Freyr

Volume

Freyr - 01.06.2002, Page 65

Freyr - 01.06.2002, Page 65
3. tafla. Erfðafylgni fituþykktar á síðu og flatarmáls bakvöðvans við útvortis- og þver- skurðarmál, legglengd og lærastig. (Metið á gögnum frá 1978-96). Klof- Vídd Dýpt Lögun Vídd Þykkt Fituþ. á Lögun Flatarm. dýpt brjóstk. brjóstk. brjóstk. Læra- bakv. bakv. bakv. bakv. Legg- bakv. (F) (V) (TH) (V/TH) stig (A) (B) (C) (B/A) lengd (AxB) Fituþykkt á síðu -0,27 0,37 0,05 0,30 0,16 -0,64 -0,16 0,76 0,39 0,21 -0,46 Flatarmál bakv. -0,23 -0,27 -0,47 -0,04 0,45 0,78 0,86 -0,48 0,23 -0,29 vöðvans og fítuþykkt hafa haft á hlutfall vöðva og fítu í skrokkn- um. Rannsóknir á vefjasamsetn- ingu lambaskrokka með ná- kvæmum krufningum hafa leitt í ljós að við hvem mm sem fitu- þykkt á síðu eykst, eykst heildar- fíta skrokksins um 168 g og við hvem cm2 sem flatarmál stækkar eykst heildarvöðvamagnið um 140 g (Thorsteinsson, S.S. 1995; Sigurgeir Þorgeirsson og Stefán Sch.Thorsteinsson 1985). Miðað við þessi skilyrði og 0,2 kg þyng- ingu fallsins má áætla að heildar- vöðvi í lambaföllum hafi aukist um tæp 5% og heildarfitan minnkað um 10% frá 1978-96. Af erfðafylgni milli eiginleika má sjá væntanlegar breytingar sem verða við úrval og stærð hennar sýnir hve náið sambandið er á milli eiginleikanna. Erfðafylgni milli flatarmáls bakvöðvans og síðufitu er neikvæð og nemur -0,46, en bæði málin hafa jákvæða erfðafylgni við fallþungann, bak- vöðvinn 0,59, en fituþykktin tölu- vert lægri, eða 0,29. Mat á erfða- fylgni fallþungans við önnur skrokkmál fyrir tímabilið 1978-96 vom ekki tiltæk, en samkvæmt eldra mati er hún jákvæð hjá öll- um eiginleikum, þar sem stærri skrokkum fylgja stærri mál, og má ætla að svo sé ennþá, en stærðar- gráðan kann eitthvað að hafa breyst vegna breytts arfgengis. I 3. töflu er sýnd erfðafylgni milli þeirra eiginleika, sem valið var fyrir, og annarra skrokkmála sem mæld vom á tímabilinu 1978-96. Óhætt er að segja að úrvalið fyrir stærra flatarmáli bakvöðvans og um leið gegn fituþykktinni hafi fremur hagstæð áhrif á vaxt- arlagið og stefni því að settu markmiði, nefhilega að framleiða dilkafoll með þykkum vöðvum og hóflegri fitu. Rétt er þó að vekja athygli á hinni neikvæðu erfða- fylgni milli víddar bijóstkassans og flatarmáls bakvöðvans annars vegar og þeirri jákvæðu milli 11 13 15 17 19 21 23 Fall, kg 4. mynd. Hlutfall (%) heildarvöðva við mismunandi fallþunga. 11 13 15 17 19 21 23 Fall, kg 5. mynd. Hlutfall (%) heildarfitu við mismunandi fallþunga. Freyr 5/2002 - 65 |

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.