Freyr

Volume

Freyr - 01.06.2002, Page 45

Freyr - 01.06.2002, Page 45
ir þeirra Skalli 96-025 var feng- inn frá Heydalsá. Krulli 00-149 bar af hrútum á Egilsstöðum í Fljótsdal með 131 í heildareinkunn, jafn á báðum þáttum. Þessi hrútur var geml- ingslamb og er sonarsonur Svaða 94-998 og dóttursonur Sunna 96- 830 og ættu Austfirðingar gjam- an að reyna að nýta unga féð ætt- að úr sæðingum í kynbótastarfinu á þennan hátt. í Brekkubæ var Þristur 99-242 efstur með vænan og föngulegan lambahóp sem hann fékk 120 í heildareinkunn fyrir. Þristur er frá Gestsstöðum undan Gauta 97- 527. I Þemunesi var efstur Bjartur 00-033 með 126 í heildareink- unn. Þessi hrútur er undan Eir 96-840 en móðurfaðir Baddi 93- 004 frá Melum II sem sýnt hefúr einkar athyglisverðar niðurstöður í rannsóknunum undanfarin haust þó að hann yrði nú að lúta í gras fyrir þessum öfluga afkomanda sínum. I rannsókn á Gilsá bar af Glanni 00-145 með 122 í heildar- einkunn en þessi hrútur er undan Klaka 97-133 sem var Ijárskipta- hrútur frá Breiðabólsstað. I rannsókn í Fossárdal sýndi Broddur 99-048 afgerandi yfir- burði með 145 í heildareinkunn en frávik hjá honum í kjötmati lamba voru feikilega mikil. Broddur er sonur Pela 94-810. Austur-Skaftafellssýsla Umfang á þessu starfi var mjög líkt og undanfarin ár. Það er sára- lítið og miklu minna en ástæða væri til vegna þess að vitað er að á þessu svæði er að finna sumt af athyglisverðasta kynbótafé í land- inu. Hins vegar er hætt við að sauðfjárrækt á svæðinu tapi stöðu sinni taki bændur ekki í sínar hendur þær ræktunaraðferðir sem skilað geta mestum árangri. í samanburði á Qómm vetur- gömlum hrútum á Brekku í Lóni var sérstaða hjá Seiði 00-575 umtalsverð. Hann fékk 117 í heildareinkunn og var að skila lömbum með áberandi skerta fitu og þykka vöðva. Þessi hrútur er undan Sóni 95-842. A Reyðará vom miklir yfir- burðir hjá Kóngi 00-714 sem tók alla jákvæða þætti rannsóknar í sinn hlut og var með 135 í heild- areinkunn, en eins og fram kemur í umfjöllun um sýningar var hann sem einstaklingur einn af toppun- um í sýslunni. Kóngur er frá Brekku, sonur Gnýs 99-555. A Fomustekkum var stór rann- sókn þar sem Angi 99-179 stóð efstur með 128 i heildareinkunn. Lömb undan honum vom ívíð léttari en undan öðmm hrútum í rannsókninni en ákaflega vel gerö. Angi er frá Brekku undan Miða 97-528. I rannsókninni í Bjamanesi voru miklir yfirburðir hjá Dindli 00-040 sem fékk 129 í heildar- einkunn. Lömb undan honum vom með feikilega gott kjötmat en aðeins léttari en undan öðmm hrútum í rannsókninni. Dindill er sonur Stubbs 95-815 og móður- faðir hans er Galsi 93-963. Á Smyrlabjörgum vom yfir- burðir hjá Gýgi 00-415 mjög af- gerandi en hann fékk 135 í heild- areinkunn, jafn á báðum þáttum, með mjög glæsilega niðurstöðu. Þessi hrútur er undan Esra 97- 302, einum af bestu sonum Garps 92-808, og móðurfaðir hans er Fóstri 90-943. SUÐURLAND Umfang i þessu starfi var ívið minna en árið áður og langt undir þeim mörkum sem umfang fjár- ræktarstarfs á svæðinu gefúr til- efni til. Ein af rannsóknum vegna sæð- ingarstöðvanna var á Kirkjubæj- arklaustri II. Þangað komu þrír valdir aðkomuhrútar og öttu kappi við níu heimahrúta. Einn aðkomuhrútanna, Fengur 97-440 í Þykkvabæ III, var afgerandi sig- urvegari í þessari rannsókn og sýndu afkvæmi hans skýra yfir- burði í öllum eiginleikum sem rannsóknin náði til. Hann gaf mjög fönguleg lömb á velli sem ekki reyndust síðri þegar á blóð- völl var komið og bæði hrútlömb og gimbrar voru með jafna yfir- burðir því að heildareinkunnir hans voru 127 og 126 fyrir hrúta og gimbrar. Því þótti hann að rannsókn lokinni hafa staðfest það með glæsibrag að hann ætti fúllt erindi á sæðingarstöð og var síðastliðinn vetur á stöðinni í Laugardælum þar sem hann er með einkennisnúmerið 97-863. Fengur er sonur Mjaldurs 93-985. Nokkrir heimahrútar sýndu at- hyglisverðar niðurstöður, þó að ekki mældu þeir sig við Feng, og var Brútus 98-575 þeirra jafn- bestur í þeim samanburði en sá hrútur er sonur Búts 93-982 en móðurfaðir hans er Hnykkur 91- 958. I Hörgsdal féllu allir yfirburðir, hvort sem var i kjötmati eða mati lifandi lamba, í hlut Melssonar 96-395 en hann er sonur Mels 92-978, sem skildi eftir sig nokkra afbragðshrúta þetta eina ár sem hann var á sæðingarstöð. I Mörk voru miklir yfirburðir hjá Stúfi 99-620 með 143 í heild- areinkunn þar sem niðurstöður úr kjötmati voru frábærar. Stúfúr er sonur Stubbs 95-815 en móður- faðir hans er Klettur 89-930. Á Snæbýli I var Sómi 00-647 með 131 í heildareinkunn og Hylur 00-648 með 120. Báðir þessir hrútar eru fengnir frá Borgarfelli. Sómi er sonur Röð- uls 96-512 en Hylur er undan Læk 97-843. I Borgarfelli voru eins og und- Freyr 5/2002 - 45 |

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.