Prentarinn - 01.01.1968, Blaðsíða 23
millj. sænskra króna hætta greiðslur til hans,
en hefjast á ný hafi höfuðstóllinn lækkað í
2 millj. vegna styrkja úr sjóðnum.
Þegar aðildarsamband á í vinnudeilu, sem
nær til )4 félagsmanna, á það kröfu á fjár-
hagslegum styrk í allt að 13 vikur, miðað við
upphaf 2. viku deilunnar. Standi deilan lengur
skulu fulltrúar sambandanna koma til fundar
og ákveða hvort áfram skuli greiddur styrkur
og hve mikill.
Upphæð verkfallsstyrks er 10 sænskar kr.
á viku á mann, miðað við þá félagsmannatölu,
er síðast var greiddur skattur af.
Komi til vinnustöðvunar hjá fleiru en einu
sambandi samtímis og sé nauðsynlegt af fjár-
hagsástæðum að takmarka styrkveitingar,
skulu fulltrúar sambandanna koma til fundar
og ákveða upphæð styrkja.
Eign styrktarsjóðs nam í árslok 1966
1.693.545,00 sænskum krcnum og nálgast því
óðum sá áfangi að unnt sé að greiða styrki úr
sjóðnum. Hins vegar hafa verið í gildi frá
árinu 1945 sérstök ákvæði um gagnkvæman
styrk í vinnudeilum. Eru þá meðlimir þeirra
sambanda, sem utan við deiluna standa, skatt-
lagðir hverju sinni.
Þátttaka og aðbúð
Þátttakendur á ráðstefnunni í Rpmp s.l.
sumar voru eftiríaldir menn úr stjórnum prent-
arasambandanna á Norðurlöndum: Frá Finn-
landi Erkki Nissilá, Aarne Koskinen, V. Kal-
ervo, Judith Sundman (túlkur). Frá Noregi
Roald Halvorsen, Reidar Langás, Arild Wi-
gárd. Frá Svíþjóð Erik Alderin, Sten Ceder-
qvist, Olle Hansson. Frá Danmörku Henry
Nielsen, Gerhard Jensen, Louis Andersen,
Hartvig Meyer. Frá Islandi: Pjetur Stefáns-
son og Stefán Ögmundsson (áheyrnarfulltrú-
ar).
Eiginkonur fulltrúanna voru með þeim, en
tóku að sjálfsögðu ekki þátt í hinum eiginlegu
fundarstörfum, en allir mötuðust jafnan sam-
an.
Eins og fyrr segir stóð ráðstefnan í 2 daga.
En svo vel var fyrir öllu séð um skipulag um-
ræðna og deilingu frístunda til matar og hvíld-
ar, að ekki vottaði fyrir þeim þunglamalega
blæ, sem oft einkennir slíka fundi, þreyttir
menn og svæfir. Erfitt væri að hugsa sér betri
aðbúnað allan, mat og þjónustu. En hin vist-
legu híbýli Hotel Lakolk ættu vissulega skilið
sérstakan kapítula, svo nýtízkuleg, hagkvæm
og listræn sem þau eru að allri gerð.
Ráðstefnan sett — Islandi fagnað
Formaður danska prentarasambandsins,
Henry Nielsen, setti ráðstefnuna og bauð full-
trúa velkomna. Hann vék sérstakri kveðju til
okkar Islendinga, sem væru í fyrsta skipti
þátttakendur í Nordisk Typograf-konference,
sem áheyrnarfulltrúar. Hann sagðist vona að
ráðstefnan yrði árangursrík og fulltrúarnir og
konur þeirra mættu njóta sem þægilegastrar
dvalar.
Forseti ráðstefnunnar var kosinn Henry
Nielsen, ritari Louis Andersen. Yar síðan geng-
ið til dagskrár.
Framsöguræður
Finnland
Erkki Nissilii frá Bókagerðarsambandi Finn-
lands (prentarar og bókbindarar) tók fyrstur
til máls. Ræddi hann m. a.um síðustu samninga
finnskra bókagerðarmanna, sem voru hinir
markverðustú á marga lund. Samningaumleit-
anir stóðu lengi ýfir, en ekki náðist samkomu-
lag. Kom því til verkfalls, er stóð frá 8.—29.
marz 1967. Það sem einkum vannst í þessum
átökum var 40 stunda vinnuvika, en hún hófst
hinn 1. janúar 1968. Nokkrar kauphækkanir
náðust fram, í áföngum (sbr. 1,—11. tbl. Prent-
arans), vikulaun í stað tímalauna, og mikils-
verð ákvæði um endurhæfingu prentara til
nýrra starfa í samræmi við hina nýju tækni-
þróun í iðninni.
Noregur
Roald Halvorsen frá Noregi tók næstur til
máls. Hann skýrði frá höfuðverkefnum sl. árs.
Þar voru sameiningarmál bókagerðarmanna
fyrirferðarmest, og eru þeir nú sem kunnugt
er í einu sambandi og sumstaðar hafin frekari
sameining einstakra félaga. Þannig eru prent-
PRENTARINN
21