Prentarinn - 01.01.1968, Blaðsíða 9

Prentarinn - 01.01.1968, Blaðsíða 9
próf á fyrstu dögum námstímabilsins og þurfa svo ekki að mæta fyrr en lokapróf hvers nám- skeiðs fer fram. Tungumálakennslan er einnig allt of einskorðuð við almennt efni, en ekkert tillit tekið til sérstöðu hinna ýmsu iðngreina. Nær væri að helga nokkrum hluta kennslunnar hverri grein fyrir sig, svo nemarnir læri fag- orðin í þessum tungumálum. I reikningi mætti einnig hafa samskonar lilhögun, og hafa nokkra reiknistíma þar sem reiknað væri út frá punktakerfi, pappírsstærðum, pappírs- þyngd og þessháttar. Teiknikennslunni mætti einnig breyta í fyrsta bekk og sleppa fríhendis- og flatarteikn- ingu, taka upp leturblaðateikningu fyrir setj- aranema og einfalda litblöndunarfleti fvrir pressunema, sem nú er kennd í öðrum bekk. — Hvað íslenzkunni viðkemur þá er með réttu lögð áherzla á að prentnemar hafi gott vald á íslenzkri tungu, og á þetta auðvitað einkum við setjaranemana. Enda er krafizt hærri lágmarkseinkunnar af prentnemum en nemum í öðrum iðngreinum, og ættu þeir þess vegna að njóta meiri og strangarikennslu. En svo er ekki, námsskráin hljóðar upp á sömu kennslu í hvaða iðngrein sem er. Það skal tekið fram að þetta er eigi skrifað til að kasta rýrð á þá kennara sem hér eiga hlut að máli. Þeir vinna sitt verk vel, heldur er hér kennslufyrirkomulaginu um að kenna. Snúum okkur þá að mikilvægasta hluta kennslunnar, verknámskennslunni. Ekki hefur henni verið mikill sómi sýndur hvað húsnæði og tækjakosti viðkemur. I loftlágum kjallara Iðnskólans er aðsetur þessa menningarmuster- is íslenzkra prentnema. Og í þessu ,,bráða- hirgðahúsnæði“ hefur kennslan farið fram undanfarin 10 ár. Svo lágt er þar til lofts í setjarasal að menn yfir meðalhæð mega vart uppréttir ganga, og hygg ég að húsnæði þetta höggvi all nærri reglugerð um heilbrigði á vinnustað. I pressusalnum er að vísu hærra til lofts, en þrengsli eru þar mikil. Tækjakostur pressunema verður einnig að teljast lélegur, fjórar gamlar pressur. Segja má að í setning- unni sé ástandið nokkru betra, nokkuð er til af lausaletri og ágæt afþrvkkingarpressa. Lítið er hinsvegar um vélsátur og verður það að teljast bagalegt. Kennsla í vélsetningu er hins- vegar engin, og er það óafsakanlegt. Kennarar verknámsdeildar, þeir Öli Vestmann og Olgeir Axelsson, gera sitt bezta við þessi erfiðu skil- yrði og við þá er eigi að sakast. Draumur þeirra, svo og allra þeirra, sem um þessi mál hugsa, er að hin nýja viðbótarbygging Iðn- skólans komist sem fyrst í gagnið, en þar er fyrirhugað að verknámsdeildin fái inni í rúm- góðu og hentugu húsnæði. Þessi viðbótarbygg- ing er kapítuli útaf fyrir sig, en á hverju hausti undanfarin ár hefur verið vonast til að hún yrði tekin í notkun á „næsta ári“. Áhuga- leysi opinberra aðila á þessum framkvæmdum við aukningu Iðnskólans verður að teljast furðulegt. Með nýju húsnæði myndi aðstaða öll gerbreytast, nýjar vélar og ný tæki munu væntanlega hafa þar greiðan aðgang og að- staðan við kennslu verða allt önnur. Hverjir eru svo möguleikar til framhalds- menntunar? Bent var á hér að framan hve tungumálakennslan væri léleg, og hlýtur tungu- málakunnáttan að verða mikill fjötur um fót þeim iðnaðarmönnum sem leita framhalds- menntunar erlendis. Það er dýrt spaug að fórna kannske nærri ári til að komast nógu vel niður í viðkomandi máli til þess að geta fylgzt með kennslu. Annar mikill þröskuldur í vegi er eðlis- og efnafræði, en eins og margir vita eru gerðar rniklar kröfur í því sambandi í fagskólum erlendis. Þar er komið við auman blett, líklega einn þann aumasta í kennslu- fyrirkomulagi Iðnskólans. Þar er eðlis- og efnafræðin kennd í einum bekk, ég endurtek, einum hekk (öðrum bekk), með algjörlega ófullkomnum tækjum og þar með húið. Geta allir heilvita menn séð hversu haldgott vega- nesti það er í erfitt framhaldsnám. Kennslufyrirkomulagið og námsaðstaðan verður að batna og kröfurnar að aukast að sama skapi til nemendanna. Með því væri tryggt að nemendur sem útskrifast úr Iðn- skólanum væru betur undir lífsstarf sitt húnir, og hefðu betri aðstöðu til að afla sér þekk- ingar erlendis. Slíkt myndi fljótlega ávaxta sig með bættum vinnubrögðum. PRENTARINN 7

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.