Freyr

Volume

Freyr - 01.06.2002, Page 41

Freyr - 01.06.2002, Page 41
Á Kollsá II var það Hrói 98- 517 sem skipaði efsta sætið með 123 í heildareinkunn þar sem yf- irburðir voru jafnir á báðum þátt- um rannsóknarinnar. Þessi hrútur sýndi einnig prýðisútkomu í hlið- stæðri rannsókn árið áður, en hann er fenginn frá Hólmavík. Vestur-Húnavatnssýsla Þar var eins og áður öflugt starf á þessu sviði og umfangið mjög áþekkt og undanfarin ár. Ein af rannsóknunum vegna sæðingarstöðvanna var gerð á Þóroddsstöðum en þar fékkst leyfi til að safna saman nokkrum úrvalshrútum úr Miðfjarðarhólf- inu. I rannsókn voru þama teknir fjórir aðkomuhrútar sem öttu kappi við fjóra heimahrúta. Að- komuhrútamir fóm þama með sigur af hólmi og sérstaklega beindist athyglin að þrem hrútum sem allir vom fæddir á Jaðri. Ákveðið var að einn þeirra, Bjargvættur 97-004, yrði að fengnum niðurstöðum flutmr á stöð. Lömbin í rannsókninni und- an honum komu mjög vel út í mati lifandi lamba og nokkuð var þar af mjög föngulegum hrúts- efnum. Ur kjötmatshluta var einkunn hans um meðaltal, en sláturlömb undan honum vom að vænleika vemlega umfram með- altal og sýndu hagstætt mat, bæði um gerð og fitu, en fá í einkunna- útreikningi, vegna vænleika lambanna, talsverða leiðréttingu til lækkunar. Bjamgvættur var á stöð í Borgamesi í vetur með númer 97-969. Bróðir hans, Kappi 97-101, sýndi einnig mjög glæsilega niðurstöðu, var að skila lömbum með feikilega þykkan bakvöðva og gott kjötmat en að- eins bar á lömbum með rangt bit, þannig að af þeirri ástæðu þótti hann ekki tækur sem stöðvarhrút- ur. Þriðji kappinn fæddur á Jaðri er Prins 97-014 á Urriðaá, sem þama staðfesti rækilega glæsileg- ar niðurstöður úr rannsókn heima á Urriðaá áður. Gimbrar undan þessum hrút vom stórglæsilegar en mjög mikill munur var á út- komu hans eftir því hvort hann var metinn á gmndvelli hrút- lamba eða gimbra og í lamb- hrútahópnum var lítið um glæsi- leg hrútsefni þannig að þær nið- urstöður réðu í vali stöðvarhrúta á milli hans og Bjargvættar. Á Bergsstöðum í Miðfirði var Foli 00-142 langefstur með 130 í heildareinkunn fyrir kostamikinn lambahóp en hann er undan Mola 93-986. I glæsilegum lambahópum á Urriðaá reyndist best hópur und- an Sófusi 00-013 og fékk hann 123 í heildareinkunn fyrir hann. Þessi öflugi hrútur er undan Mola 93-986. Ein af stórrannsóknum hausts- ins var á Mýram þar sem 16 hóp- ar vom í samanburði. Þar var það Bjartur 98-130 sem stóð á toppi með 124 í heildareinkunn og þar vógu góðar niðurstöður úr kjöt- mati mikið. Bjartur á samnefndan fóður 93-800. Bambi 00-170 skipaðist efstur í rannsókninni á Sauðá með 122 í heildareinkunn. Þessi hrútur er sonur Homa 93-579 og dóttur- sonur Goða 89-928. Á Bergsstöðum á Vatnsnesi var stór rannsókn þar sem vom eins og áður áhugaverðar og frábærar niðurstöður. Mat fyrir gerð í mörgum hópanna var fast að U (11) að jafnaði. Stjömur síðustu ára staðfestu sitt fyrra ágæti en með hverju árinu koma nýir kappar og að þessu sinni hreppti toppinn Posi 00-205 með 125 í heildareinkunn. Þessi topphrútur er sonur Sekks 97-836 og móður- faðir Muni 97-092. Á Litlu-Ásgeirsá stóð efstur, líkt og á síðasta ári, hrútur 98- 434, að þessu sinni með 123 í einkunn. Allir yfirburðir hans vora sóttir í mat á lifandi lömb- um. Þessi hrútur er frá Melum, sonur Hnykks 95-780. í Víðidalstungu I var efstur Hurðaskellir 99-206 með 124 í heildareinkunn þar sem útkoma var jöfn á báðum atriðum. Hrútur þessi er sonur Bjálfa 95-802. í Víðidalstungu sýndi Skellur 99-003 enn betri útkomu en á síðasta ári og var nú með 132 í heildareinkunn þar sem kjötmat var sterkari þáttur rannsóknarinn- ar. Þessi hrútur er frá Bassastöð- um sonur Netts 98-311 og dóttur- sonur Prúðs 92-278. Á Kambshóli stóð efstur Ljóri 99-457 með 122 í heildareinkunn en sá hrútur er sonur Ljóra 95- 828. Austur-Húnavatnssýsla Umfang þessarar starfsemi er ekki mikið á þessu svæði þó að það væri ívíð meira en áður. Aðeins einn afkvæmahópur var yfír 120 í heildareinkunn en það var Bjálfason 99-038 í Holti með 127 í heildareinkunn og þar af 139 úr kjötmati. Þessi hrútur er undan Bjálfa 95-802 en móðir hans fjárskiptaær frá Hofsstöðum á Snæfellsnesi þaðan sem talsvert af athyglisverðu fé hefur ætíð verið að koma fram í fjárskiptafé. Broddur 97-160 á Hofí frá Broddanesi var eins og áður að skila öflugum niðurstöðum nú með 118 í heildareinkunn Skagafjörður Starf á þessu sviði var þar eins og áður feikilega öflugt þó að umfang þess væri öllu minna en árið áður, sem vafalitið skýrist eitthvað af því að ekki var ár- gangur veturgamalla hrúta úr sæðingum. Á Syðra-Skörðugili kemur lík- lega í dóm jafnöflugri hrútahópur en á flestum öðmm búum. Þar Freyr 5/2002 - 41 |

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.