Prentarinn - 01.01.1968, Blaðsíða 36

Prentarinn - 01.01.1968, Blaðsíða 36
Adalstöðvar brezka alþýðusambandsins. 7. alþjóðaþing bókagerðar- manna 7. þing Alþjóðasambands bókagerðarmanna var haldið í London dagana 18.—23. sept- ember s.l. Að þinginu loknu var haldin tveggja daga ráðstefna, sem fjallaði um tækniþróunina í prentiðnaðinum. Sú ráðstefna stóð 25. og 26. september. Nú um nokkurt skeið hefur Hið íslenzka prentarafélag ekki sent fulltrúa á alþjóða- þingin, livorki í Osló 1961 eða Vín 1964. Hall- björn Halldórsson sótti aftur á móti þingin í Miinchen 1958 og í Luzern 1955. Einnig sótti hann alþjóðaþing prentara áður en Alþjóða- samband bókagerðarmanna var stofnað. Að þessu sinni ákvað stjórn H.l.P. að senda full- Irúa til London, og varð það úr að ég sat þingið. Alþjóðasamband bókagerðarmanna (al- þjóðleg skammstöfun þess er ICF ) var stofn- að í Stokkhólmi árið 1949. Að því stóðu al- þjóðasambönd prentara, bókbindara og offset- prentara. Þessir þrír aðilar höfðu komizt að raun um að ekki dugði að fást við vandamálin sitt í bverju horni, þau yrðu bezt leyst með alþjóðlegu samstarfi allra bókagerðarmanna. Þetta hefur komið enn betur á daginn síðustu 10—15 árin. Ný tækni hefur knúið þá til miklu meiri samstöðu og í mörgum löndum hefur verið stofnað eitt heildarsamband þess- ara þriggja iðngreina, eða unnið er að undir- búningi þess, eins og t. d. í Danmörku, Eng- landi og Bandaríkjunum. Hlutverk IGF er að samræma og marka stefnu bókagerðarmanna í tæknilegum og fé- lagslegum efnum. Það styrkir og félög sem eiga í langvarandi vinnudeilum með fjárfram- lögum úr sjóðum santbandsins og fjársöfnun meðal aðildarsambandanna. Slíka aðstoð hef- ur IGF oft veitt, einkum bókagerðarmönnum í þróunarlöndunum. Núna í haust veitti það t. d. tyrkneska prentarasambandinu nokkurn fjárstyrk, en það hefur átt í erfiðri vinnudeilu. IGF er einnig ætlað að safna upplýsingum urn kjarasamninga, sjóði og lög allra bókagerðar- félaga í heiminum, afla upplýsinga um náms- skipan og þær umbætur sem gerðar eru á iðnfræðslu í einstökum löndum og dreifa þeim gögnum til aðildarsambandanna. Alþjóðasambandi bókagerðarmanna er skipt í þrjár deildir sem hver um sig kýs sér fimm manna stjórn. Deildirnar markast af iðngrein- unum: I iðngrein I eru prentarar, iðngrein II bókbindarar og starfsfólk í pappírsiðnaðinum og í iðngrein III offsetprentarar, myndamóta- smiðir og teiknarar. Stjórnir deildanna halda fundi reglulega á tímabilinu milli IGF-þing- anna. A IGF-þingunum ræða fulltrúar iðngrein- anna sín mál á sérstökum fundum og hver deild kýs þrjá menn í sambandsstjórnina. For- seti, varaforseti og ritari sambandsins eru kosnir af þinginu í heild. Auk þessara 12 manna eiga sæti í sambandsstjórn þrír félagar frá því landi sem IGF hefur aðsetur í. Aðal- stöðvarnar eru í Bern og þar hafa þær verið allt frá stofnun sambandsins. Alþjóðaþingin eru haldin 3ja hvert ár. 1 árslok 1966 voru 46 bókagerðarsambönd 34 PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.