddur hefur
framúrskarandi hold á baki, möl-
um og í læmm og hlaut alls 84,5
stig. I þriðja sæti var Gnýr 00-062
á Staðarbakka en hann er albróðir
Drengs á Þúfnavöllum. Gnýr er
Drengur, Þúfnavöllum, Hörgárbyggð, Eyjafirði. (Ljósm. Ólafur G Vagns-
son).
| 24 - Freyr 5/2002