Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.06.2002, Qupperneq 37

Freyr - 01.06.2002, Qupperneq 37
er vel yfir meðallag. Prúður 94- 834 á 35 syni sem að jafnaði eru með 108 í heildareinkunn og kjöt- mat lamba undan þeim samt enn sterkara þar sem meðaltalið er 112. Synir Læks 97-843 gera samt enn betur, þeir eru þama hátt á þriðja tuginn og em með 116 að meðaltali og þar af 121 fyrir kjöt- matshlutann í rannsókn. Mjölnir 94- 833 og Askur 97-835 eiga all- marga syni en báðir þeir hópar em aðeins undir meðaltali og of margir af þessum hrútum em að gefa fúll fitusækin lömb. Skógahrútamir Galsi 93-963 og Djákni 93-983 eiga báðir á annan tug sona og em báðir hópar nokkuð undir meðaltali og báð- um sammerkt að vera sterkari í ómsjárhluta rannsóknar. Engin hrútur á þama fleiri syni en Moli 93- 986, sem á rúmlega 70 syni í rannsókn, margir með afbragðs- góða niðurstöðu, 108 að meðal- tali og jafnt á báðum þáttum. Afi hans, Klettur 89-930, á rúman tug sona sem em ekki vemlega sterkir í samkeppninni lengur. Sama á við um syni Hnykks 91- 958. Mjaldur 93-985 á þama 40 synir og þeir em með góða yfir- burði eða 104 að jafnaði og miklu sterkari í kjötmati þar sem meðaltal þeirra er 110. Stubbur 95- 815 á þama tug sona sem sýna mjög góða niðurstöðu og endurspegla skýrt kosti föður síns, em með 110 að meðaltali en þar af 119 úr kjötmatshluta. Massi 95-841 á rúman tug sona sem sýna frekar slakar niður- stöður. Kollóttu hrútamir em í heild með öllu lakari niðurstöður en hymdu hrútamir. Sonahópum eldri hrútanna er það sammerkt að liggja undir meðaltali. Atrix 94- 824 og Kópur 95-825 eiga rúman mg sona sem em vel um meðaltal. Eir 96-840 á tæpan tug sona með afbragðsniðurstöðu, 109 að meðaltali, og af því 120 í kjötmatshluta. Hálfbræðumir Dalur 97-838 og Klængur 97-839 eiga rúman tug sona hvor, Dal- synir með 107 úr kjötmatshluta og Klængssynir á meðaltali. Af því sem hér er sagt er ljóst að stóran hlut topphrútanna, sem fram koma í þessum rannsókn- um, er að finna í hópi sona yngri stöðvahrútanna. Hér á eftir verður fjallað um nokkrar athyglisverðar niðurstöð- ur frá liðnu hausti og takmarkast hún að mestu við að gera grein fyrir hrútum sem fengið hafa 120 eða meira í heildareinkunn. Eðli- lega er gerð ítarlegri grein fyrir þeim rannsóknum sem unnar vom sérstaklega vegna vals á hrútum á sæðingastöðvamar. Kjósarsýsla Nú fór í fýrsta sinn fram af- kvæmarannsókn á svæði Bsb. Kjalamesþings og var hún á Kiðafelli þar sem efstur stóð Hraði 00-005 frá Hraðastöðum með 123 í heildareinkunn og skýra yfírburði á báðum þáttum rannsóknar. Vesturland Öflugt starf á þessu svið á Vesturlandi hefúr aldrei verið jafn kraftmikið og haustið 2001 þar sem rannsóknir vom unnar á 46 búum og 316 hópar í dómi. Astæða er um leið að nefna að umtalsverðum hluta starfsins á Vestfjörðum er einnig sinnt af þessu svæði. A Skarði í Lundarreykjadal komu talsverðir yfirburðir fram hjá Frey 00-165, einkum í kjöt- mati þar sem saman fóm yfir- burðir í gerð og lítilli fitu en þessi ágætishrútur er undan Sekk 97-836. Freyr var með 124 í heildareinkunn. I nokkuð stórri rannsókn á Kjalvararstöðum stóð efstur Vængur 98-320 með 121 í heild- areinkunn en yfirburði sótti hann meira í mati á lifandi lömbum. Hrútur þessi er fæddur á Vatns- enda undan Mola 93-986 og hafði áður sýnt sterka útkomu bæði haustin 1999 og 2000. Loðinn 00-578 á Gilsbakka bar langt af í stómm hópi af vetur- gömlum hrútum, sem þar vom í rannsókn. Hann fékk 131 í heild- areinkunn en yfirburði sótt hann alla í frábært kjötmat þar sem einkunn hans var 165. Þessi öðl- ingshrútur er sonur Prúðs 94-834. I rannsókninni á Þorgautsstöð- um II voru yfirburðir algerir hjá Dómaldi 00-566 á báðum þátmm rannsóknar en hann fékk 134 í heildareinkunn. Hér fer einn af sonum Prúðs 94-834, en móður- faðir hans er Kúnni 94-997. I Bakkakoti safnaði Luri 99- 137 til sín öllum yfirburðum og fékk 127 í heildareinkunn. Hrútur þessi er fenginn frá Steinum, undan Andra 96-155. I Mýrdal var Poki 00-655 með alla yfirburði en hann fékk 124 í heildareinkunn með sérlega hag- stætt kjötmat. Þessi hrútur er son- ur Sekks 97-836 og rekur einnig í móðurætt ættir sínar fljótt til Gosa 91-945. í Dalsmynni sýndi Moli 00-195 ákaflega afgerandi yfírburði með 136 í heildareinkunn en kjötmat, einkum fýrir gerð, var stórglæsi- legt. Þessi hrútur er sonur Mola 93-986. Hrútahópurinn á Hjarðarfelli var í einni af umfangsmeiri rann- sóknum haustsins og gaf þar að líta mikinn glæsihóp lamba. Þar sýndi Moli 00-687 ótrúlega mikla yfirburði með 152 í heildareink- unn, fimasterkur á báðum þáttum rannsóknar. Þessi jöfúr er undan Mola 93-986 en í móðurætt er mikið Hestsblóð því að Bjálfí 95- 802 er móðurfaðir og Hörvi 92- 972 móðurmóðurfaðir. Kjötmat Freyr 5/2002 - 37 |
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.