Prentarinn - 01.01.1968, Blaðsíða 32

Prentarinn - 01.01.1968, Blaðsíða 32
hátt fullvinna hvern hlut. Starfsemin er þannig skipulögð að unnt er að vinna samtímis að þúsundum atriða í framleiðslunni og verk- smiðjufólkið getur unnið á sínum stað allan daginn, án þess að þurfa að sækja eða fara með nokkurn hlut. Fjögur færibönd, hvert um sig 88 m á lengd, eru í digul-vélaverksmiðj- unni, svo dæmi sé nefnt. Eftirlitsstöðvar með vissu millibili Allskonar aðferðir til eftirlits og prófunar eru notaðar í verksmiðjunum og hefst eftir- litið á hráefninu og endar, þegar fullsmíðuð vélin er endanlega reynd. Á meðan á fram- leiðslunni stendur verða starfsmennirnir t. d. að fá hlut númer 1, 5, 50, 100, og svo fram- vegis yfirfarinn. Þetta er hluti af mjög ná- kvæmu eftirlitskerfi, sem hefur þróazt áratug- um saman, og kemur í veg fyrir ónákvæmni og skyssur. Á meðan vélin er ennþá á færi- bandinu er hver einasta þeirra reynd í 36 klukkustundir lil þess að reyna þolrifin í þeim og gerðar eru prófanir á nákvæmni og áferð prentunarinnar. Stœrstu jlutningabönd í vélsmíði Bifreiðaiðnaðurinn notar flutningahönd við bifreiðasmíðina og þar er mótorblokkin stærsti og þyngsti hluturinn, en Heidelbergverksmiðj- urnar þurfa að glíma við miklu stærri og þyngri stykki. Flutningabönd hafa ekki fyrr verið notuð fyrir hluti sem vega allt að tvö tonn eins og botnplötur í Heidelberg cylinder- vélarnar. Þannig flutningabönd eru í báðum samsetningarsölunum fyrir cylindervélarnar. Þarna eru 11 lil 15 botnplötur í framleiðslu í einu, og allt að 86 mismunandi verkefni unnin á þeim á 30 mínútum. Alls konar sérdeildir eru í hverjum sam- setningarsal, til dæmis stillingardeild, máln- ingardeild, fullkomin deild fyrir málmhúðun með 45 sjálfvirkum böðum. Á sérstöku sam- setningarverkstæði eru ný áhöld til fram- leiðslunnar reynd. Fimmtíu þúsund prentarar hafa skoðað verksmiðjurnar í Wiesloch Venjulega tekur það um eina og hálfa klukkustund að skoða þessa stærstu prentvéla- verksmiðju í heimi; gengið er framhjá færi- böndum og löngum röðum véla. Þess vegna er eðlilegt, að gestir fái aðeins mjög almennar hugmyndir um verksmiðjurnar eftir svo stutta heimsókn. Hver gestur fær útvarpsmóttakara með hátölurum, sem lagðir eru við eyrun. Ollum skýringum er síðan útvarpað í gegnum útvarpsstöð á þýzku, ensku, frönsku, spænsku, portúgölsku, ítölsku, hollenzku, sænsku, dönsku, norsku, finnsku, grísku, tyrknesku, arabisku og japönsku. Og heimsókn í þessar verksmiðjur verður öllum ógleymanleg. H eidelbergskólinn Árið 1951 var haldið fyrsta þjálfunarnám- skeiðið fyrir prentara hjá Heidelbergverk- smiðjunum og síðan hefur þessi starfsemi sí- fellt verið aukin, og eru námskeið haldin á þeirra vegum um víða veröld. Þetta er ein merkasta þjónusta framleiðanda við viðskipta- vini sína í þessari framleiðslugrein, sem mér er kunnugt um. Til vorsins 1967 höfðu um tíu þúsund prentarar alls staðar að úr heim- inum notið leiðbeininga og þjálfunar í Heidel- berg einni saman. Nú standa verksmiðjurnar fyrir námskeiðum í 44 borgum. Þar á meðal má nefna þær borgir, sem næstar okkur eru, t. d. Osló, Stokkhólm, Kaupmannahöfn, Lond- on, Amsterdam, París, Hamborg og Diissel- dorf. Og námskeið eru í undirbúningi á enn fleiri stöðum. Vonandi verður hægt að birta töflu yfir námskeiðin á komandi sumri í næsta töluhlaði. Eg hef leitazt við að kynna Heidelberg- verksmiðjurnar og margslungna framleiðslu- hætti þeirra, en eitt hefur þó alveg orðið út- undan og verður að bíða betri tíma, en það er lýsing á hinum mörgu tegundum prentvéla, sem verksmiðjurnar smíða, og endurbótum og nýjungum, sem fram hafa komið undanfarið. 30 PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.