Prentarinn - 01.01.1968, Blaðsíða 11

Prentarinn - 01.01.1968, Blaðsíða 11
urnar, — bókmenntaarfinn — oft aleigu ís- lenzka einyrkjans. En með vaxandi borgarmenningu eykst þeim ásmegin. Þeir taka smótt og smótt að leggja frá sér hakann og skófluna; verða brátt hlut- gengir í þjóða-„safninu“ til ábyrgðarmeiri starfa, og með tíð og tíma taka þeir forustuna í ýmsum veigamiklum þáttum þjóðlífsins. Nægir þar að nefna blaða-, bóka- og tímarita- útgáfu þeirra; byggingarframkvæmdir, sem eru einstæðar, sé miðað við höfðatölu og arf- genga þekkingu í byggingarlist. Ber Winnipeg enn í dag merki hinna stórhuga manna. Vart Starjsjólk Columbia Press og Lögbergs áriS 1955: Frá vinstri: Einar P. Jónsson, ritstjóri, Arni Þór Vík- ingur, vélsetjari, Ste/anía Eydal, Jóhann Tli. Beck, prentsmiSjustjóri, Flora Benson, Joleen Helgason, Sigurður Rósenkranz, SigríSur Sigurjónsson, Björn Benson, prentari, Bragi Thorgrimsson. — Myndina tók Kjartan O. Bjarnason. verður gengin sú gata í hinni snyrtilegu borg, að ekki blasi við manni eitthvert stórhýsið, sem risið hefur af grunni fyrir atbeina fram- gjarnra Islendinga. I félagslífi verða þeir einn- ig áberandi og áhrifaríkir á ýmsum sviðum. Hér er ekki rúm til að rekja þá sögu, en óneit- anlega er hún girnileg til fróðleiks. . .. Mörgu hefur verið spáð og margt hefur verið rætt og ritað um lífsskilyrði og lífsmögu- leika íslenzkrar tungu og íslenzks ])jóðernis í Ameríku og langt er nú síðan að menn þóttust sjá dánardægur hennar og kváðu upp dauða- dóm yfir öllu íslenzku á þessu meginlandi. Dauðir eru nú þeir menn sumir, en íslenzkan lifir enn, og hinir, sem enn eru á lífi, úr þeirri hjörð, líklegir til að safnast til feðra sinna á undan „ástkæra, ylhýra mólinu“, því þó dofn- unarmerki kunni að sjást sumstaðar hér í álfu á meðal Islendinga ó virðingu og viðhaldi á PRENTARINN 9

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.