Prentarinn - 01.01.1968, Blaðsíða 38

Prentarinn - 01.01.1968, Blaðsíða 38
ins, setti þingið og gat þess í ræðu sinni að hann yrði ekki aftur í kjöri. Hann væri hættur störfum hjá svissneska prentarafélaginu vegna aldurs og því eðlilegt að hann léti líka af embætti sem forseti IGF. Hann minnti á að þrátt fyrir allar tækni- framfarir byggi meira en helmingur mann- kynsins við hungur og neyð og enn væru háð- ar grimmilegar styrjaldir. Verkalýðshreyfing- in hlyti því að vinna að því með öllum sínum krafti að friður kæmist á, og vísindin yrðu öllu mannkyninu til heilla en ekki einungis hluta þess, eins og nú er. Hann vék að lokum að þeim málum sem lágu fyrir þinginu og starfi IGF síðustu þrjú árin. Þegar hann hafði lokið máli sínu fluttu gestir ávörp. Eftir hádegi sama dag hófu prentarar íiðn- grein I) að þinga um sín sérmál, en aðrir full- trúar fengu tækifæri til þess að skoða sig um í London. Auk stjórnarkosninga o. þ. u. 1. voru þetta helztu málin á dagskrá fundarins: 1. Atvinnu- öryggi prentara, 2. Hverjir skulu vinna á prentvélar, sem bæði eru gerðar fyrir offset- og hæðarprentun? 3. Menntun stéttarinnar nú og í framtíðinni. Arnold Steiner frá Austurríki, formaður prentaradeildarinnar, setti fundinn og umræð- urnar snerust mikið um örar tæknibreytingar i prentiðnaðinum og áhrifin sem þær hafa. Sjálfvirkni hefur aukizt mikið í prentverk- inu eins og flestum öðrum iðngreinum og því þarf færri hendur til þess að vinna verkin og aðra kunnáttu. Dr. Gúnther Friedrich, for- stöðumaður sjálfvirknideildar málmiðnaðar- sambandsins í V-Þýzkalandi, hélt fyrirlestur á tækniráðstefnunni og tók dæmi um þetta frá sínu heimalandi. Hann sagði m. a.: „Ef litið er á vesturþýzka iðnaðinn í heild þarf nú 60% minni vinnukraft en fyrir 16 árum til þess að framleiða tiltekið magn af vörum. 1950 þurfti 203 vinnustundir til þess að framleiða vörur að verðmæti 1000 mörk. 1966 þurfti ekki 203 vinnustundir — aðeins 78. Þessi furðulegi munur er árangur sjálf- virkni og annarra tækniframfara. Þetta sést greinilega þegar gerður er sam- anburður á hagskýrslum vesturþýzka iðnaðar- ins árin 1961 og 1966. Á þessum fimm árum urðu eftirtaldar breytingar: Framleiðsla................ -f-25,4% Vinnutími pr. starfsmann -4- 5,7% Iðnverkafólk ............ -4- 3,5% Skrifstofufólk............. -(-17,7% Starfsfólk alls................ 0,8% Tölurnar sýna að á sama tíma og fjöldi starfs- fólks er nær óbreyttur og vinnutíminn hefur stytzt um 5,7% er framleiðsluaukningin 25,4%.“ Um prentiðnaðinn í V-Þýzkalandi sagði Gúnther Friedrichs þetta m. a.: „Þótt starfsfólki í pappírs- og prentiðnaði hafi fjölgað nokkuð, er augljóst hve iæknin hefur sparað mjög mannafla. Þar óx fram- leiðslan nær því 58% frá 1958 til 1955, en starfsfólki fjölgaði aðeins um tæp 19% á sama tíma, og vinnutíminn styttist þó um 12%.“ Það kom fram í umræðunum á fundi prent- ara að svipaða sögu er að segja frá öðrum John Bonjield, jorseti IGF. 36 PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.