Prentarinn - 01.01.1968, Blaðsíða 17

Prentarinn - 01.01.1968, Blaðsíða 17
Á árunum 1891—1894 gaf hann út blað í Reykjavík, er nefndist Landneminn. Flutti það nær eingöngu fréttir frá Kanada og Islending- um vestan hafs. Baldvin mun hafa leiðbeint um 7000 íslendingum til Winnipeg. Árið 1913 lætur hann af ritstjórn Heimskringlu, og selur um leið útgáfuréttinn og prentsmiðjuna hluta- félaginu Viking Press, sem síðan sá um útgáf- una. Nú sezt séra Rögnvaldur Pétursson í rit- stjórasessinn, en unir þar aðeins eitt ár. Hann var um langt árahil einn fremsti leiðtogi Vest- manna, m. a. höfuðklerkur Únítarasafnaðar- ins, forseti Þjóðræknisfélags Islendinga og ritstjóri tímarits félagsins til dauðadags. I hópi síðustu ritstjóra Heimskringlu voru Gunnlaugur Tryggvi Jónsson, síðar ritstjóri Islendings á Akureyri, og Sigfús Halldórs frá Höfnum, ritstjóri Nýja dagblaðsins í Reykja- vík um skeið. Síðasti ritstjóri Heimskringlu var Stefán Einarsson. Séra Rögnvaldur Pét- ursson lýsti honum á þennan veg: „Hann er prúðmenni hið mesta og hinn einlægasti Is- landsvinur.“ Áður er getið nokkurra helztu stofnenda Lögbergs, en fyrsti ritstjóri blaðsins var Einar Hjörleifsson. Það hóf göngu sína 14. janúar 1888, og var á tímabili stærsta blaðið, sem út kom á íslenzku. Talið er, að Einar hafi mótað blaðið frá byrjun, ekki sízt að frágangi og rit- hætti. Lögbergi var ætlað „að leiðbeina ís- lendingum í atvinnumálum, menntamálum og stjórnmálum,“ segir í stefnuskrá þess. Ohætt er að láta trúmálin fljóta með, því ósjaldan munu þau hafa fyllt dálka Vesturheimsblað- anna. Einar er ritstjóri blaðsins í sjö ár, nema hvað Jón Ólafsson tekur við ritstjórn- inni skamma hríð árið 1890. Aðrir ritstjórar hafa verið Sigtryggur Jónasson, Magnús Páls- son, Stefán Björnsson, Sigurður Júlíus Jó- hannesson, Kristján Sigurðsson, J. J. Bíldfell, Einar Páll Jónsson og Ingibjörg Jónsson. Þau Einar Páll og Ingibjörg hafa einna lengst og bezt þjónað íslenzka málstaðnum í Vestur- heimi — í hálfa öld samanlagt — hann sem meðritstjóri frá 1917—27 og síðan aðalrit- stjóri til dauðadags. Þá tekur Ingibjörg ein við ritstjórninni, og stýrir hún nú báðum „stórveldunum" — Lögbergi-Heimskringlu ■—- af mikilli röggsemi. Ingibjörgu hefur verið mikil stoð að ýmsum góðum drengjum, sem lagt hafa henni lið í baráttunni að viðhaldi íslenzkrar tungu og þjóðernis í Vesturheimi, og eru dr. Richard Beck og Haraldur Bessason prófessor fremstir í þeim hópi, að ógleymdum dr. P. H. T. Thorlakson, hinum viðkunna skurðlækni Vestmanna, sem með ráðum og dáð hefur stutt íslenzku blaðaútgáfuna og aðra menningarviðleitni íslendinga í Vesturheimi í áratugi. Um ritstjórn Einars P. Jónssonar farast dr. Richard Beck svo orð: „ . . sætir það furðu, hver bókmenntabragur er á mörgum ritstjórn- argreinum hans, ekki sízt þeim, sem fjalla um menningarmál, svo sem bókmenntir og listir, íslenzkar menningarerfðir, hugsjónir og lífs- viðhorf.“ Einar var mjög listrænn maður. „Hann er sönghneigður, hefur eitthvað fengizt við tón- smíðar og er ágætur organleikari. Heiðurs- sess skipar hann á skáldabekk Vestur-Islend- inga, og hafa ekki aðrir hér kveðið mýkri kliður eða fágaðri en hann,“ segir dr. Tryggvi J. Oleson. E. P. J. yrkir á Islendingadag 1937: „Áttavilltur íslendingur enginn sé í dag. Æðaslögin enn hin sömu undirspil og lag. Við oss blasir móðurmyndin minjadjásnum sett. Þennan dag er austrið eina áttin, sem er rétt.“ Tímarit Þjóðrœknisfélagsins, sem gegnt hef- ur mikilvægu hlutverki í menningarbaráttu ís- lendinga vestan hafs, verður fimmtíu ára á næsta ári. Ritstjórar þess hafa verið séra Rögnvaldur Pétursson, Gísli Jónsson prentari og Haraldur Bessason prófessor. I höndum hins unga prófessors, sem er sívakandi og sí- starfandi að málefnum íslendinga, ætti Tíma- ritið að geta lifað enn um langan aldur við hlið Lögbergs-Heimskringlu; a. m. k. fagnað aldarafmæli íslenzku byggðannaí Nýja-íslandi árið 1975, án þess að rifa seglin neitt verulega. PRENTARINN 15

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.