Freyr

Volume

Freyr - 01.06.2002, Page 25

Freyr - 01.06.2002, Page 25
Prúður 00-693. Eigandi Árni Magnússon, Akureyri. (Ljósm. Ólafur G. Vagnsson). Kappi 00-026 í Torfum, undan Svani 99- 025 og Veru 99-192, en Svanur stigaðist hæst allra hrúta í sveitinni á síðasta ári. Kappi hefur miklar útlögur og frábær bakhold, bakvöðvi mæld- ist 36 mm og reyndist sá þykkasti á svæðinu þetta haustið. Hlaut hann alls 84,5 stig. Þrír hrútar hlutu 84 stig en þeir voru Prins á Árbakka, undan Bredda 97-047 og Drottningu, Glampi 00-534 í Torfufelli, undan Meistara 97- 459 og Blíðu 95-040, og Bósi 00- 102 í Gullbrekku frá Staðarbakka undan Ljóra 99-024 og Birtu 95- 562. Þessir hrútar eru allir prýðis vel gerðir og bæði Glampi og Bósi eru hreinhvítir. Suður-Þingeyjarsýsla I sýslunni komu til dóms 132 hrútar sem eru miklu færri en haustið áður. Af þeim voru 123 veturgamlir hrútar og fengu 109 af þeim I. verðlaun. I Grýtubakkahreppi báru hrútar í Laufási nokkuð af svo sem oft áður. Gimsteinn 00-027 var settur efstur með 84,5 stig alls. Hann er undan Biskup 99-022 og Úraníu 97-017 en Biskup var í öðru sæti á síðasta ári. Gimsteinn hefúr mjög góða frambyggingu og frá- bær hold á mölum og í lærum en of þunnan bakvöðva. I öðru sæti var Pútín 00-029 í Laufási, undan Austra 98-831 og Snjóku 96-002, ágætlega gerður hrútur en ullar- gallaður, hlaut 83 stig alls. Efstur hrúta á starfssvæði BSSÞ var Glampi 00-005 Snorra Krist- jánssonar í Stafni, Reykjadal, með 85,0 stig en hann er undan Jarli 98-442 og Glætu 94-038. Þessi hrútur sameinar frábæra gerð, ekki síst bak, malir og læri og ekki spillir fyrir að hann er hreinhvítur og ullarmikill. Tveir hrútar stóðu jafnir að stigum næst á eftir, þ.e. með 84,5 stig en það voru Jarl, Agnars Kristjánssonar Norðurhlið Aðaldal, og Köggull 00-475, Atla og Sigurðar á Ingjaldsstöðum, Reykdælahreppi. Jarl er undan Þúfú og Fæti 95-427 sem er marg- reynd kynbótakind í kjötgæðum og Köggull undan Bjarti 96-398 og Búldu 99-914 en þeir feðgar sameina mjög góða gerð og litla fitu miðað við vænleika. Tveir hrútar voru með 84 stig, annars vegar var Torfí 00-003 hjá Snorra Kristjánssyni í Stafni, en hann er undan Stúf 97-854, keyptur ffá Melum í Ámeshreppi. Hann er ffekar léttur, en langur og jafnvax- inn, samsvarar sér feikilega vel og með góða ull. Hins vegar var það Hjöri 00-001 Páls og Sigriðar í Víðikeri Bárðardal en hann er undan Koll 98-288. Hannerjafn- byggður, ágætlega langur með feikna þéttar malir og læri, auk þess sem ullin er gallalaus. Norður-Þingeyjarsýsla Eilítið færri hrútar vom sýndir í sýslunni en haustið áður eða sam- tals 160. Af veturgömlu hrútunum 159 fengu 152 I. verðlaun. Haldnar voru þrjár almennar sýn- ingar; í Klifshaga í Öxarfirði, Leirhöfn á Sléttu og Svalbarði í Þistilfirði, en einnig vom allmarg- ir hrútar dæmdir heima á bæjum þegar lambaskoðun fór fram. Efstur hrúta í héraði stóð Jafet 00-023, Stefáns og Hólmfríðar í Laxárdal, Þistilfírði, með 85,5 stig, en hann er undan Læk 97- 843 og 98-854. Jafet er afar samanrekinn holdahnaus, reyndar í styttra lagi og dálítið gulur í hnakka. Næstir honum vom tveir hrútar með 85 stig, Sjóður 00- 151, Félagsbúinu á Hagalandi í Þistilfirði, undan Mola 93-986, og Jurt 98-036, sem er dóttir Blóma 96-695, sérlega þroska- mikil og jafnbyggð kind með gallalausa ull. Einnig Ljúfur, Gunnlaugs Ólafssonar Hallgils- stöðum á Langanesi, fenginn hjá Freyr 5/2002 - 25 j EEI

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.