Prentarinn - 01.01.1968, Blaðsíða 8

Prentarinn - 01.01.1968, Blaðsíða 8
tækifæri sem í dag lögð upp í hendur prent- verksins til fjölbreytni í útliti og prentaðferð- um. Prentiðnin stendur í dag á krossgötum, að því er ég hygg, og er erfitt að segja um hver þróun kann að verða á sviði iðngreinarinnar, en eitt er augljóst, að hún er að breytast í ótal afhrigði er geta að mestu eða öliu leyti tekið við af verksviði iðnarinnar í dag. Þess vegna tel ég það eitt höfuðviðfangsefni þeirra er við starfið vinna og þeirra er prentverkin reka að sameinast í einu átaki um algjöra stefnubreytingu í uppfræðslu nýliða og að fræðslumálum prentiðnarinnar, og þá með hliðsjón af þætti fjölmiðlunartækninnar og hinni augljósu og öru þróun hennar. ESlilega eru menn ávallt smeykir við að eldri hefðir bíði lægri hlut, sem þær yfirleitt hljóta að gera, en engin hætta er á ferðum ef fetað er áfram á braut nýrrar þekkingar og reynslu. Þó hefur fámenn þjóð í tiltölulega stóru landi nokkra sérstöðu, því að stakkur- inn verður að sníðast við hæfi vaxtarins. Fyrir slíkar aðstæður er eitt öllu þýðingar- mest, gæði verkanna. — Við höfum hendur og hugvit til þess að gera sambærileg verk í prentiðninni við nágranna okkar, en því meiri sem ysinn og hraðinn verður er tamningin nauðsynlegri. Að lokum: „Höfum við gengið til góðs, göt- una fram eftir veg?“ Hefur okkur láðst að aðhæfa okkar smáu aðstæður vegna annarra dægurmála eða gleymt að renna stoðum undir framtíðina, nýjan dag í þörfustu listiðngrein mannkynsins? Og ef svo er, eigum við þá aS endurskoða aðstæður okkar sem 200.000 manna þjóðar í dag og vinna samkvæmt því? í tilefni þesserar 500. ártíðar Jóhanns Gut- enbergs vil ég hvetja samtök prentverksins til þess að skapa hliðstæð tímamót í framtíðar- afstöðu til prentlistarinnar og þeirra augljósu tímamóta er iðngrein okkar eru þegar sköpuð, og eru að myndast. Ólafur Björnsson, prentnemi: Iðnskólínn Eins og iillum er kunnugt þá tekur prentnám fjögur ár, þar af eru tveir mánuðir á ári hverju í iðnskóla. Tveir mánuðir eru ekki langur tími og því mikilsvert að sá tími nýtisf sem bezt. Hvernig er kennslufyrirkomulagið? Því er fljótsvarað: það er stórgallað. Gallarnir liggja fyrst og fremst í því hve litlar kröfur eru gerð- ar til nemendanna. Þetta er útbreidd skoðun meðal iðnnemanna sjálfra. Kom þetta meðal annars skýrt fram á síðasta þingi I.N.S.I. nú í haust. AS vísu héldu nokkrir því fram að ef námið yrði þyngt myndu margir falla. Þetta sjónarmið finnst mér bera vott um mikla skammsýni. Ekki er hægt að ætlast til að öllum sé lileypt gegnum ISnskólann (í greininni er átt við ISnskólann í Reykjavík), það er bein- linis ótækt að miða kennslufyrirkomulagið við algjört lágmark, slíkt er vonlaust með öllu. Margir nemendur hafa litið á ISnskólann sem einskonar afslöppunarstað. Sumir jafnvel talið skólatímann einskonar auka sumarfrí. Ástæðuna fyrir þessu tel ég þá, að menn koma inn í skólann með mjög misjafna undirbún- ingsmenntun. Allt frá lands- og gagnfræða- prófi niður í skylduna, þ. e. annan bekk gagn- fræðaskóla. Iðnfræðslulöggjöfin nýja gerir að vísu ráð fyrir því að menn hafi að minnsta kosti lckið miðskólaprófi, þ. e. þriðja bekk gagnfræðaskóla, en lítið ber enn á að þessu sé framfylgt. Þetta orsakar það að kennslan miðast að miklu leyti við námsefni gagnfræða- skólanna. Ágætt dæmi um þetta er tungumála- kennslan (enska og danska). Þar eru þeir sem hafa gagnfræðamenntun gjarnan látnir taka 6 PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.