Prentarinn - 01.01.1968, Blaðsíða 33
Haukur Már ræðir víö Ólaf Inga
Jónsson, vélsetjara, sem ný-
lokíð Hefur námi hjá Harris
Intertype í Englandí.
í skóla
hjá
Intertype
Ölajur Ingi Jónsson aS starji í Prentsmiðju Vísis.
(Ljósm. Bragi Guðmundsson).
Þegar líða tók á síðasta ár, bar það til tíðinda,
að ungur vélsetjari í prentsmiðju Vísis, var
gripinn menntaþrá í fásinninu hér heima.
Hann gerði sér lítið fyrir og dreif sig yfir
Atlantshaf og Norðursjó (flugleiðis) og sett-
ist á skólabekk hjá Harris Intertype Ltd. í
Slough, sem er smáborg í Buchingham-héraöi,
um 30 km frá London.
Olafur Ingi Jónsson, en svo heitir Englands-
farinn, fór þessa ferð á eigin spýtur og bar
allan kostnað sjálfur. — Og þar sem það er
sannarlega ekki á hverjum degi, sem maður
hittir prentara, sem þjáist svo af bráðafróð-
leiksfýsn, að þeir eyði tugum þúsunda til að
ráða bót á henni, bað ég Ólaf að segja mér
frá þessari námsferð, og tók hann vel í það.
Síðan settumst við niður í eftirvinnuleysi
janúarmánaðar og röbbuðum saman, og fer
útkoman hér á eftir:
„Hvernig stóð á þessari ferð þinni, Ólaf-
ur?“
„Þannig var, að þegar ég var búinn með
sveinsprófið í setningu, langaði mig á vél. En
mig langaði líka til að vita eitthvað meira um
vélina en einmitt það, sem þarf að vita til að
geta slegið á borðið. Ég talaði um þetta við
prentsmiðjustjórann, sem raunar var líka
meistarinn minn, Guðmund Benediktsson, og
hann benti mér á þennan skóla og hvatti mig
til að reyna að komast þangað. Hann hjálp-
aði mér líka á margan hátt, pantaði fyrir mig
skólavistina og þess háttar, og var mín helzta
stoð í þessu máli.
Mér var veitt skólavist og fór út 31. sept-
ember, en skólinn byrjaði 2. október.“
„Og hvernig gekk ferðin út?“
„Ferðin út gekk vel, en það tók verra við,
þegar kom í flughöfnina í London. Flughafn-
arbyggingin er gífurlegt mannvirki, langir
gangar og stórir salir. Þarna átti ég að hitta
mann frá skólanum, einkenndan með nafni
skólans í barmi. En þetta var eins og að leita
að nálinni frægu; það hefði verið erfitt að
koma auga á velþekkt andlit í mergðinni, sem
þarna var, — en ógerlegt að finna mann, sem
maður hafði aldrei augum litið, — þrátt fyrir
merkið í barminum. Þetta endaði með því, að
PRENTARINN
31