Prentarinn - 01.01.1968, Blaðsíða 37

Prentarinn - 01.01.1968, Blaðsíða 37
Frá alþjóðaþingi bókagerðarmanna. frá 29 löndum innan IGF og félagatala allra sambandanna var þá 702.596. Bókagerðar- menn í sósíalísku löndunum eru ekki í IGF og öll bandarísku og kanadisku félögin hafa staðið utan við Alþjóðasambandið þar til nú í haust að bandarísku offsetprentararnir sóttu um aðild. Hið íslenzka prentarafélag gekk í IGF 1949, tveimur mánuðum eftir stofnfund sambands- ins. 7. IGF-þingið í London var haldið í húsa- kynnum brezka alþýðusambandsins, nýlegri og veglegri byggingu við Great Russel-stræti í Bloomsbury-hverfinu, en það er mjög mið- svæðis í þessari víðáttumiklu borg. Islend- ingar eru vafalaust kunnugir næstu götu, sem liggur samhliða Great Russel-stræti— þ. e. a. s. Oxford-stræti. Bloomsbury-hverfið er þekkt fyrir mennta- stofnanir sem þar hafa aðsetur. Þetta er há- skólahverfi Lundúna. Og í Bloomsbury er það fræga safn, British Museum, spölkorn frá húsi alþýðusambandsins. I British Museum er mik- ið bókasafn, þar eru geymdar um 7 milljón bækur. I safninu eru m. a. sýnishorn af öllum bókum sem komið hafa út í Bretlandi, en líka ýms merkisrit, sem Englendingar „tóku til handargagns" viðsvegar um heiminn og fiuttu til Englands — eins og fleira sem er í þessu safnahúsi. Ekki var ætlunin að þetta yrði ferðalýs- ing frá London, heldur reynt að segja stutt- lega frá þingi Alþjóðasambandsins, og því er rétt að snúa sér að efninu. 125 fulltrúar sátu þingið og margir langt að komnir, t. d. frá Kólumbíu, Ceylon, Ind- landi og Trinidad og sumir Afríku- og Asíu- mennirnir klæddust litríkum þjóðbúningum, sem stungu mjög i stúf við gráan klæðnað Evrópubúanna. Ernst Leunberger, forseti Alþjóðasambands- t’REN'TARINN 35

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.