Prentarinn - 01.01.1968, Blaðsíða 16

Prentarinn - 01.01.1968, Blaðsíða 16
langt á undan sinni samtíð, er fellur illa í far- veg venjubundinna hátta — sofandahátt og kyrrstöðu samtíðarmanna — og telja verður utan garðs i íslenzku þjóðlífi, bæði heima og heiman, þrált fyrir afhurðagáfur og hugsjóna- eld. Maður þessi er Frímann B. Arngrímsson, sem af fórnfýsi og stórhug leggur grunninn að íslenzkri blaðamennsku vestan hafs, sem hlaut að standa, og bera ríkulegan ávöxt. Við .hlið Frímanns herst fyrstu mánuðina annar af- burðamaðurinn, Einar Hjörleifsson (Kv3ran). —- Engin tök eru á, vegna afskammtaðs rýmis í blaðinu, að rekja sögu Heirwkringlu eins og æskilegt væri. — Á ýmsu gengur fyrsta kastið, fjárhagurinn er í molum og tíð eigendaskipti. Að blaðinu ráðast samt á næstu árum frábærir ritsnillingar og gáfumenn. I þeim hópi er Gest- ur Pálsson, skáld og rithöfundur, sem verður ritstjóri 12. júní 1890, en andast í ágúst 1891. Næstur tók við ritstjórn'nni Jón Erlendsson Eldon, sem þá mun hafa verið við nám í prent- iðn, því hann flytzt ekki vestur fyrr en 1888. Sagt er um Jón, að hann hafi verið „miklum gáfum gæddur, prýðilega skáldmæltur og í bezta lagi ritfær, hafði Ijósa sjón á því, sem fyrir bar, og skarpan skilning.“ Jón var rit- stjóri um eins árs bil, því hann sá um útgáf- una síðustu vikurnar, sem Gestur lifð', en aldrei stcð nafn hans á blaðinu. Nú kemur Jón Olafsson skáld til sögunnar. Hann fór vestur um haf 1891, og gerðist þá meðritstjóri Lögbergs, ásamt Einari Hjörleifs- syni, en síðar einn um hríð. Jón stofnar Oldina 7. okt. 1891, og hyg"st gefa út áreiðanlegt blað, sem segir almenn tíðindi skynsamlega, eins og segir í fyrsta tölublaði. 2. marz 1892 renna Heimskringla cg Oldin saman í eitt blað, og er Jcn Ölafsson ritstjórinn. Kom blaðið út tvisvar í viku þar til í marz 1893, er Oldin verður aflur að sérstöku riti. Jón var áfram ritstjóri Heimskringlu þar til 4. marz 1894, að hann flytzt alfarinn frá Winnipeg, fyrst til Chicago, síðan heim til Islands. Jón er talinn einn fremsti blaðamaður, sem ísland h.efur alið, en þótti æði tannhvass og ekki alltaf sanngjarn í dómum, ætti hann í úíistcðum við menn. Hér er lítið sýnishorn, sem ekki þætti fágað orðbragð í nútíma blaða- mennsku: „Vesalings leigublaðs-kálfskinns- náraklippings-skækillinn! Þrátt fyrir mútur og snýkjur og sleikjur og slorspæni er ]>að nú svo á rassinum, að það getur ekki komið út nema einu sinni um vikuna — sjálfsagt með 6 til 7 dálka megrunarsóttina, sem vön er að þjá snepilinn.“ Enn er hlaupið yfir sögu. Árið 1898 verður Baldvin L. Baldvinsson eigandi og ritstjóri Heimskringlu. Hann er talinn einhver athafna- mesti Winnipeg-íslendingur, sem uppi hefur verið; þingmaður Gimli-kjördæmis og aðstoð- arfylkisritari Manitóba um skeið. Baldvin er innflutningsstjóri Kanadastjórnar árin 1886 —1896, og duglegastur allra vesturfara-agenta, en líka sá er bar hag þeirra mest fyrir brjósti. Jóhann Th. Beck, jramkvœmdastjóri Columbia Press 1942—1956. Hann var seinasti prentsmiðjustjóri þessa fyrirtœkis, en starjar nú sem julltrúi i prentsmiðju þeirri, sem prentar Lögberg-Heimskringlu, Walling- jord Press Ltd. Jóliann er einstakur gœðadrengur og mesta lipurmenni, enda sístarjandi í þágu landa sinna, og lœtur sér fátt óviðkomandi er varðar hag og heiður Islendinga. 14 PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.