Prentarinn - 01.01.1968, Blaðsíða 18
Síðasta vígi kvenþjóðarinnar vestur-ís-
lenzku, tímaritið Ardís, féll á næstliðnu ári, þá
að meginefni á ensku, eftir 34 ára giftudrjúgt
starf í þágu íslenzkrar menningarviðleitni. —
Geta má þess, svona í lokin, að vestur-íslenzk
kona stofnaði fyrsla íslenzka kvennahlaSið,
líklega fyrsta kvennablaðið í Kanada.
Enn er ógetið margra blaða og tímarita, •—
og koma prentarar þar eigi óvíða við sögu.
Nú verður rakið einskonar prentaratal, í
mörgu áfátt og ófullkomið:
Merkasti bókagerðarmaður og bókaútgef-
andi í Winnipeg var Olafur S. Thorgeirsson
prentari. Hann vann ómetanlegt brautryðj-
endastarf með útgáfu almanaks síns. I því er
að finna ótæmandi fróðleik um ýmisleg efni
úr sögu frænda vorra, m. a. hin stórmerku
drög til landnámssögunnar vestan hafs, sögur
og greinar almenns efnis og mannalát. — Ars-
rit þetta kom út í sextíu ár. Það hóf göngu
sína árið 1894, og var hann ritstjóri þess frá
upphafi til dánardægurs, 1937, en þá tók við
ritstjórninni dr. Richard Beck, en synir Ólafs,
Geir og Olafur, sem báðir gerðust prentarar,
tóku við útgáfunni.
Olafur S. Thorgeirsson var fæddur á Akur-
eyri 16. sept. 1864. Hann hóf prentnám 14 ára
gamall hjá Birni Jónssyni og starfaði í Prent-
smiðju Norðuramtsins þangað til hann fluttist
til Kanada árið 1887. I þann mund var Lag-
berg að hefja göngu sína og gerðist hann einn
af stofnendum þess og jafnframt fyrsti setjari
blaðsins. Ólafur stofnaði eigin prentsmiðju
árið 1905 og lét brátt til sín taka sem um-
svifamikill bóka- og tímaritaútgefandi. Gaf
m. a. út fíreiSablik (1906—1914) og Syrpu
(1911—1922). Hann þótti mikill athafnamað-
ur og naut almennra vinsælda. Dr. Rögnvaldur
Pétursson lýsir Ólafi og hæfileikum hans á
þessa leið:
„Ólafi sóttist námið vel. Var honum verk
þetta mjög að skapi. Kom strax í Ijós hjá hon-
um listgáfa hans og fegurðarsmekkur sá, er
hann bjó yfir. Stóð hann í því efni mörgum
framar. Unni hann sérstaklega smekklega út-
gefnum bókum eða ritum. Prentiðnin var
ávallt í hans augum ekki eingöngu handiðn
„Nú er hún Snorrabúð stekkur“. — Hér var til liúsa
síðasta íslenzka bókaverzlunin í Winnipeg. DavíS
Björnsson ralc þarna bókasólu í 20 ár og studdi að
samskiptum Islendinga austan hajs og vestan. Hann
er mesta snyrtimenni og hirðusamur á allar íslenzkar
minjar; liejur t. d. tekið Ijósmyndir aj jlestum bygg-
ingum og íbúðarhúsum Islendinga í Winnipeg, búið
]>œr í smekklegan búning og sent Landsbókasajni
Islands til varðveizlu.
eða atvinnugrein, heldur sérstæð list, sem
leggja bar alla alúð við. Kippti honum þar
í kyn til hinna fyrri Islendinga, er hófu hand-
ritagjörð sína upp í veldi lista og fegurðar.
Hann var list-prentari að eðlisfari."
Ólafi var fleira til lista lagt en svartlistin.
Fyrir forgöngu Einars H. Kvaran var íslenzkt
leikfélag stofnað í Winnipeg árið 1886. I þeim
félagsskap gerðist Ólafur brátt liðtækur liðs-
maður, og fær hann lofsamlega dóma í Winni-
peg-blöðunum fyrir mikla leikhæfileika.
Gísli Jónsson, prentari, ritstjóri, skáld og
rithöfundur, er fæddur 9. febrúar 1876 að
Háreksstöðum á Jökuldal. Hann hóf prentnám
hjá Birni Jónssyni á Akureyri 1898, en hvarf
16
1’RENTAIilNN