Prentarinn - 01.01.1968, Blaðsíða 43
að þær ná til allra félagsmanna, hvort sem
þeir komast á fundi eða ekki.
Að endingu vil ég eindregið hvetja félags-
menn, og sérstaklega yngri mennina, til að
fylgjast betur með málefnum félagsins og
sækja fleiri fundi en aðeins kjaramálafundina.
Tímar atvinnuleysis og þrenginga geta kom-
ið aftur. Eldri menn þekkja vel til þess ástands,
þegar félagið varð að berjast harðri baráttu til
að halda uppi kaupi og kjörum.
Traust atvinna síðustu áratuga hefur sem
vonlegt er sljóvgað hugi yngri mannanna fyrir
mikilvægi trausts stéttarfélags.
Segja mætti mér, að þeim lærðist fljótlega,
að meta félagið undir slíkum kringumstæðum.
Ungu prentarar! Standið vel á verði um
félag vort, það stendur eða fellur með aðgerð-
um okkar. RitaS ■ jebr mg
Látnir félagar kvaddir
Gestur Árnason kvaddi þennan heim 15. ágúst
1967, í sátt við allt og alla og var þá nýlega
orðinn 85 ára gamall, f. 28. apríl 1882 að
Fossi í Staðarsveit.
Gestur hóf prentnám í Dagskrárprentsmiðju
1897. Hann vann svo um skeið í Aldarprent-
smiðju, en 1905, árið sem prentsmiðjan Gut-
enberg hóf starfsemi sína, réðist hann þangað
cg starfaði þar óslitið í hálfa öld.
Eftir að Gestur hætti í Gutenberg fyrir ald-
urs sakir var hann samt áfram við pilsfald
prentgyðjunnar, þar sem hann vann ýmis störf
í prentsmiðjum, allt þar til heilsan brast nokkr-
um mánuðum fyrir andlát hans. Gestur var
alla tíð trúverðugur og dyggur prentari. Hann
var mjög árrisull maður, enda féll það í hans
hlut hér áður fyrr að sjá um miðstöðvar-
kyndingu Gutenbergshússins.
Ég kynntist Gesti heitnum lítillega á æsku-
árum mínum, þegar hann var gestkomandi á
heimili foreldra minna, en þegar ég hóf nám
í Gutenberg, varð ég, sem flestir aðrir, hænd-
ur að Gesti.
Hann var alltaf svo elskulegur og þýður í
allri framkomu.
Gestur var afbragðs kátur og skemmtilegur
maður og mjög félagslyndur. Alltaf var hann
með, þegar brugðið var öðru hvoru út af van-
anum og menn gerðu sér dagamun.
Eftir að Gestur hætti í Gutenberg kom hann
iðulega til okkar, a. m. k. vikulega og stundum
oftar, og var að sjálfsögðu kærkominn „gest-
ur“!, og alltaf var hann jafn sprækur og fjör-
ugur.
Gestur kvæntist árið 1909 eftirlifandi konu
sinni, Ragnheiði Egilsdóttur og eignuðust þau
eina dóttur og tvo syni.
Ég þori að fullyrða, að allir sem kynntust
Gesti heitnum, minnast hans með hlýjum huga.
Ef svo er, sem margir halda fram, að eftir
þessa jarðvist förum við í aðra og ókunna til-
veru, þá er ég þess handviss, að þar heldur
Gestur uppi fjörinu.
Jón Otti Jónsson.
Árið 1942 voru 6 unglingar við nám í Ríkis-
prentsmiðjunni Gutenberg. Að hefja nám og
kynnast þeim mörgu göfugu og gáfuðu mönn-
um, sem þar störfuðu, finnst mér í dag hafa
verið góður skóli, kannski sá bezti, sem ung-
lingar gátu fengið.
Eg hafði séð flesta þessa menn áður, vegna
tíðra sendiferða í Gutenberg, þekkti nokkra
með nafni, en allir á*tu þeir það sameiginlegt
að þeir vöktu sérstaka athygli — báru sinn
sérstæða perscnuleika.
Nú eru flestir þessir menn horfnir af sjónar-
sviðinu, síðastur þeirra Gestur Arnason.
Gestur Árnason var fæddur að Fossi í Stað-
arsveit 28. apríl 1882, en fluttist ársgamall
með foreldrum sínum til Reykjavíkur.
PRENTARINN
41