Freyr - 01.06.2002, Blaðsíða 64
1. mynd. Erfðaframfarir í fituþykkt á síðu, flatarmáli bakvöðvans og fall-
þunga 1978-96.
78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96
Ár
2. mynd. Erfðaframfarir 1978-96. Blup-lausnir á skala með meðaltal 100 og
staðalfrávik 10.
3. mynd. Hlutun skrokksins.
greining, þ.e. hver eiginleiki
keyrður einn í einu.
Niðurstöður uppgjörsins eru
sýndar í 2. töflu og á 1. og 2.
mynd.
Niðurstöðumar sýna að úrvalið
hefur tvímælalaust skilað árangri
og fer hann hratt vaxandi frá
1990, enda markviss unnið að
tímgun einstaklinga með hæfi-
leika til litillra fitu- og mikillar
vöðvasöfh-unar, einkum af
Strammaættinni. Yfir 19 ára
tímabil, frá 1978 til 1996, hefur
fituþykkt á síðu minnkað um
1,42 mm og flatarmál bakvöðv-
ans stækkað um 1,19 cm2. Hlut-
fallslega mun láta nærri að flatar-
mál vöðvans hafi aukist um 9%
og fituþykktin minnkað um 15%
miðað við meðaltal eiginleikanna
yfír tímabilið. Hins vegar er
erfðaframfor í fallþunga minni,
eða um 200 g á tímabilinu, sem
hlutfallslega nemuru.þ.b. 1,3%.
Sá árangur verður þó að teljast
vel viðunandi, þar sem hér er um
að ræða eiginleika með tiltölu-
lega lágt arfgengi, sem árferði og
umhverfi hefur mikil áhrif á, en
auk þess hefur úrvalsþrýstingur-
inn á fallþungann ætið verið
minni en á hina þættina.
Á 1. og 2. mynd eru erfðafram-
farimar sýndar á tvennan hátt,
annars vegar efir BLUP-lausnum
(kynbótamati) og hins vegar yfir-
færðar á skala, þar sem meðaltal-
ið er 100 og staðalfrávikið 10.
Auðséð er að framfarimar taka
stóran kipp frá 1988. Þannig er
hallastuðul kynbótamats fyrir
síðufitu árin 1988-96 2,3 sinnum
hærri og á flatarmáli bakvöðvans
3,2 hærri en fyrir tímabilið þar á
undan. Á þeim forsendum má því
gera ráð fýrir að það taki um 8 ár
að minnka síðufituþykktina um 1
mm og stækka flatarmálið um 1
cm2. Hin rökrétta skýring á þes-
sum aukna framfarahraða er
sterkara og markvissara úrval
fyrir þessum eiginleikum vegna
tilkomu ómsjárinnar 1990, en frá
þeim tíma hafa öll lömb búsins
verið ómmæld og allur ásetn-
ingur búsins valinn með tilliti til
þykktar bakvöðvans og fitunnar
yfír honum. Ennfremur skal bent
á að frá 1991 verða árasveiflur
minni og jafnari stígandi í fram-
forum allra þátta, sem rekja má
til betra viðurværis, bæði í hús-
vist, með tilkomu nýju fjárhús-
anna, og ekki síst vegna bættrar
fóðrunar vegna meiri heygæða og
kann hér að gæta áhrifa samspils
erfða og umhverfis.
Freistandi er að reyna að gera
sér grein fýrir hvaða áhrif erfða-
framfarimar á flatarmáli bak-
| 64 - Freyr 5/2002