Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.06.2002, Qupperneq 25

Freyr - 01.06.2002, Qupperneq 25
Prúður 00-693. Eigandi Árni Magnússon, Akureyri. (Ljósm. Ólafur G. Vagnsson). Kappi 00-026 í Torfum, undan Svani 99- 025 og Veru 99-192, en Svanur stigaðist hæst allra hrúta í sveitinni á síðasta ári. Kappi hefur miklar útlögur og frábær bakhold, bakvöðvi mæld- ist 36 mm og reyndist sá þykkasti á svæðinu þetta haustið. Hlaut hann alls 84,5 stig. Þrír hrútar hlutu 84 stig en þeir voru Prins á Árbakka, undan Bredda 97-047 og Drottningu, Glampi 00-534 í Torfufelli, undan Meistara 97- 459 og Blíðu 95-040, og Bósi 00- 102 í Gullbrekku frá Staðarbakka undan Ljóra 99-024 og Birtu 95- 562. Þessir hrútar eru allir prýðis vel gerðir og bæði Glampi og Bósi eru hreinhvítir. Suður-Þingeyjarsýsla I sýslunni komu til dóms 132 hrútar sem eru miklu færri en haustið áður. Af þeim voru 123 veturgamlir hrútar og fengu 109 af þeim I. verðlaun. I Grýtubakkahreppi báru hrútar í Laufási nokkuð af svo sem oft áður. Gimsteinn 00-027 var settur efstur með 84,5 stig alls. Hann er undan Biskup 99-022 og Úraníu 97-017 en Biskup var í öðru sæti á síðasta ári. Gimsteinn hefúr mjög góða frambyggingu og frá- bær hold á mölum og í lærum en of þunnan bakvöðva. I öðru sæti var Pútín 00-029 í Laufási, undan Austra 98-831 og Snjóku 96-002, ágætlega gerður hrútur en ullar- gallaður, hlaut 83 stig alls. Efstur hrúta á starfssvæði BSSÞ var Glampi 00-005 Snorra Krist- jánssonar í Stafni, Reykjadal, með 85,0 stig en hann er undan Jarli 98-442 og Glætu 94-038. Þessi hrútur sameinar frábæra gerð, ekki síst bak, malir og læri og ekki spillir fyrir að hann er hreinhvítur og ullarmikill. Tveir hrútar stóðu jafnir að stigum næst á eftir, þ.e. með 84,5 stig en það voru Jarl, Agnars Kristjánssonar Norðurhlið Aðaldal, og Köggull 00-475, Atla og Sigurðar á Ingjaldsstöðum, Reykdælahreppi. Jarl er undan Þúfú og Fæti 95-427 sem er marg- reynd kynbótakind í kjötgæðum og Köggull undan Bjarti 96-398 og Búldu 99-914 en þeir feðgar sameina mjög góða gerð og litla fitu miðað við vænleika. Tveir hrútar voru með 84 stig, annars vegar var Torfí 00-003 hjá Snorra Kristjánssyni í Stafni, en hann er undan Stúf 97-854, keyptur ffá Melum í Ámeshreppi. Hann er ffekar léttur, en langur og jafnvax- inn, samsvarar sér feikilega vel og með góða ull. Hins vegar var það Hjöri 00-001 Páls og Sigriðar í Víðikeri Bárðardal en hann er undan Koll 98-288. Hannerjafn- byggður, ágætlega langur með feikna þéttar malir og læri, auk þess sem ullin er gallalaus. Norður-Þingeyjarsýsla Eilítið færri hrútar vom sýndir í sýslunni en haustið áður eða sam- tals 160. Af veturgömlu hrútunum 159 fengu 152 I. verðlaun. Haldnar voru þrjár almennar sýn- ingar; í Klifshaga í Öxarfirði, Leirhöfn á Sléttu og Svalbarði í Þistilfirði, en einnig vom allmarg- ir hrútar dæmdir heima á bæjum þegar lambaskoðun fór fram. Efstur hrúta í héraði stóð Jafet 00-023, Stefáns og Hólmfríðar í Laxárdal, Þistilfírði, með 85,5 stig, en hann er undan Læk 97- 843 og 98-854. Jafet er afar samanrekinn holdahnaus, reyndar í styttra lagi og dálítið gulur í hnakka. Næstir honum vom tveir hrútar með 85 stig, Sjóður 00- 151, Félagsbúinu á Hagalandi í Þistilfirði, undan Mola 93-986, og Jurt 98-036, sem er dóttir Blóma 96-695, sérlega þroska- mikil og jafnbyggð kind með gallalausa ull. Einnig Ljúfur, Gunnlaugs Ólafssonar Hallgils- stöðum á Langanesi, fenginn hjá Freyr 5/2002 - 25 j EEI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.