Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.2002, Blaðsíða 46

Freyr - 01.06.2002, Blaðsíða 46
Tónn 00-159, Ytri-Skógum undir Eyjafjöllum. angengin haust fádæma glæsileg- ir lambahópar. Ylur 00-654 var þar sigurvegarinn með 136 í heildareinkunn með fádæma gott kjötmat um gerð en full feit lömb. Ylur er sonur Lækjar 97- 843 og dóttursonur Röðuls 96- 512. Þá var Otur 00-662 með 123 í heildareinkunn og fer þar af- bragsgóður kollóttur hrútur, son- ur Eirs 96-840, og á sem móður- föður Héla 93-805. I Uthlíð voru yfirburðir skýrir hjá Stera 00-639 sem fékk 148 í heildareinkunn, öflugur á báðum þáttum. Steri er sonur Dals 99- 585 sem var á toppi á síðasta ári og því í föðurlínu frá Garpi 92- 808 en móðurfaðir Stera er Dropi 91-975. Eins og fram kemur í umfjöllun um hrútasýningar var Steri sjálfur sem einstaklingur metinn besti veturgamli hrútur í sýslunni haustið 2001. Sóli 00- 636, sem er sonur Massa 95-841, gaf einnig ágætar niðurstöður með 120 í heildareinkunn. Á Syðri-Fljótum kom fram Már 00-257 með 151 í heildar- einkunn þar sem báðir þættir voru tiltölulega jafnir. Már er undan Læk 97-843. Þá var Óli fagri 99-242 með 123 i heildar- einkunn þar sem yfirburðir voru allir sóttir í kjötmat lambanna. Óli er frá Fagurhlíð, sonarsonur Pela 94-810. Á Giljum fékk Hæringur 00- 222 124 í heildareinkunn sem allt var sótt í kjötmat þar sem eink- unn var 168 enda yfirburðir mikl- ir bæði um gerð og fitu. Hrútur þessi er sonur Eirs 96-840. Nánast hvergi á landinu er jafn mikil hefð iyrir afkvæmarann- sóknum á hrútum, utan fjárrækt- arbúsins á Hesti, eins og í Ytri- Skógum og því meira til þeirra horft en margra annarra. Þama hafa nú á þriðja áratug á hverju hausti verið 5-9 veturgamlir hrút- ar í rannsókn hverju sinni. I rann- sókninni haustið 2001 mátti líta mikið af athyglisverðum lömb- um, en þar kom á topp Tónn 00- 159 með 124 í heildareinkunn þar sem glöggur styrkur var í báðum þáttum rannsóknar. Tónn er sonur Sóns 95-842 og móður- faðir hans er Moli 93-986 en þetta virðist vera eitt af þeim bú- um þar sem Moli hefúr blandast á sérlega jákvæðan hátt fénu. Tónn er hrútur sem fúll ástæða er til að fýlgjast með áfram sem mögulegum stöðvarhrút. í Núpakoti var Reki 00-168 með 120 í heildareinkunn og mjög hagstætt kjötmat en Reki er sonur Læks 97-843. Á Efstu-Grund féll toppurinn í hlut Spotta 00-250 með 130 í heildareinkunn fyrir vænan og vel gerðan lambahóp en hrútur þessi er sonur Hnykils 95-820. Baukur 00-241 varmeð 121 í heildareinkunn en þessi hrútur er sonarsonur Búts 93-982. Eins og árið áður hafði úrvals- hrútum í Ámessýslu verið safnað til notkunar og innbyrðis saman- burðar vegna sæðingarstöðvanna í Háholti. Þama vom fjórir að- komuhrútar ásamt tveimur heimahrútum í prófun. Að aflok- inni rannsókn voru tveir þeirra teknir til notkunar á sæðingastöð. Ljómi 98-674 í Brautartungu var sigurvegari í samanburði að þessu sinni þegar mat lifandi lamba og sláturlamba var vegið saman. Þessi hrútur var að skila afbragðs vel gerðum lömbum, vænleiki var aðeins minni en í rannsókninni í heild en þekkt var að hann hafði undangengin ár skilað rígvænum sláturlömbum heima í Brautartungu. Ljómi ber nú númerið 98-865. Stapi 98-628 endurtók niðurstöður ársins áður. Lömbin vom ekki að sýna neina yfirburði við ómmælingar en í sláturhúsi sýndu þau mikla yfir- burði, með afbragðs gerð og fremur fitulítil. Lömbin undan honum vom nú miklu vænni í samanburði hrútanna í rannsókn- inni en árið áður. Vegna ótví- ræðra yfirburða í gæðum slátur- lamba var Stapi talinn eiga mikið erindi á stöð þar sem hann hefúr nú númerið 98-866, en um margt virðist hann vera endurborinn kyndilberi föður síns, Stubbs 95- 815 frá Oddgeirshólum. Fleiri af hrútum í rannsókninni vöktu at- hygli. Bjalli 99-677 í Skeiðhá- Framhald á bls. 51 j 46 - Freyr 5/2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.