Freyr

Volume

Freyr - 01.06.2002, Page 37

Freyr - 01.06.2002, Page 37
er vel yfir meðallag. Prúður 94- 834 á 35 syni sem að jafnaði eru með 108 í heildareinkunn og kjöt- mat lamba undan þeim samt enn sterkara þar sem meðaltalið er 112. Synir Læks 97-843 gera samt enn betur, þeir eru þama hátt á þriðja tuginn og em með 116 að meðaltali og þar af 121 fyrir kjöt- matshlutann í rannsókn. Mjölnir 94- 833 og Askur 97-835 eiga all- marga syni en báðir þeir hópar em aðeins undir meðaltali og of margir af þessum hrútum em að gefa fúll fitusækin lömb. Skógahrútamir Galsi 93-963 og Djákni 93-983 eiga báðir á annan tug sona og em báðir hópar nokkuð undir meðaltali og báð- um sammerkt að vera sterkari í ómsjárhluta rannsóknar. Engin hrútur á þama fleiri syni en Moli 93- 986, sem á rúmlega 70 syni í rannsókn, margir með afbragðs- góða niðurstöðu, 108 að meðal- tali og jafnt á báðum þáttum. Afi hans, Klettur 89-930, á rúman tug sona sem em ekki vemlega sterkir í samkeppninni lengur. Sama á við um syni Hnykks 91- 958. Mjaldur 93-985 á þama 40 synir og þeir em með góða yfir- burði eða 104 að jafnaði og miklu sterkari í kjötmati þar sem meðaltal þeirra er 110. Stubbur 95- 815 á þama tug sona sem sýna mjög góða niðurstöðu og endurspegla skýrt kosti föður síns, em með 110 að meðaltali en þar af 119 úr kjötmatshluta. Massi 95-841 á rúman tug sona sem sýna frekar slakar niður- stöður. Kollóttu hrútamir em í heild með öllu lakari niðurstöður en hymdu hrútamir. Sonahópum eldri hrútanna er það sammerkt að liggja undir meðaltali. Atrix 94- 824 og Kópur 95-825 eiga rúman mg sona sem em vel um meðaltal. Eir 96-840 á tæpan tug sona með afbragðsniðurstöðu, 109 að meðaltali, og af því 120 í kjötmatshluta. Hálfbræðumir Dalur 97-838 og Klængur 97-839 eiga rúman tug sona hvor, Dal- synir með 107 úr kjötmatshluta og Klængssynir á meðaltali. Af því sem hér er sagt er ljóst að stóran hlut topphrútanna, sem fram koma í þessum rannsókn- um, er að finna í hópi sona yngri stöðvahrútanna. Hér á eftir verður fjallað um nokkrar athyglisverðar niðurstöð- ur frá liðnu hausti og takmarkast hún að mestu við að gera grein fyrir hrútum sem fengið hafa 120 eða meira í heildareinkunn. Eðli- lega er gerð ítarlegri grein fyrir þeim rannsóknum sem unnar vom sérstaklega vegna vals á hrútum á sæðingastöðvamar. Kjósarsýsla Nú fór í fýrsta sinn fram af- kvæmarannsókn á svæði Bsb. Kjalamesþings og var hún á Kiðafelli þar sem efstur stóð Hraði 00-005 frá Hraðastöðum með 123 í heildareinkunn og skýra yfírburði á báðum þáttum rannsóknar. Vesturland Öflugt starf á þessu svið á Vesturlandi hefúr aldrei verið jafn kraftmikið og haustið 2001 þar sem rannsóknir vom unnar á 46 búum og 316 hópar í dómi. Astæða er um leið að nefna að umtalsverðum hluta starfsins á Vestfjörðum er einnig sinnt af þessu svæði. A Skarði í Lundarreykjadal komu talsverðir yfirburðir fram hjá Frey 00-165, einkum í kjöt- mati þar sem saman fóm yfir- burðir í gerð og lítilli fitu en þessi ágætishrútur er undan Sekk 97-836. Freyr var með 124 í heildareinkunn. I nokkuð stórri rannsókn á Kjalvararstöðum stóð efstur Vængur 98-320 með 121 í heild- areinkunn en yfirburði sótti hann meira í mati á lifandi lömbum. Hrútur þessi er fæddur á Vatns- enda undan Mola 93-986 og hafði áður sýnt sterka útkomu bæði haustin 1999 og 2000. Loðinn 00-578 á Gilsbakka bar langt af í stómm hópi af vetur- gömlum hrútum, sem þar vom í rannsókn. Hann fékk 131 í heild- areinkunn en yfirburði sótt hann alla í frábært kjötmat þar sem einkunn hans var 165. Þessi öðl- ingshrútur er sonur Prúðs 94-834. I rannsókninni á Þorgautsstöð- um II voru yfirburðir algerir hjá Dómaldi 00-566 á báðum þátmm rannsóknar en hann fékk 134 í heildareinkunn. Hér fer einn af sonum Prúðs 94-834, en móður- faðir hans er Kúnni 94-997. I Bakkakoti safnaði Luri 99- 137 til sín öllum yfirburðum og fékk 127 í heildareinkunn. Hrútur þessi er fenginn frá Steinum, undan Andra 96-155. I Mýrdal var Poki 00-655 með alla yfirburði en hann fékk 124 í heildareinkunn með sérlega hag- stætt kjötmat. Þessi hrútur er son- ur Sekks 97-836 og rekur einnig í móðurætt ættir sínar fljótt til Gosa 91-945. í Dalsmynni sýndi Moli 00-195 ákaflega afgerandi yfírburði með 136 í heildareinkunn en kjötmat, einkum fýrir gerð, var stórglæsi- legt. Þessi hrútur er sonur Mola 93-986. Hrútahópurinn á Hjarðarfelli var í einni af umfangsmeiri rann- sóknum haustsins og gaf þar að líta mikinn glæsihóp lamba. Þar sýndi Moli 00-687 ótrúlega mikla yfirburði með 152 í heildareink- unn, fimasterkur á báðum þáttum rannsóknar. Þessi jöfúr er undan Mola 93-986 en í móðurætt er mikið Hestsblóð því að Bjálfí 95- 802 er móðurfaðir og Hörvi 92- 972 móðurmóðurfaðir. Kjötmat Freyr 5/2002 - 37 |

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.