Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.06.2002, Qupperneq 41

Freyr - 01.06.2002, Qupperneq 41
Á Kollsá II var það Hrói 98- 517 sem skipaði efsta sætið með 123 í heildareinkunn þar sem yf- irburðir voru jafnir á báðum þátt- um rannsóknarinnar. Þessi hrútur sýndi einnig prýðisútkomu í hlið- stæðri rannsókn árið áður, en hann er fenginn frá Hólmavík. Vestur-Húnavatnssýsla Þar var eins og áður öflugt starf á þessu sviði og umfangið mjög áþekkt og undanfarin ár. Ein af rannsóknunum vegna sæðingarstöðvanna var gerð á Þóroddsstöðum en þar fékkst leyfi til að safna saman nokkrum úrvalshrútum úr Miðfjarðarhólf- inu. I rannsókn voru þama teknir fjórir aðkomuhrútar sem öttu kappi við fjóra heimahrúta. Að- komuhrútamir fóm þama með sigur af hólmi og sérstaklega beindist athyglin að þrem hrútum sem allir vom fæddir á Jaðri. Ákveðið var að einn þeirra, Bjargvættur 97-004, yrði að fengnum niðurstöðum flutmr á stöð. Lömbin í rannsókninni und- an honum komu mjög vel út í mati lifandi lamba og nokkuð var þar af mjög föngulegum hrúts- efnum. Ur kjötmatshluta var einkunn hans um meðaltal, en sláturlömb undan honum vom að vænleika vemlega umfram með- altal og sýndu hagstætt mat, bæði um gerð og fitu, en fá í einkunna- útreikningi, vegna vænleika lambanna, talsverða leiðréttingu til lækkunar. Bjamgvættur var á stöð í Borgamesi í vetur með númer 97-969. Bróðir hans, Kappi 97-101, sýndi einnig mjög glæsilega niðurstöðu, var að skila lömbum með feikilega þykkan bakvöðva og gott kjötmat en að- eins bar á lömbum með rangt bit, þannig að af þeirri ástæðu þótti hann ekki tækur sem stöðvarhrút- ur. Þriðji kappinn fæddur á Jaðri er Prins 97-014 á Urriðaá, sem þama staðfesti rækilega glæsileg- ar niðurstöður úr rannsókn heima á Urriðaá áður. Gimbrar undan þessum hrút vom stórglæsilegar en mjög mikill munur var á út- komu hans eftir því hvort hann var metinn á gmndvelli hrút- lamba eða gimbra og í lamb- hrútahópnum var lítið um glæsi- leg hrútsefni þannig að þær nið- urstöður réðu í vali stöðvarhrúta á milli hans og Bjargvættar. Á Bergsstöðum í Miðfirði var Foli 00-142 langefstur með 130 í heildareinkunn fyrir kostamikinn lambahóp en hann er undan Mola 93-986. I glæsilegum lambahópum á Urriðaá reyndist best hópur und- an Sófusi 00-013 og fékk hann 123 í heildareinkunn fyrir hann. Þessi öflugi hrútur er undan Mola 93-986. Ein af stórrannsóknum hausts- ins var á Mýram þar sem 16 hóp- ar vom í samanburði. Þar var það Bjartur 98-130 sem stóð á toppi með 124 í heildareinkunn og þar vógu góðar niðurstöður úr kjöt- mati mikið. Bjartur á samnefndan fóður 93-800. Bambi 00-170 skipaðist efstur í rannsókninni á Sauðá með 122 í heildareinkunn. Þessi hrútur er sonur Homa 93-579 og dóttur- sonur Goða 89-928. Á Bergsstöðum á Vatnsnesi var stór rannsókn þar sem vom eins og áður áhugaverðar og frábærar niðurstöður. Mat fyrir gerð í mörgum hópanna var fast að U (11) að jafnaði. Stjömur síðustu ára staðfestu sitt fyrra ágæti en með hverju árinu koma nýir kappar og að þessu sinni hreppti toppinn Posi 00-205 með 125 í heildareinkunn. Þessi topphrútur er sonur Sekks 97-836 og móður- faðir Muni 97-092. Á Litlu-Ásgeirsá stóð efstur, líkt og á síðasta ári, hrútur 98- 434, að þessu sinni með 123 í einkunn. Allir yfirburðir hans vora sóttir í mat á lifandi lömb- um. Þessi hrútur er frá Melum, sonur Hnykks 95-780. í Víðidalstungu I var efstur Hurðaskellir 99-206 með 124 í heildareinkunn þar sem útkoma var jöfn á báðum atriðum. Hrútur þessi er sonur Bjálfa 95-802. í Víðidalstungu sýndi Skellur 99-003 enn betri útkomu en á síðasta ári og var nú með 132 í heildareinkunn þar sem kjötmat var sterkari þáttur rannsóknarinn- ar. Þessi hrútur er frá Bassastöð- um sonur Netts 98-311 og dóttur- sonur Prúðs 92-278. Á Kambshóli stóð efstur Ljóri 99-457 með 122 í heildareinkunn en sá hrútur er sonur Ljóra 95- 828. Austur-Húnavatnssýsla Umfang þessarar starfsemi er ekki mikið á þessu svæði þó að það væri ívíð meira en áður. Aðeins einn afkvæmahópur var yfír 120 í heildareinkunn en það var Bjálfason 99-038 í Holti með 127 í heildareinkunn og þar af 139 úr kjötmati. Þessi hrútur er undan Bjálfa 95-802 en móðir hans fjárskiptaær frá Hofsstöðum á Snæfellsnesi þaðan sem talsvert af athyglisverðu fé hefur ætíð verið að koma fram í fjárskiptafé. Broddur 97-160 á Hofí frá Broddanesi var eins og áður að skila öflugum niðurstöðum nú með 118 í heildareinkunn Skagafjörður Starf á þessu sviði var þar eins og áður feikilega öflugt þó að umfang þess væri öllu minna en árið áður, sem vafalitið skýrist eitthvað af því að ekki var ár- gangur veturgamalla hrúta úr sæðingum. Á Syðra-Skörðugili kemur lík- lega í dóm jafnöflugri hrútahópur en á flestum öðmm búum. Þar Freyr 5/2002 - 41 |
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.